Aðventfréttir - 01.03.1992, Side 4

Aðventfréttir - 01.03.1992, Side 4
SAMBAND KIRKNA SKIPULAGT í DANMÖRKU VEJLEFJORD, DANMÖRKU - Eftir 4 daga aðalfund ákváðu fulltrúar safnaða Sjöunda dags aðventista í Danmörku að sækja um stöðu Sambands kirkna þar eð Samtök aðventsafnaðanna í Austur- og Vestur-Danmörku sameinuðust í eina heild og talið hefur verið fýsi- legt að slíta samstarfi í núverandi Vestur-Norræna Sambandinu. (Eins og flestir innan safnaðarins vita er hið hefðbundna stjórnunar- form starfsins að söfnuðir mynda með sér samtök sem svo aftur sameinast í samband. í Danmörku hefur skipulagsþrepinu samtök verið sleppt vegna smæðar starfs- ins þar.) Þessi breyting veldur því að núverandi Vestur-Norræna Sambandið mun hætta tilveru sinni 1. október n.k.. Gunnar Pedersen, sem hefur starfað sem biblíukenn- ari við Vejlefjordskólann s.l. 6 ár, var kosinn formaður hins nýja Sambands kirkna. Hið nýja stjórnskipulag safnað- anna í Danmörku felur einnig í sér tilraun til þess að leysa formanninn undan ýmsum stjórnskipulagsleg- um störfum með því að skipa sér- stakan formann stjórnar Sam- bandsins. Helge Andersen, formaður hins núverandi Vestur- Norræna Sambands, var beðinn um að taka þessa stöðu, en hann mun einnig halda áfram að starfa sem forstöðumaður ADRA. Samkvæmt Dr. Jan Paulsen, for- manni Stór-Evrópudeildarinnar, er þessi skipting á stjórnskipulags- legri ábyrgð til komin vegna hinna margvíslegu fjárhagsvandamála sem söfnuðurinn f Danmörku stendur andspænis eftir að hafa tapað bæði Nutanaverksmiðjunni og Skodsborgarhælinnu. „Þetta er auka varnagli sem er í því fólginn að hafa breiðari þátttöku í skipulagn- ingu og ákvörðunartöku og ég er sannfærður um að þetta fyrir- komulag mun þjóna söfnuðinum vel í Danmörku næstu 5 árin“, sagði Dr. Paulsen. „Við erum í mikilli þörf fyrir að finna nýja og trausta leið til þess að bjarga rekstri þeirra stofn- anna sem við eigum eftir,“ bætti hann við. Aðalfundurinn sem haldinn var á Vejlefjordskólanum 2. - 5. júlí hófst með nokkuð hvössum umræðum um ástæðurnar fyrir núverandi fjárhagslegum erfiðleikum starfsins í Danmörku. Nokkur spenna kom í ljós milli starfsmanna safnaðarins annars vegar og leikmannanna hins vegar en fulltrúar fundarins voru mjög sáttir við lokaniðurstöður fundarins. Margir fyrrverandi stjórnendur stofnanna og einnig leiðtogar safnaðarstarfsins gengu fram á fundinum og viðurkenndu mistök sín og báðust fyrirgefningar safnaðarins á stjórnunarafglöpum og því óorði sem komist hafði á starf safnaðarins vegna ákvarðanna þeirra. „Við höfðum hreinlega ekki vit á því að fást við málin á réttum tíma“, viðurkenndi einn þeirra. Fulltrúar fundarins brugðust við með því að samþykkja að vilja fyr- irgefa að fullu og samstarfa að nýju í því að byggja upp jákvæða ímynd safnaðarins í Danmörku. Philip Philipsen var kosinn rit- ari/fjármálastjóri Sambandsins. Hann gengdi sömu stöðu í Austur- Dönsku Samtökunum. Deildarstjóri æskulýðsdeildar, David Dorland, og leikmannadeildar, Kaj Pedersen, voru einnig kosnir til starfa en aðrir deildarstjórar munu verða út- nefndir af komandi stjórn Sam- bandsins. Meira en 700 safnaðarmeðlimir tóku þátt í hvíldardagsguðsþjón- ustu fundarins, og einnig í síðdeg- issamkomunni sem sérstaklega fjallaði um boðunarstarf. (ANR- Walder Hartman). SKODSBORGARHÆLIÐ LOKAR DYRUM SÍNUM KAUPMANNAHÖFN, DANMÖRKU - Allar tilraunir þess efnis að selja Skodsborgarhælið hafa verið árangurslausar. Samningafundir undanfarna mánuði með hópi fjár- festenda glæddi vonir stjórnar hælisins um það að takast myndi að selja stofnunina í stað þess að þurfa að grípa til þess örþrifaráðs að lýsa hana gjaldþrota. En 1. júlí s.l. gáfust samningsað- ilar upp á að reyna að finna kaup- endur og hvöttu stjórn hælisins til þess að lýsa stofnunina gjaldþrota. Samkvæmt Walder Hartman, al- menningstengslaritara Sjöunda dags aðventista í Danmörku, fengu stjórnendur hælisins 10 daga til þess að rýma hælið öllum gestum og sjúklingum. „Tímabil í sögu heilsustarfs okkar í Danmörku er á enda“, sagði Hartman. Lokun Skodsborgarhælisins þýðir atvinnumissi fyrir 140 starfs- menn sem margir hverjir eru með- limir safnaðarins og ef að líkum lætur mun Skodsborgarsöfnuður- inn einnig þurfa að leita sér að nýrri kirkju. Á sama hátt mun Sjúkra- þjálfunarskóli Skodsborgar Ieita sér að nýju húsnæði. Samt sem áður er það von manna að skólinn, sem hafði 90 nemendur í námi s.l. skólaár, muni halda áfram starf- semi sinni sem stofnun Sjöunda dags aðventista en skólinn hefur verið gerður að sjálfstæðri stofnun. Nýlega kölluðu yfirvöld mennta- mála í Danmörku Skodsborgarskól- ann besta sjúkraþjálfunarskóla Danmerkur. Skodsborgarhælið var grundvall- að árið 1898 af Dr. Carl Ottesen sem þá kom aftur til Danmerkur frá Battle Creek heilsuhælinu í Michic- an í Bandaríkjunum. Dr. Ottesen hafði orðið fyrir áhrifum aðferða Dr. Kelloggs í Bandaríkjunum og hann grundvallaði Skodsborgar- hælið eftir hinni bandarísku fyrir- mynd. Sumar af byggingum hælis- ins voru áður eign dönsku krún- unnar. Á tímabili í upphafi sögu hælisins var það uppnefnt meðal almennings: „Steinselju kastalinn“. í áranna rás hafa þúsundir sjúk- linga notið frábærrar læknismeð- ferðar og heilsusamlegs fæðis á hælinu og hinna sérstöku andlegu áhrifa sem þar hefur gætt. Árið 1991 var mikið ólgutímabil í sögu hælisins þegar fjárhagsleg vandamál Nutana heilsu- vörufyrirtækisins skoluðu yfir Skodsborg líkt og flóðbylgja. Nut- ana, sem áður hafði náð góðum ár- angri sem framleiðandi og dreifiað- ili heilsufæðis, var hluti þess félagsskapar sem kallast Nordisk Filantropisk Selskap - NFS, en Skodsborgarhælið og Sjúkraþjálf- unarskólinn voru einnig hluti þessa félagsskapar. Skodsborgarhælið á- byrgðist mikil lán sem tekin voru til þess að standa straum að stórfeld- 4 Aðventfréttir 3.1992

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.