Aðventfréttir - 01.02.1992, Síða 5

Aðventfréttir - 01.02.1992, Síða 5
Og ef þú hefiir reynt hvað Guð vill gera í lífi þínu þá ættu þessar framtíðarhorfur að fyllaþig ákafa og eldmóði - að vita það að framundan eru stórkostlegri viðburðir en þú hefur nokkum tíma áður reynt. Guð kallar okkrn- til þess að lifa í eftirvæntingunni, ekki eins og "bölsýnis - bjartsýnismaðurinn." (Sum ykkar vitið hvemig bölsýnis-bjartsýnismaðurinn hugsar. Hann trúir því að áformin muni takast en þegar þau loks takast þá er það orðið um seinan!) Nei, Guð kallar okkur til þess að vera bjartsýnisfólk. Að komast lífs af. Sem söfnuður og sem einstaklingar stöndum við frammi fyrir lamandi vandamálum. Þegar við lítum á hin margslungnu vandamál finnstokkure.t.v. eins og við séum að horfa yfir hijóstmga eyðimörk, veglausa auðn. En sá Guð sem við þjónum hefur reynslu í eyðimerkurgöngu. Taktu eftir (í 20. versi) að eyðimörkin mun halda áfram að veratil. Eyðimörkinhefurávalltveriðtil staðar. En Guð veitir manna í eyðimörkinni. Hannsértilþessaðþaðer ljós í eyðimörkinni. Hann gerir okkur kleift að halda áttum í eyðimörkinni. Svo þær nýjungar sem Guð hefur fyrir stafiii og hann hefur lofað þér og mér gefa okkur von og fögnuð og hrifningu vegna þess að frá og með deginum í dag verður allt öðmvísi. Morgundagurinn verður ekki takmarkaður af væntingum mínum. Miklu heldur, morgundagurimi ræðst af sköpunarhæfni Guðs sem á sér engin takmörk. Forsjón Guðs tryggir okkur að hinir bestu og stóikostlegustu dagar þessa safnaðar em í ffamtíðinni. Ný erfið viðfangsefni munu svo sannarlega koma í ljós. Ný vandamál til úrlausnar munu liggja fyrir. En einnig nýr vöxtur, nýjar uppgötvanir, nýir sigrar, nýirviðburðirsemveitagleði. Viðhöfum fúllvissu um þessa hluti því að loforð Guðs er byggt á krafti hans í lífi okkar og kraftur hans gefur okkur möguleika á að framkvæma það sem okkur hefur ávallt mistekist að gera í eigin krafti. í krafti Guðs er okkur kleiftaðverðaalltþaðsem okkur var upprunarlega ætlað að verða. Með krafti Guðs er okkur kleift að ná tökum á því sem ávallt hefur valdið okkur erfiðleikum. Ég hugsa rnn hann stundum. Þegar ég freistast til þess að gleyma þá hugsa ég um hann. Hann var smásnáði. Móðir hans dó þegar hann var einungis komabam. Og faðir hans, sem var að reyna að vera bæði mamma og pabbi hafði áformað að farameð hann í dagsferð. Litli drengimnn hafði aldrei farið í svona ferðalagáður, svoþað varmikil tilhlökkun og gleði á heimilinu. Áform vom lögð, gott nesti útbúið, og svo var kominn tími til þess að fara í rúmið svo hægt væri að vakna snemma næsta morgun. En eins og þið getið ímyndað ykkur gat litli snáðinn ekki sofhað. Hann velti sér fram og til baka í rúminu, tilhlökkunin var svo mikil, og hann var alltaf að hugsa um morgundaginn. Að lokum stökk hann fram úr rúminu og hljóp inn í svefhherbergi til pabba síns sem var í þann veginn að sofha. Ogþegar snáðinn hristi pabba sinn opnaði hann augun. "Hvað ert þú að gera á fótum ennþá?", spurði pabbi. "Ég get ekki sofið", svaraði drengurinn. "Hvers vegnaekki?" spurði pabbi. "Pabbi, ég hlakka svo mikið til á morgun!" Pabbinn svaraði: "Ég skil að þú hlakkar mikið til en ef þú ferð ekki í rúmið flj ótt og sofhar þá verður dagurinn á morgun ekki nærri því eins skemmtilegur. Þess vegna skalt þú drífa þig inn í rúmið þitt og sofha alveg eins fljótt og þú getur." Svo það varð úr að snáðinn labbaði hægt eftir ganginum að herbergi sínu og fór í rúmið. Og áður en langt um leið sofnaði pabbi. En litli drengurinn gat ekki sofið og litlu seinna vaknaði pabbinn við það að litlar hendur ýttu við honum á ný. Enáðurenreiðilegorðgátumyndast á vörum hans sá hann í augum sonar síns afleiðingar vöntunar á móður sem var löngu farin og einmaxmaleika bams sem hafði verið skilið eftir eitt of lengi. Og hann fann granna handleggi veflast um háls sér og heyrði orðin: "Pabbi, mig langaði bara til þess að þakka þér fyrir það sem verður á morgun!" Eftilvillmuntþúviljahaldaþví ffam að þú sért ekki lengur bam og að lífið sé þér meira en bíltúr. Þó að þetta sé að öllum líkindum satt þá er það einnig rétt að strax nú í dag býður Guð þér að lifa eftirvæntingarfullu lífi í trú áloforð hans: "Sjá, ég hefi eitthvað nýtt fyrir stafhi." BARNAHVÍLDARDAGSSKÓLINN í REYKJAVÍK Endurbætur á aðstöðunni Miklar endurbætur hafa farið fram á herbergjum bamahvíldardagsskólans í Reykjavík. Þetta hefur allt verið unnið í sjálfboðavinnu og fé safhað til ff amkvæmdanna með ýmsu móti. Óhætt er að segja að bylting hafi orðið í þessum herbergjum og útkoman til mikillar fyrirmyndar. Bðrn I eldri deild hvildardagsskólans ásamt kennara stnum. Bðrn t'yngri deild barnahvíldardagsskólans ásamt foreldrum og kennurum. Aðventfréttlr 2,1992 5

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.