Aðventfréttir - 01.01.1992, Blaðsíða 3

Aðventfréttir - 01.01.1992, Blaðsíða 3
VETRARFUNDUR STÓR-EVRÓPUDEILDARINNAR1991 FJÁRHAGSÁÆTLUN Á TÍMUM NIÐURSKURÐAR Tvennt setti svip sinn á vetrarfund Deildarinnar að þessu sinni. í fyrsta lagi fréttir um mildnn árangurheimsboðunaráfonnsins og í öðru lagi fjárhagsörðuleikar starfsins. Hinn vikulangi fundurvarsamblandaferfiðum vangaveltum varðandi nauðsyniegan niðurskurð en einnig voru gleði og fagnaðarstundir þegar fonnenn hinna ýmsu svæða Deildarinnar skýrðu frá vexti og árangri innan starfsins. NÝSTJÓRN V etrarfundurinn varaðþessu sinni haldinn á aðalstöðvum Deildarinnarí St. Albans í Englandi og stóð hann daganna 12. -15. nóvember. Þetta var fyrsta sinn sem leikmenn hinna nýju stjómar sem kosinvars.l. voráaðalfundiDeildarinnar í Noordwijker-houdtí Hollandi sátu fund stjómarinnar. "Éguppgötvaði margt nýtt á þessum fundi. Ég hefði aldrei ímyndað mér að stjóm Deildarinnar þyrfti að fást við svo mörg og margvísleg málefni til þess að starf kirkjunnar mætti ganga farsællega. Þetta varmikil kennslustund fýrir mig," sagði dr. Anna Lozowska, sem er leikmaður og stjómarmeðlimur frá Póllandi. FJÁRILAGSÁÆTLUN Fundurinn samþykkti fjárhagsáætlun fyrir Deildarina fyrirárið 1992 hljóðandi upp á 4 milljónir punda. "Við munum ekki þurfa að leita til varasjóða árið 1992," sagði Anna Liisa Halonen, fjármálastjóri Deildarinnar, "en við munum verða að sýna aðhald hvað snertir nýtingu fjánnagns og spara eins og hægt er." Aðal niðurskurðurinn mun verða hjá hinum ýmsu starfssvæðum. Þar eð Aðalsamtökin hafa skorið fjárveitingar sínar niður um 4,5% munu starfsvæðin fá minni fjárveitingar frá Deildinni. "Fjárhagsáætlun okkar mun samt sem áður ekki skerða boðunarstarfið," segir JanPaulsen, formaðurDeildarinnar. Hann sagði frá þvf á fundinum að ýmsir einstaklingarhefði gefið fjárupphæðirtil starfsins sem sérstaklega væru ætlaðar útbreiðslustarfi í Austur Evrópu og einnig væri til sérstakur heimsboðunarsjóður þannig að Deildinni væri fært að halda áfram sterku útbreiðslustarfi áformi á starfssvæðum sínum. "Við eigum að leita nýrra leiða og vera djarfari f áformum okkar um að ná til þjóðfélagsins í Vestur- Evrópu þar sem heimshyggjan ræður ríkjum," bætti Jan Paulsen við. RÁÐSMENNSKA Kirkja okkar innan Stór- Evrópudeildarinnar finnur fyrir hinni fjárhagslegu kreppu í Evrópu umþessar mundir. Sú sannfæring kom fram á stjórnarfundinum að við verðum f framtíðinni að leggja meiri áherslu á ráðsmennsku bæði hvað snertir stjórnunarstörf og einnig innan safnaðanna. "Það er nauðsynlegt fyrir okkur í framtíðinni að íhuga vandlega hvernig við nýtum og ráðstöfum fjármunum Drottins bæði á heimilum okkar og í söfnuðinum," sagði einn stjómarmeðlimanna. NUTANA Stóminhlýddi áskýrslu fonnanns Vest-Norræna Sambandsins, Rolfs Kvinge, um stöðu fjármála innan safnaðarins í Danmörku og Noregi. Samþykkt var að heimila Vest-Norræna