Aðventfréttir - 01.02.1992, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.02.1992, Blaðsíða 4
"Sjá, nú hef ég nýtt fyrir stafni" Framhald af forsíðu. tímann til viðburða og blessana í fortíðinni? Að sætta okkur við það sem eftírerafdýrðlegrifortíð? Aðvísatil sönnunargagnaífortíðinniumkraftGuðs. Erum við fangar jákvæðrar fortíðar? Það er sorglegt þegar blessanir fortíðarinnar fastmóta algjörlega væntingar okkar í framtíðinni. Það er sorglegt þegar það eina sem við getum gert er að syrgja og þrá trúarreynslu gamlatímans. Það er athyglisvert að sjá hvernig trúað fólk er oft haldið ástríðu- fullum áliuga á fort í ðin n i og andúð á því sem nýtt er - er lokað fyrir nýjum hugmyndum og nýjum aðferðum. Þetta minnir mig á litla snáðann sem spurði móður sína hvort hún vissi hvað Golíat sagði við Davíð þegar hann skaut steininum í hann. Móðirin sagði: "Ég vissi ekki til þess að Golíat hefði sagt neitt." En litli snáðinn kinkaði kolli og sagði íbygginn á svip: "Jú, það gerði hann." Og hún sagði: "Og hvað sagði hann þá?" Drengurinn sagði: "Þegar Davíð setti steininn í slöngunaog sveiflaði henni íhringi og lét steininn fijúgaþannig að hannhitti Golíat beint ámilli augnanna, þá sagði Golíat: 'Hm, ekkert þessu líkt hefur mér til hugar komið áður.'" Hinn lokaði hugur okkar fæst miklu auðveldar við viðfangsefhi afneikvæðum toga en jákvæðum. Ef einhver kemur með nýjar tillögur er einfallt mál að fást við neikvæðu hliðar tillögunnar. Samstundis viljum við gjarnan benda á ástæður fyrir því að tillagan muni ekki ná tilætluðum árangri ef hún er færð út í lífið. Og ef fyrirætlunin tekst samt sem áður þá eyðum við tíma í að yfirvega hvers vegna hún mistókst ekki. Lokað hugarfar. Hugarfar eins og vínbelgirnir í dæmisögum Jesú -harðir ogósveigjanlegir. Égheldaðþettaatriði komi aldrei eins skýrt fram eins og þegar við tölum um guðsþjónustuform okkar. Það er svo auðvelt að alhæfa hinar fastmótuðu minningar sem við höfum um guðsþj ónust ur og gera úr þeim staðal til viðmiðunar fyrir alla tíma og alla staði. Ofttekstokkurekkiaðskiljamilli þess sem er biblíuleg meginregla og þess sem er menningarlega afstætt. Það er auðvelt að missa sjónar á þvi að form hinnar sönnu kristnu guðsþjónustu er mótað af reynslunni og gætt innihaldi og gildi af guðfræðilegri ráðvendni. Það er nærliggjandi fyrir fólk að líta á guðsþjónustu út frá sjónarmiði eigin menningar og eigin fortíðar og setja viðmiðun eigin reynslu í algert dómarasæti hvað varðar gildismat. Allt það sem er öðruví s; fær þann dóm á sig að vera annars flokks, óbiblíulegt eða jafnvel heiðið. Þannig verðum við í gildismati okkar þrælar jákvæðar fortíðar. Eins og einn rithöfundur hefur komist að orði: "Eigin ályktanir okkar eru sú steinsteypa sem við erum steypt í og stöðnun viðhorfanna er sá sjúkdómur sem mun leiða okkur til dauða." Að horfa til baka löngunar- fullum augum. Persónulega séð getum við einnig lent í vandræðum hvað þetta snertir. Tökum til dæmis hjónabandið. Þar er einnig hætta á að verða fangi jákvæðrar fortíðar. Hve mörgum hjónaböndum er ekki siglt í strand þegar hjónakoniin horfa til baka með löngun til daga fyrstu ástarinnar, til þess sem áður var! Hve mörg eru ekki heimilin þar sem karlinn og konan sitja hvort í sínuhorni stofunnar