Dagfari - 01.10.2003, Blaðsíða 3

Dagfari - 01.10.2003, Blaðsíða 3
á Austur-Tímor og í Acehhéraði. Bresk stjórnvöld firra sig allri ábyrgð, en til hvers héldu þau að ríkisstjórn Indónesíu ætlaði að nota þessi vopn? Víða á Vesturlöndum hefur áhersla ríkisstjórna á vopnaviðskipti verið gagnrýnd. Viðkvæðið er alltaf það sama, ef við gerðum þetta ekki myndu einhverjir aðrir gera það. En stenst sú röksemdafærsla? Hefur aðili með yfir 80% markaðshlutdeild á tiltekinni “vöru” engin áhrif á framboð og eftirspurn á henni? Og ef vopnasala ýtir ekki undir stríð og blóðsúthellingar, hvers vegna sætir sala á svokölluðum “léttvopnum” alls staðar takmörkunum, því miður ekki alls staðar jafn ströngum? Eins og aðdáendum hasarmynda er kunnugt, þá hefur afþreyingariðnaðurinn miklar áhyggjur af vopnasölu í heiminum. Siðprúðir agentar góðra afla eru oftar en ekki að reyna að hindra slík áform. Og vissulega er vopnasala geigvænlegt vandamál. Samt ljúga bíómyndirnar. Þær gera vopnasalana jafnan að Rússum og Kínverjum. Staðreynd málsins er hins vegar önnur, því að í raun og veru ráða Bandaríkin og Bretland yfir meira en 50% af vopnasölu í heiminum. Það er stundum erfitt að koma auga á bjálkann í eigin auga. Ef íslenskir hægri- og miðjumenn væru friðarsinnar en ekki stríðssinnar myndu þeir ekki leggja blessun sína yfir viðskipti á borð við þau sem Kögun hf. stundar. Það á að þróa hugbúnað, en ekki til að nola í hernaði. Það er einfaldlega rangt. Sverrir Jakobsson Greinin birtisl áður á vefritinu Múrnwn, 24.9.2003 www.fridur.is

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.