Aðventfréttir - 01.02.1992, Blaðsíða 1

Aðventfréttir - 01.02.1992, Blaðsíða 1
55. árg. - 2. tbl. 1992 "Sjá, nú hef ég nýtt fyrir stafni" Efiii þessarar greinar birtist fyrst í fyrirlestrarformi á aðalfundi Aðalsamtakanna haustið 1990. Á þessum fundurn höfum við dag eftir dag og á ýmsan hátt heyrt kallið hljóma: "Sjá, ég gjóri alla hluti nýja." Þettaleiðirokkuraðefhidagsins: "Nýjar aðferðir - nýtt hugarfar" og ritningarversið er tekið frá Jes 43.18: "Rennið eigi huga til hins liðna og gefið eigi gætur að því er áður var." Hvatningin til nýs hugarfars, um að tileinka sér nýjan hugsunarhátt, virðist koma fram í þessu versi. Við fyrstu sýn virðist þessi texti vera ruglandi, ef ekki í mótsögn við sjálfan sig. Því í fyrri hluta 43. kafla Jesaja er ísrael hvattur til þess að muna eftir atriðum úr sögu sinni. En svo virðist áherslan breytast, ísrael er hvattur til þess að minnast ekki. Það er einkennilegt að vera hvattur til að muna eftir einhverju, og svo er manni sagt að gleyma því. Það virðist einkennilegt nema því aðeins að 18. versið eigi við að ísrael verði að brjótast undan því að vera fórnarlamb neikvæðar fortíðar. Ef þetta vers kallar ísrael til að gleyma vonbrigðum og mistökum fortíðarinnar, sektarkenndinni, skömminni og hræsninni, þá á það vel yið. Það var alveg greinilegt að ísraelsþjóðinátti sérfortíð semhúnþurfti að gleyma. Misjafna, sorglega fortíð. Sögu þeirra mætti lýsa sem stöðugri eyðimerkurgöngu, sem andlegri blindu og sem andlegu "frarnhjáhaldi". Já, það er eðlilegt að halda því fram að "rennið eigi huga til" merki að ísrael eigi að gleyma hinni neikvæðu fortíð sinni. Og ef þetta er það sem textinn segir þá er ljóst að þessi texti á einnig erindi til okkar sem fólks Guðs í dag. Því að söfnuður okkar á sér ekki fullkomna fortíð. Stundum höfum við talað með stamandi röddu eða alls ekki látið í okkur heyra þrátt fyrir það að margs konar þvinganir og óréttlæti hafi áttsérstað. Stundum hefur spámannleg Eftir Benjamin Reaves rödd safnaðarins orðið að lágróma bergmáli, stundum virðumst við einungi s endurspeglaþaðþjóðfélag sem við eigum að hafa áhrif á, stundum fórum við öll " vill vega sem sauðir, stefndum hver sína leið." Ef átt er við að við eigum að gleyma Nýjar aðferðir - nýtt hugarfar þessuþáveitirboðskapurþessaversokkur sem söfnuði og sem einstaklingum langþráðan létti. Við minnumst þess að stundum réðumst við til atlögu við málefni án þess að gera okkur grein fyrir, lfkt og Samson, að Heilagur andi var ekki með í verkinu. Minningar um skammarlegar, duldar syndir leiða til þess að við andvörpum og segjum: "Ó, minningar - sársaukafullar m inningar um sleggj udóma annarra þess efnis að aldrei myndi neitt verðaúr okkur.. Ef "rennið eigi huga til" á við að gleyma því, þá munum við öll taka við boðskap þessa vers með gleði. En þó að þetta atriði sé mikilvægt þá er hér þó ekki aðalkjarna versins að finna. Þvíefviðathugumbeturinnihald kaflans (sjá 16. og 17. vers),þásegirþar: "Svo segir Drottinn, hann sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn, hann sem leiddi út vagna og hesta, herafla og fyrirliða. Þeir liggja þar hver með öðrum og fá eigi risið á fætur, þeir slökknuðu, kulnuðu út sem hörkveikur." Ef við rennum augunum yfir þessi vers að nýju þá virðist koma í ljós að ísraelsþjóðinni er ekki sagt að gleyma hinni hörmulegu fortíð sinni heldur frekar hinum miklu máttarverkum Guðs í fortíðinni. Hve undarlegt! Að gleyma útgöngunni úr Egyptalandi? Hinum miklu sigrum, sem unnir voru fyrir yfirnáttúru- legan kraft Guðs? Einmitt. Því það er einnig hærta í því fólgin að verða fangi jákvæðrar fortíðar. Að orna sér við glóð blessana fortíðarinnar. Takið eftir, að það var engin spuming um að Guð hafði gert mikla hluti fyrir ísrael í fortíðinni. En ísrael átti á hættu að li faá blessunum fortíðarinnar, bundinn afafturhaldssamri trúarskoðun sem horfði aftur á við og sem var hætt að búast við nokkru stórfenglegu frá Guði lengur. í huga þeirra tilheyrði kraftur Guðs einungisfortíðinni. Framtíðarörlögþeirra miðuðust ekki einungis við heldur voru fastbundin minningum fortíðarinnar. Og við getum ekki komist hjá því að sjá hvernig þetta tengist tilveru okkar í dag. Erum við, börn Guðs nú á dögum, öðruvísi? Höfum við ekki einnig tilhneigingu til þess að orna okkur við glóð blessana fortíðarinnar, að gleðjast yfir minningum um afrek fortíðarinnar? Erum við að reyna að draga fram lífið á brauðmolum fortíðarminninganna? Og þegar við tölum um kraft Guðs í lí fl okkar erum við þá stöðuglega að horfa aftur í Framhald á bls. 4.

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.