Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 3

Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 3
Þótt mannkyninu hafi einhvem veginn tekist að halda aftur af bardagagleði stríðsherra sem gæta kjamorkusprengna er ekki friðsamlegt um að litast í heiminum. í næsta nágrenni við okkur, á Norður-írlandi, er barist hatrammri baráttu fyrir friði; margir fagrir fætur þar, og sunnar í álfunni, í ríkjum fyrrum Júgóslavíu, sitja menn enn uppi með ófriðardrauginn sem vakinn var upp fyrir bráðum tíu ámm síðan. Norður í Téténíu gráta mæður böm og böm mæður og suður í Sýrlandi er til fólk á mínum aldri og eldra sem aldrei hefur búið annars staðar en í flóttamannabúðum. Þegar hugurinn leitar til þessara staða getur maður verið ánægður að vera fæddur hér þar sem menn karpa einkum við nágrannaríkin um físk. En sem friðsælli velmegunarþjóð ber okkur skylda til að hugsa til þeirra sem þurfa að flýja heimaland sitt og taka vel á móti öllum þeim sem hingað leita. íslensk menning auðgast við þá fjölbreytni sem fólk frá öðmm menningarsvæðum flytur með sér og mannlífið verður litríkara. Ég veit að þið emð öll sammála mér en því miður ber æ meira á málflutningi þeirra sem ranglega kalla sig íslenska þjóðemissinna og slíkan málflutning verður einfaldlega að kæfa í fæðingu því hann er mannfjandsamlegur. Með því leggjum við lítið lóð á vogarskálar friðar í heiminum og friðsælla mannlífs. Eins og við gemm með því að safnast hér saman ár hvert og halda á lofti minningunni um kjamorkueldanna í Hiroshima og Nagasaki fyrir réttum 55 ámm síðan. Eftir skamma stund verður Tjömin alsett litlum ljósum sem em tákn fyrir fómarlömb þess atburðar sem við minnumst hér í kvöld. Einnig má líta á þau sem tákn fyrir þá einstaklinga út um allan heim sem búa við ófrið í landinu sínu. Og svo geta þau táknað venjulegar manneskjur langt í burtu frá öllum stríðsátökum sem gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta mannlífið og halda á lofti þeim mistökum sem gerð hafa verið svo þau verði aldrei, aldrei, endurtekin. Og þeir sem em svo lánsamir að hafa gengið hingað í kvöld geta ánægðir baðað sína friðarfætur þegar heim er komið! Góða nótt. 3

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.