Aðventfréttir - 01.02.1992, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.02.1992, Blaðsíða 8
AÐALFUNDUR VESTUR-NORRÆNA SAMBANDSINS METUR NÚVERANDISTÖÐU SAMBANDSINS OG LEGGUR FRAMTÍÐARÁFORM himmerlandsgAredn, DANMÖRK - Auka-aðalfundur Vestur- norræna sambandsins var haldinn að Himmerlandsgárden 16. og 17. februar 1992. Tilgangur fundaríns var aðallega sá að gera fulltrúum grein fyrir fjárhags- stöðu starfsins í Danmörku og Noregi eftir hin alvarlegu fjárhagslegu áfoll sem safhaðarstarfíð hefur orðið fyrir vegna stj órnarákvaröana og rekstrastöðu sumra af stofhunum Sambandsins. Það sem olli mestu tapi var gjaldþrot Nutana verksmiðjanna bæði í Danmörku og Noregi. Nutana var hluti samtakanna "Nordisk Filantropisk Selskab" - NFS, en innan þeirra samtaka voru einnig Skodsborg heilsuhælið og Sjúkraþjálfunarskólinn í Skodsborg. Vegna slæmrar rekstrarafkomu Nutana vorutekinlánsem Skodsborgheilsuhælið ábyrgðist. Þannig hefur þetta virta heilsuhæli í Danmörku nú orðið fórnarlamb fjárhagsstöðu NFS eftir gjaldþrot Nutana verksmiðjanna. Við upphaf fundarins gerðu stjómendurVestur-norrænasambandsins fundinum grein fyrir því að persónuleg framtíðarstaða þeirra væri alfarið í höndum fundarins. Fulltruarnir óskuðu eftir því að fundarskráin innifæli einnig umræður um framtíðarskipulag Sambandsins. Rolf H. Kvinge, formaður, og Jóhann E. Jóhannsson, fjármálastjórí, gerðu fundinum grein fyrir stöðu mála í hreinskilni og á opinskáan hátt. Stjórnendirm Sambandsins var gefið tækifærí til þess að skýra ák varðanir sínar og núverandi stöðu mála þannig að safh- aðarfólkið fengi sem ýtarlegastar upplýsingarum þær kringumstæður sem leiddu til þessarar mjög svo alvarlegu fjárhagsstöðu Vestur-norræna sambandsins. Stjórnendurnir skýrðu frá því að hluti vandans væri arfleifð fyrri tíma ákvarðana og að einnig hafi núverandi fjárhagsástand þjóðfélagsins í Danmörku og Noregi haft mikil áhrif. Einnig er greinilegt að ýmsum persónum og stjórnum hafa orðið á mistök gegnum árin. Það stjóraskipulag sem söfhuðurinn býr við og sú aðferð ákvörðunartöku sem notuð er innan safnaðarins dreifir ábyrgðinnimjögvíðaenSambandiðrekur milli 20 og 3 0 stofhanir þar á meðal skóla og heilsustofhanir. Á meðan á umræðum stóð kom það greinilega í ljós að ýmsar breytingar á persónum í forystu Sambandsins væru óumflýjanlegar og skýr merki voru einnig gefin þess efhis að breytingar þyrftu að verðaástjórnskipulagiþess. "Söfhuðurnir í Danmörku ogNoregi hafa starfað saman stjórnskipulagslega séð í 60 ár. Samstarf í gerð áforma, samnýting og sameiginleg fj ármögnun hefur haft blessanir í för með sér. En á hinn bóginn hefur safnaðarmeðlimum ekki fjölgað undanfarin ár. Einnig hefur sá tími og sú orka sem leiðtogar Sambandsins hafa þurft að leggja í stjórnun og eftirlit með stofhunum gefið þeim lítið svigrúm til þess að helga sig öðrum atriðum, sér í lagiboðunarhlutverkisafhaðarins. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort tími sé til þess kominn að varpa fram spurningunni: Er til betri leið?", sagði Jan Paulson, formaður Stór-Evrópudeildarinnar, sem var viðstaddur aðalfundinn á Himmerlandsgárden. Fulltrúar fundarins vörpuðu fram þeirri hugmynd að Sambandinu yrði skipt í tvennt þannig að söfhuði mir í Danmörku og Noregi ynnu hver fyrir sig. Skref í átt að skiptingu Sambandsins munu verða til athugunar næstu mánuði. Aðalfundir hina ýmsu samtaka Sambandsins sem fram munu fara næstkomandi vor munu hafa mögulega skiptingu á Sambandinu á sinni fundarskrá. Eftir ýtarlegar umræður og nákvæma athugun kom fram tillaga um breytingar á leiðtogum Sambandsins og var hún samþykkt af fulltrúum fundarins. Fram kom á fundinum að þessar aðgerðir drægju ekki í efa persónuleg heilindi og ráðvendni safnaðarleiðtoganna. Eftirfarandi aðilar voru kosnir til að vera stjóraendur Sambandsinstil bráðabirgða þangað til endanleg tillaga um skiptingu Sambandsins yrði lögð fram: Helge Andersen, formaðiu", en hann hefur í mörg ár þjónað sem formaður Samtaka safhaðannaí Vestur-Danmörkuogeinnig sem formaðurNígeríusambandsins. Hann tekur við formennsku Vestur-norræna sambandsins eftir að hafa verið í forsvari fyrir Þróunarsamvinnustofhuninni innan Sambandsins (ADRA). Jóhann E. Jóhannsson var beðinn um að taka að sér ritara-fjármálastjóraembætti Sam- bandsins. Aðalfundurinn á Himmerlands- gárden þakkaði Rolf H. Kvinge, fráfarandi formanni, og John Pedersen, fráfarandi ritara, fyrir helgun þeirra í starfi og þá elju og atorku sem þeir lögðu í starf sitt á undangengnu mjög erfiðu tímabili í sögu Vestur-norræna sambandsins. Eftir fundinn sagði Jan Paulsen eftirfarandi: "Ákvarðanirþærogtillögur um skiptingu Vestur-norræna sambandsins sem fram hafa komið á þessum fundi ættu ekki að túlkast sem vísbending þess að upplausnarandi hafi gripið um sig innan andlegrar fjölskyldu sem er orðin vonsvikin og þreytt á sambúðinni. Frekar ætti að skilja þessi skref, ef afþeim verður, sem vísbendingu um þörf fyrir sjóraendur starfsins í Danmörku og Noregi að helga sig algjörlega uppfyllingu andlegra þarfa safnaðanna í hvoru landi fyrir sig og því að efla boðunarstarf safhaðarins. Sú breyting sem lagt er til að verði er tilraun tilþess aðkomast nærþörfum safnaðanna í hvoru landi fyrir sig og finna virkari og betri leið til þess að nýta fjármuni safhaðarins." JanPaulsensagðiaðlokum: "Hlutverk safhaðarrns er að ljúka verki Guðs. Ef til er betri aðferð til þess að koma þessu verki í framkvæmd en sú sem við höfum nýtt hingað til ættum við að láta einskis ófreistað að uppgötva hana." ANR3/92 ACappella... f 4» - & ...svart á hvítu Snælda ACappella er nú fáanleg hjá skrifstofu Samtakanna, Suðurhlíð 36. Verð er Kr. 900 og rennur allur ágóði til tækjakaupa ACappella. Snælduna er einnig hægt að fá heimsenda með því að hafa samband við Janna (92-12477) eða Guðmund (92-11066), og bætist þá við sendingarkostnaður. Aðventfréttlr 2,1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.