Aðventfréttir - 01.01.1992, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.01.1992, Blaðsíða 5
FJARMALAFUNDUR STJORNAR SAMTAKANNA Stjóm Samtakanna hélt sinn árlega 5 ánnálafund sunnudaginn 10. janúar sd. Gestur fundarins var ritari Stór- Evrópudeildarinnar Karel C. van Oossanen. Aðalmál fundarins voru fjárhagsáætlun starfsins fyrir árið 1992 og sá fjárhagsvandi sem starfið á við að glíma um þessar mundir. Fjárhagsáætlunin 1992 Erfiðlega tólcst að koma saman Qárhagsáætluninni að þessu sinni þar eð tekjuliðir standa í stað eða hafa dregist saman frá síðasta ári (svo sem tíundar- tekjur og fjárveitingar Stór-Evrópu- deildarinnar) en kostnaðarliðiraukist m.a. vegna aukins Qölda starfsmanna á launaskrá. Til að mæta þessum halla hefur þurfl að skera niður kostnað á ýmsum sviðum, svo sem á greiðslum fyrirakstur starfsmanna í þágu starfsins, framlag til æskulýðsdeildar, bindindisdeildar og útbreiðslustarfs, og hækkun launa starfsmanna sem áfonnuð varfellur niður. Til að mæta skerðingu á framlagi til útbreiðslustarfs verður sótt um framlag úr sérstökum heimsboðunarsjóði Stór- Evrópudeildarinnar. Að lokum er nauðsynlegt að sækja fjármagn til rekstursins úr svokölluðum allsheijarsjóði, enþarerað finnafjánnagn sem Aðalsamtökin veita hverju starfssvæði í hlutfalli (45%) við þá upphæð sem safnast hvert ár í innsöfnunarátakinu. Venjulega höfúm við ekld nýtt þennan sjóð til almenns reksturs en veitt úr honum til sérstakra framkvæmda. í mörg ár rann hann svo til óskertur til framkvæmda við Hlíðardalsskóla en seinni árin hefurþetta fjármagn í ríkari mæli verið nýtt til nýrra framkvæmda innan boðunarstarfsins. Fjárhagsvandinn Eins og fram kom á aðalfúndi Samtakanna síðastliðið vor hafa framkvæmdir við Fossvogsbygginguna farið töluvert fram úr áætlun þannig að nú hafa runnið til byggingarinnarum 10 milljónir umfram það Qármagn sem til var í byggingarsjóði. Brýn nauðsyn þess að hefja skólareksturinn haustið 1990 liggur að baki þessar stöðu mála. Þessi upphæð er fjármögnuð að hluta úr rekstrarfé Samtakanna og að hluta með uppsafnaðri skuld hjá Stór- Evrópudeildinni. Getur hver maður sagt sér að þetta hlýtur að hafa áhrif á lausafjárstöðu Samtakanna enda er nú afarerfittumvikhjáSamtökunum. Lausn er að finna í því að veita meira fjánnagni til rekstursins t.d. úr sölu á fasteignum Samtakanna og heflir stjóm Samtakanna skipað þriggja manna nefnd skipaða eftirfarandi aðilum: Kristni Ólafssyni, Elíasi Tlieodórssyni og Jóni William Magnússyni, til að kanna möguleika á sölu á lóðum fyrir sumarbústaði úr landi Vindheima. Einnig kemur til greina að kanna möguleika á sölu á öðmm fasteignum Samtakanna en þar er ekki um auðugan garð að gresja þar eð Samtökin hafa þegarseltþó nokkuð affasteignum sínum vegna Fossvogsbyggingarinnar svo sem Bauganes 13 og Skólavörðustíg 16. Enn aðrar leiðir til fjármögnunar munu einnig verða kannaðar og allt gert til þess að ekki þurfi að koma til mikils niðurskurðar á þeirri þjónustu sem söfnuðurinn veitir. EG ÆSKULVÐSVIKA Björgvin Snorrason verður með samkomur vikuna 24. - 28. febrúar kl. 20:00 í Aðventkirkjunni, Reykjavík. Fjallað verður um nýaldarhreyfinguna, andatrú og sköpun heims. Allir hjartanlega velkomnir. Hvildardaginn 29. febrúar prédikar Björgvin í Aðventkirkjunni og verður lukkupottur eftir guðsþjónustuna í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36, Reykjavik. KALL FRÁ VESTMANNAEYJUM Á fúndi stjómarSamtakannaþ. 