Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 5

Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 5
sem mestu máli skiptir er að nú hlýtur sá tími að nálgast að hægt verði að koma þessu deilumáli út úr heiminum. Og við vitum að á því er aðeins ein lausn - að herinn hverfi af landi brott. Þó að við herstöðvaandstæðingar teljum hinn efnahagslega þátt málsins ekki réttlæta hersetuna þá ætla ég ekki að gera lítið úr því að 1500 manns hafi framfæri sitt af því að vinna fyrir herinn. En við skulum líka hafa það hugfast að nú er svo mikill skortur á vinnuafli víðast hvar á landinu að á bilinu 8000-9000 manns eru komin hingað erlendis frá til að manna laus störf, langflest á suðvesturhominu. Atvinnuástandið er með öðrum orðum þannig að full ástæða er til að ætla að auðvelt yrði að komast hjá stóráföllum á vinnumarkaði í tengslum við brottför hersins. Það em með öðmm orðum uppi sögulegar aðstæður til að semja við Bandaríkjamenn um brottför hersins og sætta andstæðar fylkingar meðal landsmanna í þessu máli. Óvinurinn er týndur og talsmenn herstöðvasinna geta ekki lengur hengt sig í mikilvægi hersins fyrir atvinnulífið. Héðan af er þetta spuming um þijósku. Steinþór Heiðarsson Ályktun miðnefndar SHA í tilefni af komu Madeleine Albright til íslands Vegna heimsóknar Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna til íslands vilja Samtök herstöðvaandstæðinga minna á að undanfarin öld hefur meðal annars einkennst af yfirgangsstefnu Bandaríkjanna sem utanríkisráðuneyti þeirra og hermálayfírvöld hafa séð um að framfylgja. Á undanfömum áratug hefur þessi yfirgangur komið hvað skelfílegast í ljós í árásum og viðskiptabanni á írak og Júgóslavíu sem hafa valdið þjóðum þessara landa miklum hörmungum. Önnur hlið þessarar stefnu birtist nú í áformum Bandaríkjastjómar um að koma upp gagnflaugakerfi sem gerir viðleitni til kjamorkuafvopnunar að engu. Með þátttöku íslands í NATO og hemaðarsamstarfí við Bandaríkin eru íslensk stjómvöld meðábyrg fyrir því ofbeldi sem Bandaríkin hafa beitt víða um heim undanfama hálfa öld. Þá er það skerðing á fullveldi landsins og í andstöðu við hagsmuni friðelskandi þjóðar að hér sé erlend herstöð á friðartímum, eins og viðurkennt var af forystumönnum allra stjómmálaflokka þegar ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu. Kominn er tími til að íslensk stjómvöld geri sér grein fyrir að friður hefur nú ríkt í þessum heimshluta um langt skeið. 5

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.