Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 5
um rekstrarhalla og fjárfestingum Nutana fyrirtækisins. Þegar Nutana varð gjaldþrota varð þetta virta heilsuhæli í Danmörku því fórnar- lamb fjárhagsstöðu NFS. Fjöldi tilrauna voru gerðar til þess að bjarga Skodsborgarhælinu. M.a. fjárfesti söfnuðurinn í hælinu til þess að bæta stöðuna og þannig laða mögulega kaupendur að. Ýmsar hugmyndir um framtíðar- nýtingu á stofnuninni voru skoðað- ar en engar þeirra gátu orðið að veruleika nógu snemma til þess að komast hjá yfirvofandi gjaldþroti. Nýir stjórnendur Skodsborgar- hælisins sem tóku við störfum 4. mars s.l. fundu ekki ástæðu til þess að biðja söfnuðinn um frekari fjár- framlög og 1. júlí var Skodsborgar- hælið lýst gjaldþrota eins og áður sagði. Særstu lándadrottnar heilsuhælisins eru bankar og ýmis fjárfestingafélög. Vegna ákvörðun- ar um að lýsa yfir gjaldþroti hafa laun starfsmanna hælisins verið tryggð fyrir lagaákvæði ríkisstjórn- arinnar. Mjög skiljanlega hefur tap Skodsborgarhælisins orsakað mikla sorg og söknuð meðal margra bæði innan og utan Dan- merkur. Walder Hartman bætir við: „Tilfinningar margra innan að- ventsafnaðarins eru særðar djúpu sári. En eins og komist var að orði í dagblaðinu Kristelig Dagblad: „Aðventistar eru að selja eignir sínar. Það eina sem þeir eiga eftir er trúin." (ANR-Walder Hartman). LEYNDARDOMAR » Leyndardómar ný- aldar Ný bók er komin út hjá Frækorninu- bókaforlagi aðventista: „Leyndardómar nýaldar". Nú er tækifæri til þess að eignast bók sem kynnir uppruna þeirra yfirnáttúrulegu afla og þess spádómslega boðskapar sem er að leiða hinn vestræna heim inn í nýja andlega reynslu. Þú færð svar við eftirfarandi spumingum varðandi nýöldina: - Hvers vegna er andaboðskapur nýaldar talinn af milljónum vestur- landabúa það besta sem þeir hafa nokkurn tíma heyrt? - Hverju sætir hinn mikli áhugi á hindúisma og öðrum austrænum trúar- brögðum innan nýaldarhreyfingarinnar? - Hvernig er mávur að nafni Jónatan og kvikmyndirnar "Star Trek" tengdar nýaldarhugmyndafræðum? - Ættu kristnir menn að samstarfa með þessari hreyfingu? Höfundur bókarinnar var aðstoðaritstjóri tímaritsins Ministry, sem er prestablað aðventsafnaðarins. Hann heldur námskeið víða um nýaldar- hugsun og tengsl hennar við hugmyndafræði kristninnar. Pappírskilja (saumuð) 173 bls. Verð kr. 1.200,00 - Afsl. fyrir safnaðarfólk. Arnað heilla Arnað heilla Einar Sigurbjartur Jónsson og Þórdís Malmquist voru gefin saman í Að- ventkirkjunni í Reykjavík þ. 4. júlí s.l. af Steinþóri Þórðarsyni. Þau Einar og Þórdís búa nú að Efsta- leiti 12, Reykjavík. " "~"^^H Á m ¦ 1 ^S 3 WL \ gjfcr^^B WL' j' ,t^J t\f\jEi' '^Éi .. ^æ Thomas Edward Huntress og Mar- grét Harpa Stein- þórsdóttir voru gefin saman þann 11. júlí s.l. í Ytri- Njarðvíkurkirkju af bróður brúðarinn- ar, Þresti B. Stein- þórssyni. Þau Tom og Margrét Harpa búa nú í Alabama fylki í Bandaríkjun- um. Margrét Harpa stundar þar nám í uppeldisfræðum en Tom er grunn- skólakennari. Aðventfréttir3.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.