Alþýðublaðið - 17.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1919, Blaðsíða 3
3 Vorur sínar eiga menn aö kaupa í Kaupfélagi “V^erliamaniia. Langayeg ðð A. Sími 7S8. stungan um „Tanks" hefði komiö fram 1914, en það var ekki fyr en í ágúst 1915 að Sir William Tritton afhenti fyrstu „gandreiö- arnar“, og voru þær jafnskjótt sendar á vígvöllinn. : ^nþingiskosmngarnar. Á Akureyri er kosinn Magnús J. Krisljánsson með 365 atkv. Sigurður E. Hlíðar fékk 209 atkv. Ógildir voru 26 seðlar. Á ísafirði er kosinn Jón Auðunn Jónsson með 277 atkv. Magnús Torfason fókk 261 atkv. Orustan helður ájram. Hásetafélagið hólt fund í gær. Áður en gengið var til dagskrár, hélt Ólafur Friðriksson ræðu og hét á menn að láta ekkert á sig fá, þó þessar kosningar færu ekki eins og menn vonuðu og ættu heimtingu á. Orustan væri nú eitt sinn hafln, og henni myudi aðeins lykta með fullum og öllum sigri alþýðunnar hér og um heim allan. Ræðunni var tekið með dynjandi lófaklappi. + Kosningahiti ? Morgunblaðið, sem borið var um borgina í gær var dagsett: „Laug- ardaginn 15. nóv.“. Skyldi kosn- ingahitinn hafa verið svona mikill hjá verkamönnum blaðsins, eða hvað? : Xoli konnngur. Eftir Upton Sinclair. Fyrsta bók: Riki Kola konnngs. I. Bærinn Pedro stóð á hálendis- brúninni. Húsin voru flest kum- baldalegar búðir og veitingahús. Frá bænum lágu nokkrar hliðar- járnbrautir ofan í daldrögin, og voru flluttar eftir þeim vistir til kolahéraðanna. Alla guðslanga vikuna var kyrð og ró í bænum. En á laugardagskvöldum komu til bæjarins námumenn, hjarðmenn og bændur, ríðandi eða í bifreið- um og varð þá glatt á hjalla. Að morgni dags í júnílokin stökk ungur maður út úr járn- brautarlestinni á brautarstöðvun- um í Pedro. Hann var um tvítugt og fríður sýnum. Hár hans var dökt og lítið eitt hrokkið. Föt hans voru snjáð og upplituð. Hann hafði keypt þau í bæ þeim, er hann átti heima í, þar sem Gyðingasalarnir bjóða varning sinn á gangstéttunum. Skyrtan var óhrein, ekkert bindi hafði hann um hálsinn, og skór hans virtust hafa þjónað honum vel og lengi. Á baki bar hann böggul, með einum skiftafötum, og ábreiðu, sem vafln var saman og snæri bundið utan um. í vasanum hafði hann höfuðkamb, tannbursta og lítinn vasaspegil. Er hann sat í reykingaklefa lestarinnar hafði hann hlýtt á tal námumannanna og reynt að temja sér orðfæri þeirra. Hann gekk lítið eitt burt, er hann var stig- inn út úr lestinni, og neri um hendur sér og andlit kolamylsnu. Er hann hafði skoðað ávöxt iðju sinnar í speglinum, hélt hann af stað, ofan eftir aðalgötunni í Pedro. Varð þá fyrir honum dá- | lítil tóbaksbúð; fór hann inn í hana og keypti lítið eitt af tóbaki. Hann reyndi að gera málróm sinn svo ruddalegan, sem honum var unt, er hann yrti á þá er verzlunina átti: „Getið þór sagt mér hvaða leiö liggur til Pine-Creek námanna?" Konan virti hann fyrir sér. Hún var tíguleg og aðlaðandi og írskur hreimur var á framburði hennar: „Já, það get ég“, sagði hún, „en hvaða erindi á ungur maður, eins og þéi, þangað?" Ungi maðurinn varð önuglegur, en hætti við að hreyta úr sér ónotum og sagði: „Eg ætla að fá vinnu“. „Sú vinna fellur yður ekki í geð“. „Hversvegna ekki?° „ Af því að slík vinna er ekki við hæfi yðar og yðar iika. Hvað heflr yður orðið á?“ „Eg — eg er flækingur", sagði hann, en svo bætti hann við í alvarlegum rómi: „Það er ekki mór að kenna“. „Ne — hei, því þurfið þér nú ekki að segja mér frá, vesaling- urinn“, sagði hún. „En af hverju ráðið þér yður eigi á einhvern bóndabæ, eða til einhvers annars þægilegra starfs en þessa.?“ „Jæja, það er nú svona, mig langar til þess að verða námu- maður“, sagði ungi maðurinn. (Frh.). Sagan. Saga sú, er „Alþýðu- blaðið" flytur, „Koli konungur", birtist neðanmáls í fyrra í einu útbreiddasta danska dagblaginu („Politiken") og geta menn af því ráðið að hún muni vera skemti- leg, því slík blöð flytja ekki nema úrvals skemtilégar sögur. Höfundur sögunnar er Uptan Sin- clair, hinn heimsfrægi ameríski rithöfundur, sem margir íslend- ingar munu kannast við, þar eð ein af bókum hans, „Á refilstig- um“, hefir verið þýdd á vora tungu. Lesendur Alþbl. ættu að fylgjast með sögunni frá byrjun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.