Dagfari - 01.10.2003, Side 4

Dagfari - 01.10.2003, Side 4
Húss er þörf Fyrir réttu ári birtist grein í Dagfara, eftir þann er þetta ritar, um nauðsyn þess að festa kaup á húsnæði íyrir Samtök herstöðvaandstæðinga í miðborg Reykjavíkur. Slíkt húsnæði yrði að uppfylla þær kröfur að þar mætti starfrækja skrifstofur samtakanna, geyma skjöl og aðrar eignir SHA, auk þess að rýma smærri fúndi. Á landsráðstefnu 2002 var samþykkt að fela nýkjörinni miðnefnd að vinna að framgangi málsins og skipa nefnd til að vinna að tillögum í þessa veru. Niðurstaða þessarar könnunarvinnu er skýr. Að undangenginni söfnun meðal félagsmanna og velunnara, eru kaup á húsnæði raunhæfur kostur og mikilvægi þess fyrir starfsemi félagsins er ótvírætt. Núverandi aðstaða SHA í Þinghóli í Kópavogi gegnir að sönnu hlutverki geymslu og hentar vel sem fundarstaður miðnefndar, en útilokað er að halda þar úti skrifstofu með fastan opnunartíma. Þessu verður að breyta. Virk friðarhreyfing eins og Samtök herstöðvaandstæðinga eru, verður að geta tekið á móti fólki og boðið upp á vettvang til vinnu og skoðanaskipta. Ljóst er að eftirspumin eftir slíku starfi er fyrir hendi, það sýna viðbrögðin við kynningarfundi SHA fyrir unga félaga sem haldinn var á veitingahúsinu Vídalín um miðjan mánuðinn. Slíka fundi mæti halda oft á ári ef samtökin hefðu yfir eigin húsakosti að ráða. Eitt brýnasta viðfangsefni þeirrar miðnefndar sem kosin verður á landsráðstefnunni þann 25. október er að leiða mál þetta til lykta. Það er ekki et'tir neinu að bíða. Stefán Pálsson, formaður miðnefndar SHA

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.