Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 3

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 3
FRETTIR AÐ UTAN - FRETTIR AÐ UTAN - FRETTIR AÐ UTAN FYRSTA SKIRNIN IALBANIU 18. apríl var sögulegur dagur fyr- ir starf aðventista í Albaníu. Frá því að land þetta bannaði öll trúar- brögð í byrjun seinni heimsstyrj- aldar og lýsti sig land algers trú- leysis hefur ekkert skipulagt starf farið fram á vegum aðventsafnað- arins þar. í apríl fór samt fram skírnarhátíð í Albaníu, þar sem átta persónur sameinuðust söfnuðin- um. Fyrsti einstaklingurinn sem tók skírn þennan dag var Meropi Gjika, en hún hafði beðið þessa dags í 51 ár. Hún er nú 87 ára að aldri. Mer- opi kynntist boðskapnum fyrir til- stilli Daniels Lewis en hafði ekki tekið skírn vegna þess að Daniel hafði ekki réttindi til þess að skíra. En hún taldi sig meðlim safnaðar- ins og í meira en 40 ár hefur hún haldið tíund til haga fyrir starfið. Eftir skírnarathöfnina sagði Mer- opi: „Ég þakka Guði fyrir þennan dag, fyrir það að draumur minn varð að veruleika". Á meðal þeirra sem einnig tóku skírn þennan dag voru dóttir Meropiu, Margerita og barnabarn, Esther. Esther starfar nú sem ritari aðventsafnaðarins í Albaníu. Skírnarathöfnin var einnig sér- stök vegna Aferidita Hasan og son- ar hennar, Sokol. Þau mæðginin skírust saman og einnig Violeta Mita, sem sagðist hafa þráð það í mörg ár að mega skírast. Tvær ungar konur, Lisena Gjebrea og Mimoza Poska, sem eru úr múslím- skri fjölskyldu, tóku einnig skírn. Þá var skírnarathöfnin einnig sérstök reynsla fyrir frú Floru Sabatino - Lewis, ekkju Daniels Lewis og dóttur þeirra Esther og fjölskyldu. Þau búa í Korce og þrá að koma á fót einum af hinum fyrstu aðventsöfnuðum Albaníu þar. Áður en skírnin átti sér stað vitnuðu skírnarþegarnir um hina miklu trúmennsku Daniels og Floru Lewis en hinn brennandi áhugi þeirra fyrir boðun boðskaparins var óslökkvandi þrátt fyrir harðvít- uga andstöðu og ofsóknir. Sæðið sem sáð var á fjórða og fimmta ára- tugnum vegna þrotlauss starfs Daniels hefur nú borið ávöxt. David Currie, sem framkvæmdi Skírnarþegar í Tírana. Meropi er fjórða frá vinstri. Mynd: R. Dabrowski. Tíundarpeningar Meropiar: Afrakstur trúmennsku í 47 ár. Mynd: R. Dabrowski. skírnina, sagði m.a.: „Það er okkur mikið gleðiefni að starf aðventsafn- aðarins hefur nú öðlast fótfestu í Albaníu. Þetta er frumkjarni safn- aðar í Tirana. Sjö ungmenni í viðbót munu taka skírn innan skamms." Skírnarathöfnin fór fram í þeim húsakynnum sem áður var safn nefnt til heiðurs Enver Hoxha, ein- ræðisherra. Nú eru þessi húsa- kynni nýtt sem alþjóðleg æsku- lýðsmiðstöð. Hoxha lýsti öll trúarbrögð ólögleg og sem komm- únískur einræðisherra stóð hann fyrir hinum harkalegustu trúarof- sóknum okkar tíma. Einn þeirra sem báru vitnisburð við skímina í Tírana sagði eftirfar- andi: „Öll þessi ár hefur trúin lifað hið innra með einstaklingum í hjörtum þeirra. Engin mannleg á- hrif hafa megnað að þurrka hana út og stöðva sigurgöngu sannleik- ans." Sannarlega, fagnaðarerindið mun sigra, einnig í Albaníu! SKOLASLIT ¦ NEWBOLD COLLEGE 7. júní s.l. voru skólaslit Newboldskólans en skólaárið 1991/ 2 var 90. rekstrarár skólans. Einnig fór fram nafngjafarathöfn á þrem af byggingum skólans þennan dag í tilefni afmælisársins. Bókasafn skólans var nefnt Graham Library eftir Dr. Roy Gra- ham, fyrrverandi rektor skólans. Húsakynni prestadeildar skólans voru nefnd Murdock Hall eftir Dr. William G.C. Murdock einnig fyrrverandi rektor skólans. (William var bróðir Lamonds Murdock sem var söfnuðinum á Islandi að góðu kunnur). Ný vist skólans var nefnd Schuil House eftir Dr. Philip Schuil, ein- hverjum merkasta kennara sem prestadeild Newboldskólans hefur átt. Allir þessir menn eru nú látnir, en ekkjur þeirra voru viðstaddara athöfnina. Einn þeirra nemenda sem lauk prófi með BA í guðfræði frá Newbold í vor var Lilja Armannsdóttir. Aðventfréttir óska henni innilega til hamingju með árangurinn og Guðs blessunar. Þeir sem útskrifuðust með BA í guðfræði frá Newboldskólan- um 1992. Lilja Ármannsdóttir er önnur f.v. í fremstu röð. Aðventfréttir3.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.