Sambandinu að selja matvæla- verksmiðjuna Nutana í Danmörku og í Noregi en Norska Nutana er grein af verksmiðjunni í Danmörku og alfarið í eigu hennar. í mörg ár var Nutana verksmiðjan rekin með gróða, en undanfarin ár hefur verið halli á rekstrinum. Fjárhagsörðuleikar Nutana verksmiðjunnar hafa haft neikvæð fjárhagsleg áhrif á Skodsborgheilsu- hæliðog einnigá sjúkraþjálfúnarskólann sem tengist Skodsborg. Þessar þijár stofnanir mynda með sér samtök (Noidisk FilantropiskSelskap). Fjárhagsstaða eins þessara aðila hefúr áhrif á hina aðlila félagsins. Þegar sala Nutana verksmiðjunar stóð yfir lá það ekki alls kostar fyrir hvaða framtíðaráhrif þetta myndi hafa á rekstur eða eignarhald safnaðarins á Skodsborg heilsuhælinu. En þær fjárhagslegu birgðar sem hvíldu á Skodsborg vegna taprekstursNutana vom svo miklar að stjóm Deildarinnar mælti með því við Vest-Norræna Sambandið að það hæfi undirbúning á mögulegri sölu hælisins. "Stundum vemm við að fást við erfiðar ákvarðanir, jafnvel ákvarðanir sem valda okkur óþægindum. Vandamálið varðandi Nutana og Skodsborgerokkurafarþungtí skauti en jafnframt emm við þess fúllviss að Guð muni leiða söfnuðinn í Noregi og Danmörku gegnum þetta erfiða tímabil," sagði Jan Paulsen. LIGIIT Fjárhagslegir örðuleikar vom einnig orsök þess að ráðgert var að hætta útgáfú fréttablaðs Deildarinnar, LighL Einnig var ákveðið að sú launahækkun sem ráðgerð var fyrir starfsfólk Deildarinnar árið 1992 félli niður. PERTIIYFIRLÝSINGIN Ein af fjölmörgum samþykktum stjómum Deildarinnar varvarðandi hina svokölluðu Perth yfirlýsingar sem haustfúndur Aðalsamtakanna lét frá sér fara eftir flmd sinn í Perth í Ástralíu í október 1991. (Sjábakhliðþessa tölublaðs Aðventfrétta). IIEIMSBOÐUN Heimsboðunaráformið var rætt ítarlega á þessum fúndi stjómarinnar. Stórnandi þessa áforms innan Deildarinnar, Davið Currie, skýrði stjóminni frá árangrinum á fyrsta ári heimsboðunarátaksins. "2.518 einstak- lingarhafa tekið skím á þessu ári, sem er 104,58% af árs takmarki okkar," sagði Davið Currie. Hann undirstrikaði að heimsboðunaráformiðerekki stjómunar- legt verkfæri í höndum samtaka og sambanda heldur að það standi og falli með því hvort það komi til framkvæmda í hinum einstöku söfnuðum." Við munum eingöngu ná miklumárangri ef söfnuður- nir sjálfir takast á við útbreiðslustarfið," undirstrikaði hann. AFGANISTAN OG ALBANÍA Að lokum hlýddi stjórn Deildarinnaráskýrslurumframkvæmdir og framtíðaráform í Albaníu og Afganistan. Eins og stendur vinnur söfnuðuri nn að því að koma á fót miðstöð í Tirane og verið er að kalla trúboða til starfa f Albaníu um þessar mundir. Varðandi Afganistan munu fulltrúar ADRA (þróunarsamvinnu- stofnunaraðventsafnaðarins) fara þangað snemma á árinu 1992 til að kanna möguleika á að hefja eitthvert starf þar í landi. R. Dabrowsky - Light '91. Aðventfréttir 1, 1992 3

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.