Aðventfréttir - 01.02.1992, Blaðsíða 3
FRA STARFINU
Námskeið í Þorlákshöfn
Mánudaginn 10. febrúar hófst
námskeið í Opinberunarbók Jóhannesar
í Kiwanishúsinu, Þorlákshöfn.
Boðsmiðum var dreift í hús viku áður í
Þorlákshöfh, Stokkseyri, Eyrarbakka og
í sveitinni milli Þorlákshafnar og
Hveragerðis.
Námskeiðið er haldið eitt kvöld í
viku og eru áformuð tíu kvöld til að byrja
með. Fyrstakvöldið sóttu 23 námskeiðið
og var áhugi mikill.
Undirritaður er fyrirlesari á
námskeiðunum, en hjálpar jafhframt til
ánámskeiðinu í Holiday Inn í Reykjavík.
Biðjum fyrir þátttakendum á
þessum námskeiðum að þeir mættu leita
sannleikans aföllu hj arta og vera fttsir að
fylgja Drottni sínum og frelsara. Einnig
er nauðsynlegt að biðja fyrir þeim sem
standa að þessum námskeiðum, að Guð
leiði þá í orði og verki.
ÞBS
Vertu hress - ekkert stress
Streitunámskeið í Vestmannaeyjum
Dagana 13. til 16. febrúar síðastliðinn
var haldið námskeið um streitustjórn í
safnaðarheimili okkar í Vestmanna-
eyjum. Undirritaður var fyrirlesari og
komtil Eyjaáfimmtudeginummeð flugi.
Nokkrir aðrir komu einnig ofan af landi
til þess að takaþátt í námskeiðinu en gátu
ekki komist fyrr en á föstudeginum vegna
vinnu. Þeir fengu að kenna svolítið á
þjóðbraut Vestmannaeyinga, "Herjólfi"!
Veðrið var "týpískt" Herjólfsveður,
austan 10 vindstig.
Það virtist vera gott veður áður en
lagt var af stað þar sem skipið hreyfðist
ekkert í höfhinni, svo kojur voru látnar
eiga sig. Það var ekki fyrr komið út fyrir
höfhina að fólkið leit á hvert á annað og
spurði: "Verðurþettasvonaallaleiðina?!"
Og viti menn, það var rétt. Austan bræla
og æla alla leið! Mikið var gott að geta
flogið á undan og tekið síðan á móti
gestunum á bryggjunni í Vest-
mannaeyjum!
Á námskeiðinu var fjallað um
ýmsa þætti lífsins sem magna streituna í
lífi okkar, svo sem tjáskipti, starfsleiða,
skapgerð, reiði, breytingar í lífinu og
grundvallar heilbrigðislögmál.
Tvennt vakti sérstaklega athygli
þátttakenda. Fyrst, að rannsóknir benda
til þess að hver einstaklingur hefur
ákveðna takmarkaða lífsorku við
fæðingu. Enginn veit hve mikla orku
hann hefur fyrr en hún er uppurin. Þegar
við keyrum okkur áfram með of miklu
álagi er tekið út af þessum reikningi og
hrörnunásérstað. Þessvegnaerþaðekki
skynsamlegt að ofkeyra sig, né að nota
vanabindandi efhi.
Annað sem vakti athygli var að
hláturog glaðværð stuðlar að framleiðslu
endorfín efha í líkamanum sem styrkja
ónæmiskerfi líkamans og auka vellíðan.
Þegar einstaklingi líður illa er gott að
gera eða lesa eitthvað fyndið til þess að
hlæja. Það getur jafhvel dregið úr sárum
verkjum.
Það er nauðsynlegt að íhuga vel
líf sitt öðru hvoru, athuga gildismat sitt
og forgangsröð. Hvað er það sem ræður
ferðinni? Þetta er meðal annars gert á
námskeiðinu um streitustjórn. Þeir sem
það sóttu í Vestmannaeyjum munu seint
gleyma þeirri reynslu. ÞBS
Hjónamót 1.-3. maí
Hjónamót mun verða haldið dagana 1. -
3. maí 1992. Að vandamun verðamikið
um fræðslu og umræður um áhugaverð
efhi en einnig lögð áhersla á að við
hreinlega njótum þess að vera saman í
hvíld og leik og útiverustundum. Aðal
fyrirlesarar á mótinu munum verða Lilja
Guðsteinsdóttir og Steinþór Þórðarson.
AðventfrétUr 2,1992
Hugmyndin er sú sama og venjulega að
hjón sæki mótið án barna og geti þannig
notið þess að fullu sem fram fer.
Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig
á skrifstofu Samtakanna í s. 91-679260
fyrir 1. apríl n.k. þar eð framkvæmd
mótsins mun ráðast af því hvort næg
þátttaka verður fyrir þann tíma. EG
Skátamót
Útilegu-skátamót verður haldið helgina
10.-12. júlí uppi á heiði í námunda við
Geitafell. Spennandi dagskrá. Láttu
foringja þinn vita um þátttöku þína sem
fyrst. Davíð West
Æskulýðsmót á
íslandi
Æskulýðsmót verður á Varmalandi 3.-5.
júlí 1992. Mótsgesturinn verður David
Spearing frá Suður Englandi.
Eldhúsaðstaða er á staðnum en komið
með eigin mat. Komið með svefhpoka
með ykkur. Dýnur eru á staðnum fyrir
fyrstu 25 sem staðfestaþátttöku. Gisting
í tvær nætur kostar 1.200 krónur. Þar að
auki er ferðakostnaðurinn í Borgarfjörð.
Eigum við að sameinast um að panta rútu
og fara hjá Strút ogum Kaldadal á leiðinni
heim á sunnudeginum? Staðfestið á
skrifstofu Samtakanna s. 679260 eða
heima hjá Davíð West s. 36655.
Davíð West
Æskulýðsmót í
Ungverjalandi
Ljúfur hópur fimmtán íslenskra
ungmenna hefur staðfest hug sinn
varðandi þátttöku í alþjóðlega
æskulýðsmótinu sem haldið verður í
Ungverjalandi á vegum Stór-Evrópu-
deildarinnar 28. júlí -1. ágúst. Af öllum
þátttakendum frá okkar deild munu
Islendingar ferðast lengst til að komast á
mótið, en ungmenni hvaðanæva að úr
heiminum hafa sótt um að verðaámótinu
og til að mynda er búist við góðum hópi
frá Brasilíu auk annarra laiida í Suður-
Ameríku.
Þettaervitanlegaeinstakttækifæri
til að kynnast aðventæsku víða að úr
heiminum, og þó sér í lagi frá þeim
löndum sem fyrir sruttu voru að baki hins
svokallaða "jám-tjalds."
Auk samkoma, tónlistar, frasðslu
og umræðuhópa verður tækifæri til að
vitna um trú sína á skemmtilegan hátt
fyrir almenningi í Búdapest. Að sjálfsögðu
verða kynnisferðir um borgina og
nærsveitir en að mótinu loknu fara menn
sínar eigin leiðirog skoðasig um í Evrópu.
Við óskum öllum góðrar ferðar í sumar
og hlökkum til að heyra og sjá þegar
menn koma aftur heim til íslands,
reynslunni ríkari. Davíð West