Dagfari - 15.04.2000, Blaðsíða 6

Dagfari - 15.04.2000, Blaðsíða 6
Kalda stríðinu er ekki lokið Vita menn ekki að kalda stríðinu lauk fyrir tíu árum? spurði utanríkisráðherra brúnaþungur á alþingi og þótti smellið. Það sem utanríkisráðherra sást yfir er að kalda stríðinu er alls ekki iokið. Raunar má þetta til sanns vegar færa hvað varðar alþjóðastjómmál og þó ekki. Þó að annar aðalleikarinn í kalda stríðinu hyrfi af sviðinu varð hinn eftir og hegðaði sér eins og ekkert hefði í skorist. Þó að utanríkisráðherra þykist ekki vita það stafaði Bandaríkjunum og taglhnýtingum þeirra aldrei veruleg ógn af Sovétríkjunum enda forystumenn þeirra sælir með sitt heimsveldi sem þeir fóru með að vild. Að minnsta kosti geta flestir verið sammála um að ógnin hafi heldur verið ýkt en hitt. Sem kemur að einu höfuðatriði kalda stríðsins: Það var ekki síst hugarástand. Ógnin var meiri í höfðum manna en í raun. Þetta gerir það að verkum að kalda stríðinu má vel halda áfram þó að hinn að hálfu leyti ímyndaði óvinur sé nú með öllu horfinn. Þetta sést vel á helstu frömuðum kalda stríðsins sem þreytast seint á að ræða um mikilvægi NATO þó að í hinu orðinu telji þeir stríðinu lokið. Vamarbandalagið er ennþá mikilvægara þegar sá sem átti að verjast er horfmn. Og þetta þykir rökrétt. Sannleikur tíunda áratugarins var þessi: Vamarbandalagið NATO var sigurvegari kalda stríðsins. Þess vegna er eðlilegt að það stækki að fyrirferð þegar óvinurinn hverfur. Þetta er sérkennileg rökfræði en rökfræðin að baki kalda stríðinu var aldrei mjög skiljanleg nema þeim sem lifðu og hrærðust í því. Það er þversagnakennt að þó að utanríkisráðherra og margir jábræður hans skilgreini kalda stríðið fyrst og fremst sem meinta baráttu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um heimsyfirráð sem sé nú lokið telja þeir allar stofnanir kalda stríðsins mikilvægari en nokkru sinni fyrr. En einmitt þetta sýnir að kalda stríðið er í raun sterkara en nokkru sinni fym Kalda stríðið er (og var) menningarástand og hefur aldrei verið kaldara en nú. Þetta sást vel á jólabókaflóðinu. Fyrir þessi jól var stofnað nýtt bókaforlag, Nýja bókafélagið, sem er arftaki Almenna bókafélagsins. Almenna 6

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.