Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 4
Sögulegar aðstæður Laugardaginn 30. september síðastliðinn kom Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til landsins í boði Halldórs Ásgrímssonar. Megintilgangur heimsóknarinnar var að ræða framtíð herstöðvarinnar á Miðnesheiði og umsvif Bandaríkjahers þar. Bókun sem gerð var um þau efni árið 1996 rennur út í apríl á næsta ári og hefur raunar verið uppsegjanleg frá því í aprílmánuði á þessu ári. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum við Tjamargötu kom skýrt fram að bandarísk stjómvöld hyggjast draga úr umsvifum hersins hér á landi og mun það vera liður í víðtækari spamaðaraðgerðum Bandaríkjahers. Allir herstöðvaandstæðingar hljóta að líta þannig á stöðu málsins að nú sé kjörið tækifæri til að binda enda á hersetuna fyrir fullt og allt. Rök herstöðvasinna voru löngum þau, það er að segja á tímum kalda stríðsins, að verja þyrfti landið fyrir rauðu hættunni. Nú er óvinurinn úr sögunni og þessi rök að mestu horfin úr umræðunni þó stöku maður tali um að verja þurfi landið fyrir alls kyns óvissu. Þau rök sem helst hafa verið færð fyrir hersetunni undanfarin tíu ár em af efnahagslegum toga. Herstöðvasinnar hafa lagt þunga áherslu á mikilvægi herstöðvarinnar fyrir atvinnulíf á Suðumesjum. Og því verður ekki á móti mælt að herstöðin hefur gegnt stóm hlutverki í atvinnulífí á svæðinu þó að við herstöðvasinnar teljum það ekki réttlæta vem herliðs í landi okkar. Ef litið er á umsvif hersins í samhengi við atvinnulífið frá lokum kalda stríðsins er greinilegt að vægi hans hefur stöðugt farið minnkandi. Þannig hefur hermönnum í Keflavíkurstöðinni fækkað um 42% eða úr 3.300 árið 1990 í 1.900 í júlí á þessu ári. íslenskum starfsmönnum hefur einnig fækkað og em þeir nú um 1500 talsins. Hlutfall þeirra tekna sem landsmenn hafa af herliðinu miðað við heildarútflutningstekjur hefur líka lækkað jafnt og þétt. Á síðasta ári var það komið niður í 4,7% miðað við 7% árið 1990. Sé miðað við landsframleiðslu hefur hlutfall þessara tekna farið úr 2,5% í 1,6% á sama tímabili. Því er óhætt að segja að efnahagslegu rökin séu smám saman að missa gildi sitt fyrir herstöðvasinna. Þó að vitanlega sé þetta fagnaðarefni fyrir herstöðvaandstæðinga em þessar tölur ekki dregnar hér fram til þess að núa andstæðingunum því um nasir að okkar málstaður styrkist dag frá degi á þeirra kostnað. Það 4

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.