Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 11

Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 11
bandalagið eins og hægt væri, fá öll þau ríki sem áður voru handbendi Sovétríkjanna til liðs við bandalagið. Ráðamenn fslensku ríkisstjómarinnar styðja þessu stefnu heilshugar og beita sömu rökum og aðrir í NATO. Fyrst þessar þjóðir vilja ganga til liðs við okkur, hver emm við þá að meina þeim það? En málið er ekki svona einfalt. Astæða þess að hinar nýfrjálsu þjóðir í austri vilja ganga til liðs við NATO er hræðsla við hina gömlu herra, Sovétríkin þ.e. Rússland. í stað þess að draga úr þessari hræðslu með því að opna samskipti ríkja á milli á öllum sviðum, vilja forráðamenn NATO tryggja sig sem best þeir geta ef illa fer fyrir lýðræðisþróun í Rússlandi. Þetta er nákvæmlega sama hugsun og hjá Stalín við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann hugsaði sem svo að við lýði væri ótryggt bandalag á milli vesturvelda og Sovétríkjanna við að kveða draug nasismans niður. Um leið og því sameiginlega verkefni væri lokið færi allt í sama horf og fyrir stríð, þ.e. vesturveldi og Sovétríkin stæðu andspænis hvort öðru. Því vildi hann tryggja sig með því að ná sem mestu af Evrópu undir stjóm Sovétríkjanna, mynda einhvers konar „stuðara“ til að verja Sovétríkin sjálf gegn árás úr vestri. Sama hugsun er uppi á teningnum hjá ráðamönnum NATO. Að stækka bandalagið til austurs ef svo illa fer að lýðræði bíði skipbrot í Rússlandi. Þessi hugsun er því kaldastríðshugsun. Ekki er hugað að þeim tækifæmm sem fyrir hendi em til að rífa niður múra á milli austurs og vesturs fyrir fullt og allt. Stækkun NATO til austurs gerir ekkert nema að einangra Rússland og kynda undir ótta við vesturveldin, ótta sem hlýtur að teljast réttmætur miðað við þessar aðgerðir. Eftir að NATO hefur síðan sýnt sitt rétta andlit sem alhliða hemaðarbandalag, þ.e. bæði vamar- og árásarbandalag, er ekki að spyrja að ótta Rússa. Sögulegt tækifæri til að víkja frá þeirri hemaðarstefnu sem einkennt hefur 20. öldina er að fara forgörðum. Fyrrum Varsjárbandalagsríki vilja auðvitað ekkert frekar en að ganga í NATO. Það er heldur ekki unnið að því að bjóða upp á neinn annan möguleika fyrir þessi ríki. Heimurinn væri friðvænlegri staður ef menn gætu snúið frá hemaðarhyggju kalda stríðsins og reynt að byggja upp nýja heimsmynd á nýjum grunni. Það verður ekki gert á meðan líkar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar sitja við völdin í vestri. Kolbeinn Óttarsson Proppé (greinin birtist áður á vefritinu Múrinn, www.murinn.is) 11

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.