Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 2
PRÓRSIfflNN Hann hafði allt til að bera, var ungur að árum og hraustur. Forledrar hans voru efnaðir, hann gekk að eiga sína æskuást og þekkti Guð persónulega. Framtíðin blasti við honum. Jú, vinir hans gerðu stundum smá gys að trausti hans á Guði, hann væri allt of barnalegur í trú sinni. En hvað með það? Guð hafði reynst honum vel. Dag einn kom Guð að máli við hann persónulega og sagði „Abram, ég vil að þú flytjir þig burt héðan og farir í annað land." „Hvert Drottin? Hvert viltu að ég fari?" get ég ímyndað mér að hann hafi spurt. Sjálfur hefði ég vafalaust komið með margar spurningar. En Drott- inn svaraði einfaldlega: „Treystu mér, Abram, ég skal leiða þig. Leggðu bara af stað." Með það sama var sýnin á enda. Abram vaknaði og hugleiddi þessa sýn. Hver myndu viðbrögð þín vera við svona boðskap frá Guði? Kæmu ótal spurningar í huga þinn: Hvers vegna? Hvert á ég að fara? Af hverju? Hvaða gagn er af þessu? Þetta er of dýrt. Hvað með vini mína og fjölskyldu? Hvað með mín áform? Vinir Abrams tendruðu neista efasemda í brjósti hans. En Abram var ekki í neinum vafa. í huga has kom Guð númer eitt, sama hvað það kostaði, sama hver afleiðing væri. Hann hafði tekið þá ákvörðun að treysta Drottni Guði fyrir öllu lífi sínu. Svo hann lagði einfaldlega af stað út í óvissuna - en með Guð sér við hlið. Seinna á æfi sinni reyndi meira á þetta traust Abrams og fékk hann þá nýtt nafn - Abraham. Honum gekk misjafnlega að treysta Guði, en loka prófsteinninn sýndi svo ekki var um villst að Abraham hafði lært að leggja allt í hendi Guðs. Það virtist óskynsamlegt að fórna syni sínum. Þau hjónin voru orðin gömul. ísak var þeirra eina barn og eina von um að loforð Guðs myndu rætast. Átti hann að taka þá áhættu? Gat ekki verið að þetta væri einhver blekking? Nei, Abra- ham þekkti rödd Guðs, hann vissi að Guð hafði talað. Abraham hafði einnig lært að treysta Guði, því lagði hann af stað án þess að spyrja, án þess að hika. Þung voru skref hans og margar hugsanir fóru um huga hans en þær breyttu engu um ákvörðun hans. Hvaða prófsteinar hafa orðið á vegi þínum? Staðreyndin er að Guð leggur fyrir alla menn prófsteina um hollustu og traust. Ekki svo mikið sín vegna, því hann þekkir okkur vel. Heldur miklu fremur okkar vegna að við mættum læra að þekkja okkur sjálf betur og treysta Guði. Tveir eru þeir prófsteinar sem verða á vegi allra manna: Hvíldardagurinn og tíund. Guð leiðir okkur að þessum prófsteinum svo við mættum sjá okkur sjálf í réttu ljósi. Hvað er okkur þýðingarmest? Treystum við Guði fyrir velferð okkar? Er Guð okkur það þýðingarmikill að við séum fús til að helga honum stórann hluta af tíma okkar og fjármunum? Þegar við hikum er það ef til vill ekki fyrst og fremst vegna þess að við erum í vafa um hvað rétt sé heldur frekar vegna þess að við erum ekki tilbúin til þess að treysta Guði óhikað eins og Abraham? Við viljum svo gjarnan sjálf halda um stýrið. Guð lofar að blessa okkur og sjá fyrir velferð okkar ef við aðeins leyfum honum að stjórna daglega lífinu. I Jes 58.13,14 er eitt loforða Guðs um blessun þeim til handa sem heiðra hvíldardag hans, sjöunda daginn: Þú munt gleðjast óumræðilega, fá að njóta eilífa lífsins og bruna fram á hæðum landsins í velfarnað og hamingju. Og í Ml 3.10 skorar Guð á okkur að reyna sig. Hann lofar að blessa okkur efnislega ef við aðeins leyfum honum að vera fyrstar í lífi okkar. Prófsteinar Guðs eru ekki bundnir við tíund og hvíldardaginn. Hvert og eitt okkar er mismunandi og Guð leiðir okkur að þeim at- riðum sem hefta samband okkar við sig. Munið eftir unga ríka manninum. Hann kom að máli við Jesú og vildi fá að fylgja honum. Jesús sá að hann var einlægur, en samt bar skugga á. Ungi maðurinn elskaði auð sinn meira en Guð. Jesús benti honum á þetta. Þegar ungi maðurinn sá að hann yrði að velja, að hann gæti ekki þjónað tveim herrum, fór hann hryggur burt. Hann féll á prófi sínu. Samkvæmt spádómum Opinber- unarbókarinnar eru framundan erf- iðir tímar. Þá mun reyna á traust okkar og hollustu gagnvart Guði. Munt þú standast þá raun? Hvers- dagslegir prófsteinar nútímans búa okkur undir stærri prófsteina fram- tíðarinnar. Guði séu þakkir fyrir að náð hans nægir. Ef við setjum hann efstan og fremstan í lífi okkar í dag þá hefur Jesús frjálsar hendur til að starfa í lífi okkar og fullkomna end- urlausn okkar. Þröstur B. Steinþðrsson. AÐVENTFRÉTTIR 55. árgangur-3. 1992 Útgefendur: Sjöunda dags aðventistar á íslandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eric Guðmundsson. Ritstjórn: Eric Guðmundsson, Kristinn Ólafsson, Þröstur B. Steinþórsson. Prentvinnsla: Prenttækni hf. Aöventf réttir 3.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.