Dagfari - 15.04.2000, Blaðsíða 8

Dagfari - 15.04.2000, Blaðsíða 8
Manndrápskuldi "ísing og manndrápskuldi'' og "Sex tíma bið í ísköldum bíl" eru dæmi um fyrirsagnir á fréttum af hremmingum á að giska 1500 landsmanna í Þrengslunum á dögunum. Og auðvitað var mönnum kalt, sérstaklega þeim sem urðu eldsneytislausir og gátu ekki látið bílana ganga lengur til að halda á sér hita. Þama var líka veikt fólk og veikburða, m.a. kona í bamsnauð ef marka má fréttir dagblaðanna. Öllu þessu fólki var hjálpað til byggða og vísast hafa allir orðið því fegnir að komast í hlýjuna heima. Vanir menn líktu umfangi aðgerðanna við það sem mest hefur orðið í tengslum við náttúruhamfarir hér á landi, til dæmis fólksflutningana frá Vestmannaeyjum vegna eldgoss 1973. Nú veit ég ekki nákvæmlega hversu slæmt veðrið var í gráðum og vindstigum talið enda nægir að vita að þama var blindbylur. Það var einmitt slíkur bylur sem gekk yfir Serbíu 23. janúar síðastliðinn og ég veit reyndar að dagana á eftir fór frostið niður í 20 gráður á Celsíus. Orkukerfi landsins er enn í rúst eftir loftárásir íslands og hinna NATO-ríkjanna í fyrra, þriðjungur veitnanna er enn óstarfhæfur. Af þeim sökum var bmgðið á það ráð að taka rafmagnið af í tvær klukkustundir í senn með reglulegu millibili til að draga úr álagi. Engar eldsneytisbirgðir em til í landinu og verða ekki fluttar þangað frekar en varahlutir til að laga orkuveitumar. Og það er ekki ófærð eða aðrir samgönguerfiðleikar sem koma í veg fyrir það heldur eitt af þessum frábæru viðskiptabönnum. Það var einmitt um það leyti sem íbúar Belgrad upplifðu 14 gráðu frost í húsum sínum að utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna hittust til að ræða hvort ástæða væri til að milda viðskiptabannið á Júgóslavíu. Fulltrúar fjögurra ríkja höfðu lagt það til - Italir, Þjóðverjar, Frakkar og Grikkir. Allt sem þeir fóm fram á var að Serbum yrði leyft að flytja inn olíu til húshitunar, lyf og varahluti í veitukerfi og önnur borgaraleg mannvirki. Margir vildu lfka binda enda á bann við millilandaflugi til Belgrad. En ekki allir. Bæði Hollendingar og Bretar beittu neitunarvaldi gegn þessum hugmyndum, enda er utanríkisráðherra Bretlands sem kunnugt er hluti af alveg yfirgengilega nútímalegri ríkisstjóm jafnaðarmanna þar í landi. Niðurstaðan var sú að það yrði enginn friður á svæðinu svo lengi sem Milosevic væri forseti Júgóslavíu. 8

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.