Dagfari - 15.04.2000, Blaðsíða 4

Dagfari - 15.04.2000, Blaðsíða 4
Reykjavík 12.4.2000 Utanríkismálanefnd Alþingis Nefndasvið Alþingis Þórshamri v/ Templarasund 150 Reykjavík Umsögn um frumvarp til laga um friðlýsingu íslands fyrir kjarnorkuvopnum Samtök herstöðvaandstæðinga mæla með því að frumvarp þetta hljóti samþykki. Allt frá því að kjamorkuvopn vom fundin upp og þeim beitt í hemaði hefur gereyðingarmáttur þeirra verið augljós, sem og ýmis þau áhrif sem beiting þeirra hefði á umhverfi mannsins og lífríki jarðar. Einnig hefur verið sýnt fram á ýmsar ófyrirséðar og langvarandi afleiðingar sem beiting kjamorkuvopna hefði í för með sér. Hið sama má segja um eiturefni og beitingu þeirra í hemaði. Stofnun kjamorkuvopnalausra svæða víða um heim, svo sem í Suður Ameríku og á Nýja-Sjálandi, hefur stuðlað að takmörkun þessara vopna og hafa kjamorkuveldi virt slíkar yfirlýsingar. Samtök herstöðvaandstæðinga álíta ekki að aðild íslands að neinum sáttmálum eða samtökum komi eða eigi að koma í veg fyrir að fmmvarp þetta verði afgreitt, enda hafa ríkisstjómir íslands margítrekað á Alþingi að hingað hafi ekki komið og skuli ekki koma kjamorku- eða eiturefnavopn eða annað af því tagi sem fmmvarp þetta nær yfir. Samtökum herstöðvaandstæðinga er ekki kunnugt um að viðhorf þjóðarinnar til þessa máls hafi verið kannað nýlega, en rétt er að minna á að fyrir um tíu árum mældist stuðningur við sambærilega tillögu um og yfir 90% í skoðanakönnunum. Virðingarfyllst, Stefán Pálsson, formaður miðnefndar SHA 4

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.