10. janúar s.l. var rædd staða safnaðarins i Vestmannaeyjum. Á undanförnum árum hafa breytingar átt sér stað i Eyjum hvað snertir safnaðarstarfið. Árið 1988 tók ÞrösturB. Steinþórssonað sérprestsstarf fyrir söfnuðinn en söfnuðurinn hafði þá verið prestlaus lengi. Einnig hafa endurbætur verið gerðar á kirkjunni og skólahúsinu, sér i lagi tók efri hæð skólahússins stakkaskiptum. Söfnuðurinn hefur þar komið sér upp afar skemmtilegum sal sem er nýtanlegur til hvers konarstarfa alltfrá námskeiðahaldi til félagslegrar þjónustu. Námskeið i Opinbenm Jóhannesarvarhaldiði Eyjum haustið 1990 og sýndi það að margirþar hafa áhuga ábiblíurannsókn og fræðslu um andleg málefni. En eins og safnaðarfólkið i Eyjum hefúrlöngum bent á hindrarþað árangur starfsmanns á vegum safnaðarins að hann búi ekki i Eyjum að staðaldri og geti þannig eignast þau nánu tengsl við söfnuðinn og bæjarfélagið i heild sem þörf er á. Margir þeirra einstaklinga sem gegnum árin hafa verið burðarásar safnaðarstarfsins í Eyjum taka nú að lýjast fyrir aldurs saldr og ef ekki bætist i hópinn mun þess ekki langt að bíða að draga muni úrþrótti safnaðarins í Eyjum. Það væri meira slys en orð fá lýst efþessi áðurþróttmikli söfnuður, einn sá öflugasti innan aðventhreyfmgarinnar á íslandi, sem hefúr átt forystu um margt ogætíð veriðvel kynnturmeðal bæjarbúa, yrði stöðnum og hingnum að bráð. Þess vegna ber ég hér fram ósk á vegum stjórnarinnar um aðstoð við safnaðarstarfið í Eyjum i fonni þess að tvenn hjón flytjist þangað búfcrlum í einhvern tíma til þess að leggja söfnuðinum lið. Hugmyndin er að Samtökin myndu leggja þessu áfonni lið fjárhagslega i einhverjum mæli. Ef einhveijir af safnaðanneðlimum okkar sæju sér fært að verða við þessu kalli er þeim boðið að hafa samand við undirritaðan og/eða við Þröst B. Steinþórsson, safnaðarprest Vestmannaeyjasafnaðar, um nánari tilhögun þessa máls. Kæru systkini. Biðjum fyrir starfinu í Vestmannaeyjurn og starfinu í heild. Er við lítum i kringum okkur sannfærumst við auðveldlega um að ekki mun þess langt að bíða að þessi heimur líði undir lok. Nú er tímabært fyrir okkur sem söfnuð að vakna af svefni og leyfa Anda Guðs að vinna það verk í okkur og gegnum okkur sein brýnt er að verði unnið. Það hefúr sýnt sig og sannast viða um heim og einnig í sögu safnaðarins hér á landi að varanlegur og raunverulegur árangur næst ekki hvað varðar efiingu safnaðarins neina safnaðarfólkiðalltkomi þar til skjalanna þannig að verkið sé ekki eingöngu i höndum starfsinanna. Tökum höndum saman um að efia verk Guðs á íslandi. Eric Guðmundsson Aðventfréttir 1, 1992 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.