Aðventfréttir - 01.01.1992, Blaðsíða 1

Aðventfréttir - 01.01.1992, Blaðsíða 1
55.Árg.- I.tbl. 1992 SALMABOKIN Man einhver eftir aðalfiindi þar sem tilvonandi útgáfa sálmabókar var ekki á dagskrá - mál málanna, sem allir vilja að sé framkvæmt en af mörgum ástæðum hefur aldrei náð fram að ganga? Að lokum var svo komið að fáir vildu tala um bókina góðu, nema þá í góðlátlegu gríni með bros á vör. Gamla, góða, svarta sálmabókin, "Sálmaroglofsöngvar" vargefínút 1954 til bráðabirgða, meðan verið varað gefa út alvöru sálmabók með nótum og öllu tilheyrandi. Nú er svarta sálma-bókin uppnotuð og spjöldin öll að losna af, tími hennar er liðinn. En ekki skulum við örvænta. Nýja sálmabókin er að koma út! Já, í alvöru. Þetta er dagsatL Það erbúið að setja alla sálmana, búið að prófarkalesa bókina ótal sinnum, það er meira að segja búið að filmuvinna alla bókina og þegar þið fáið þetta blað í hendumar reikna ég fastlega með þvi að filmurnar verði allar komnar til prentsmiðju safnaðarins í Finnlandi þar sem bókin verður prentuð. í janúar 1990 varhafísthandavið bókina upp á nýtt, ákveðið var að tölvusetja alla bókina og var þess vegna nauðsynlegt að byrja frá grunni. Stuðst var við alla þá miklu vinnu sem búið var að gera og auðveldaði það okkur starfið. Frá því fyrst var farið að huga að útgáfu sálmabókar hafa ótal margir einstaklingar hjálpað til og fómað miklum tíma og mikilli orku af fúsu geði. Þeir munu nú um síðir sjá árangurerfíðis síns. Hvað mun svo nýja bókin heita? Hvað verður hún stór? Verður hún með nótum? Margar spurningar heyrast og það verður góður dagur þegar bókin verður kynnt Áformað er að halda upp á útgáfudaginn með mikilli og góðri sönghátíð. Munþetta verðaauglýstnánar í söfnuðunum þegar bókin kemur til landsins. Á meðan við bíðum örlítið lengur er rétt að geta þess að nýja sálmabókin munberaheitið"Sálmaroglofsöngvar". Kunnulegt nafn ekki satt? í bókinni verða 462 sálmar, þar sem hver sálmur er raddsettur í fjórum röddum og textinn settur milli nótnalína. Verður bókin um 500 blaðsíður að stærð. Hvað mun svo nýja sálmabókin koma til með að kosta? Einhvers staðará bilinu fíögur til fímm þúsund krónur. Til að byrja með verður lögð áhersla á að selja einstaklingum bókina en verðið er haft lágt í trausti þess að margar bækur seljist á skömmum tíma. Verður það mikill lofgjörðar og fagnaðardagur þegar hver og einn safnaðarmeðlimur getur átt sína bók og hægt verður að syngja alla gömlu góðu sálmana ásamt fiölmörgum nýjum sem ekki hafa verið til áður með íslenskum texta. Er það okkar sannfæring að þessi bókmuni færa söfnuðinum mikla blessun og vera Guði til dýrðar. ÞBS BIBLÍULEXÍUR 4. ÁRSFJÓRBUNG1992 Hjónin Ron og Karen Flowers sem eru fjölskylduráðgjafarhjáAðalsamtökunum eru í sameiningu höfundar hvíldardagsskólalexíunnar fyrir 4 ársfjórðungs þessa árs. Efhið er Ljóðaljóð Salómons. Um þessar mundir leggja þau síðustu hönd á handrit bókar um sama efni þar sem efninu eru gerð ennbetri skil en hægt er að gera í sjálfri lexíunni. Bókin mun verða gefin út af Review and Herald. Hægt verður að panta eintak af þessari bókgegnum pöntunarþjónustuna á skrifstofu Samtakanna, Suðurhlíð 36. NUTANA SELT Eftir margra mánaða samninga- lotu hefur Nutana-Danmörk og Nutana- Noregur verið selt og Nutana-Finnland hætt starfsemi sinni. í fjölmörg ár hafa þessar verksmiðjur verið leiðandi í framleiðsluheilsu matvælaen undanfarið hefur reksturinn reynst erfiður og samkeppnin harðnað. Megin ástæða fyrir versnandi afkomu fyrirtækjanna var skortur á nýju fjármagni til þess að auka starfsemina og efla markaðsátak, aukþess vantaði lykil menn til þess að stjóma fyrirtækjunum. Um mánaðamótin nóvember- desember voru þessi þrjú fyrirtæki seld eða þeim lokað. Vegnaþessara breytinga sagði Jan Paulsen, formaður Stór Evrópudeildar safnaðarins, að "á undanfömum þremur til fjórum árum hefur rekstur þessara fyrirtækja dregið umtalsverða fjármuni til sín frá söfnuðinum í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Til þess að skýra söfnuðinum frá þessum breytingum og þeim sem þær munu hafa á söfnuðinn, hafa verið boðaðir auka-aðalfundir safnaðarins í Danmörku, Noregi og Finnlandi, snemma á þessu ári.". Jan Paulsen sagði einnig að "söfnuðum okkar á Norðurlöndum er mjög ákaft um að halda áfram starfi sínu að bera samfélagi sínu andlegan vitnisburð. Með því að styrkja stöðu sína og beina fjánnagni og kröftum i nýjan farveg mun söfiiuðurinn halda áfram starfí sínu viðþau forgangsverkefni sem Drottin gaf honum að vinna, nánar tiltekið, að vera verkfæri hans í heimsboðun." Fréttatilkynning frá TED

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.