Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 1

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 1
AÐVENT FRÉTTIR 55. Árg. - 3. tbl. 1992 HEIMSOKN ROBERTS S. FOLKENBERG TIL ISLANDS Nýlega ferðaðist formaður aðal- samtaka Sjöunda dag aðventista, Ro- bert S. Folkenberg, um í Stór- Evrópudeildinni og kom þá við hér á Iandi dagana 29.- 31. maí s.l. eins og flestum innan safnaðarins hér er kunnugt um. Með Folkenberg í för voru tveir kaupsýslumenn, leikmenn innan safnaðarins, að nafni Tem Su- arez og Terry Moreland. Föstudaginn 29. maí heimsóttu þessir menn, í fylgd undirritaðs, biskup íslands, herra Ólaf Skúlason og forseta Islands, Vigdísi Finnboga- dóttur. Bæði biskupinn og forsetinn tóku við árituðu eintaki af nýútgefinni sálmabók safnaðarins, sem var vel tilfallin gjöf í tilefni árs söngsins. Seinna þennan dag heimsóttu gestirnir stofnanir safnaðarins, bæði Suðurhlíðarskóla og hina verðandi menningarmiðstöð þar og Hlíðar- dalsskóla. Á hvíldardeginum prédikaði Fol- kenberg fyrir húsfylli í kirkjunni í Reykjavík að viðstöddum biskupi Is- lands. Efni hans var: „réttlæti fyrir trú". Safnaðarmeðlimir Suðurnesja- safnaðar, Árnessafnaðar og Hafnar- fjarðarsafnaðar voru þátttakendur í guðsþjónustunni og féllu samkomur því niður í viðkomandi söfnuðum. Allt þetta fólk tók einnig þátt í „lukkupotti" í Suðurhlíðarskóla síð- degis þennan dag þar sem Folken- berg sagði stuttlega frá starfi safnað- arins á ýmsum stöðum í heiminum. Á sunnudagsmorgni þ. 31. maí héldu gestirnir áfram ferð sinni en þeir komu við í Ungverjalandi, Pól- landi, Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi áður en þeir snéru aftur til Ban- daríkjanna. Við munum lengi búa að góðum og uppörvandi boðskap formanns Aðal- samtakanna og óskum honum vel- farnaðar og Guðs blessunar í hinu á- byrgðarmikla starfi hans. Eric Guðmundsson NYR SOFNUÐUR I HAFNARFIRÐI Hvíldardaginn 21. mars var há- tíðis- og fagnaðardagur í sögu safn- aðarins á Islandi. Þann dag var nýr söfnuður stofnaður í Hafnarfirði. Hátíðarsamkoma var haldin í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strand- götu, Hafnarfirði og voru þar komnir saman um 150 einstakling- ar. Eric Guðmundsson, formaður Samtakanna, ávarpaði samkomu- gesti. Lilja Guðsteinsdóttir sagði frá sögu safnaðarins í Hafnarfirði og er ávarp hennar birt hér í blað- inu. Steinþór Þórðarson, safnaðar- prestur hins nýja safnaðar flutti hugvekju þar sem hann undirstrik- aði hversu ríkur þáttur boðun er í safnaðarlífi okkar. Tónlist setti sterkan svip á sam- komuna og margar góðar gjafir bárust hinum nýja söfnuði frá Samtökunum og systursöfnuðun- um. Tekin voru upp samskot í byggingasjóð nýja safnaðarins og gáfu samkomugestir alls rúm 47.000 kr. Söfnuðurinn færir gef- endum sínar bestu þakkir. Hápunktur samkomunnar var þegar 26 einstaklingar stigu fram og skráðu sig sem stommeðlimi nýja safnaðarins, þar af voru 7 sem ekki enn hafa tekið skírn en áforma það í náinni framtíð. Hinn nýji söfnuður hefur ekki sitt eigið húsnæði til að koma saman í, en til að byrja með verða samkom- ur haldnar á hvíldardögum kl. 10:00 í félagsheimilinu Vitanum, Strand- götu 1. Þangað eru allir velkomnir. Þröstur B. Steinþórsson. * ¦pll - c^lfe f háL. -" W> ¦^Hr ! 1 ' n' r Margmenni á stofnunarhátíð íHafnarfirði.

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.