og horfa á leikara í sjónvarpinu sem fá borgað fyrir að leika mun meiri kærleikstjáningu en þau nokkurn tíma upplifa í eigin lífi! Og svo muna þau eftir tilhugalífsdögunum og andvarpa í söknuði: "Ef hlutirnir bara gætu orðið þannig á ný!" Fangar jákvæðrar fortíðar. Sama er uppi á teningnum innan starfs okkar. Jafhvel í prestsstarfinu er þessi hætta til staðar. Þegar við ættum að vera sem virkust, njótandi góðrar reynslu liðinna ára, þá læðist yfir okkur ótti við framtíðina, og við sættumst á að lifa í makindum á dýrð fortíðinnar og krafti Guðs í fortíðinni. Fangar jákvæðrar fortíðar. Og þú veist jafn vel og ég að hið sorglegasta af öllu þessu er að oft miðast mælieining hins andlega lífs okkar við það sem áður var (við þráum fortíðina þegar hjörtu okkar voru viðkvæm fyrir snertingu fagnaðarerindisins) þegar við vorum haldin miklum ákafa og helgun okkar hvað varðar hreinleika og heiðarleika var djúp og sterk. Við lítum til fortíðarinnar með söknuði og finnum huggim í orðum hins gamla sálms: "Leiddu mig til baka til þess staðar er ég mætti þér fyrst, leiddu mig til baka til þess dags, þá er ég fyrst tók trú". En þó að sú stund hafl verið dýrmæt þá leyfirþetta vers (Jes 43.18) okkur ekki að vera sátt við fangavistina, jafhvel fangavist jákvæðrar andlegrar fortíðar. Hinn mikli og hvetjandi sannleikur sem felst í þessum versum er sá að Guð kallar okkur til trúar sem er ekki takmörkuð af fortíðinni. Kaim kallar okkur til nýs Íugarfars, lífs í von um hið ókomna. att að hinu nýja. Jes 43.19 segir: "Sjá, nú hefi ég nýtt fyrir stafhi, það tekur þegar að votta fyrir því - sjáið þér það ekki?" Nýtt fyrir stafhi! Nú sjáum við hvað átt er við með orðunum: "Rennið eigi huga til hins umliðna". Við eigum ekki að gleyma blessunum Guðs í fortíðinni, heldur munu blessanir Guðs í framtíðinni taka fortíðinni fram. Guð kallar okkur frá minningunum til eftirvæntinganna, til nýrra viðhorfa, til nýrrar trúar, sem er ekki hindruð, takmörkuð eða fjötruð af fortiðinni. ÞvíaðhiðnýjasemGuðhefur fyrir stafhi mun taka fortíðinni fram. Við höfum ekki nema rétt byrjað að sjá hvað Guð getur gert. Búum okkur undir það! Búumst við því í einlægri trú að hinar nýju blessanir Guðs muni ekki koma í sama mæli og þær sem áður komu heldur munu þær verða enn meiri. En lofíð mér að bæta því við það sem ég hef áður sagt að fullkomin ameitun á því gamla, jafhvel í guðsþjónustuformi okkar, mundi vera alröng. Að lifa í eftirvæntingunni innifelur skilning á því að hið nýja byggir á því sem eldra er, á því að hið gamla vfki fyrir því sem er nýtt. Þannig þarf að skilja það sem gamalt er á nýjan hátt, hagnýta það á nýjan hátt, upplifa það á nýjan hátt. Þvi allt guðsþjónustuform krefst virkrar lifandipersónulegrartrúaref formið sjálft á ekki að verða markmið sjálfrar guðsþjónustunnar. Það er viska í eftirfarandi orðum Pauls Reece: "Eldmóður án ytra forms gefur hviklyndan lærisvein og getur leitt til tilfinningalegs ofsa og ofstækis. Enytra form án eldmóðs kallar fram í hinum kristna þá vandfysnu prúðmennsku sem einkennir líkið í kistunni." Guð hefur blessanir, tækifæri og sigra til reiðu handa þér sem munu taka öllu þvi fram sem þú hefur þekkt í fortíðinni. AðventfréUlr 2,1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.