Aðventfréttir - 01.03.1992, Page 6

Aðventfréttir - 01.03.1992, Page 6
STUTT ÁGRIP ÚR SÖGU AÐVENTISTA í HAFNARFIRÐI Flutt afLilju Guðsteinsdóttur á stofnunarhátíð Hafnarfjarðarsafnaðar 21. mars s.l. Þeir sem ekki þekkja til gætu haldið að boðun og starf aðventista í Hafnarfirði sé rétt nýbyrjað. Hins vegar, þegar lesið er í gömlum heimildum safnaðar aðventista á íslandi, kemur í Ijós að gróskumikið boðunarstarf átti sér stað víða um landið á öðrum og þriðja áratug þess- ara aldar. Margir söfnuðir voru skipulagðir, þeir urðu alls 14 talsins, og á meðal þeirra var einmitt söfnuður hér í Hafnarfirði. Sjötta febrúar, árið 1915, skírði O.J. Olsen 26 einstak- linga sem aðeins 22 mánuði síðar, eða 17. apríl, settu formlega á stofn söfnuð aðventista í Hafnarfirði. í fyrstu var hér öflugt safnaðarstarf þrátt fyrir talsvert mótlæti sem söfnuðurinn varð fyrir vegna misskilnings og for- dóma almennings. Olsen hafði búsetu hér í Hafnarfirði í eitt ár og þá réðst söfnuðurinn af stórhug í að byggja sitt eigið samkomuhús. Samkomuhúsið hlaut hafnið Salem og er enn við lýði að Gunnarssundi hér í miðbæ Hafnarfjarðar. Þegar gengið er upp Gunnarssund er það efsta húsið á vinstri hönd sem um er að ræða. Húsið er nú notað sem íbúðarhús. Á meðal fyrstu meðlima aðventsafnaðarins í Hafnar- firði má nefna hjónin Guðmund Pálsson og Katrínu Björgólfsdóttur, en Guðmundur starfaði lengi sem boð- beri sannleikans og vann ötullega að málefnum safnað- arins, m.a. fyrir Biblíubréfaskólann. Flestir innan safn- aðarins þekkja Guðrúnu Franklín, dóttur Guðmundar. Aðrir meðlimir safnaðarins í Hafnarfirði frá fyrstu tíð voru Sólrún Jónsdóttir systir Einars Andréssonar sem var starfsmaður á búinu að Hlíðardalsskóla um tíma. Þá má nefna Bjarnfríði Benjamínsdóttur, móður Dagbjart- ar Jónsdóttur Langelyth, og Lovísu Jónsdóttur, systur Dagbjartar. Einnig voru hjónin Gróa Þórðardóttir og Jóhann Jónsson meðlimir safnaðarins, en þau voru for- eldrar Kristrúnar Jóhannsdóttur matvælafræðings, sem nú er látin. Að sjálfsögðu mætti nefna ýmsa fleiri sem hér komu við sögu fyrr á öldinni. Þegar kemur fram á árið 1921 er safnaðarstarfið í algjöru lágmarki, og var samkomu- húsið selt árið 1922. Þó hélt fólkið áfram að koma saman Stofnmeðlimir safnaðarins rita nöfn sín. ídag f dag er bjart yfir byggð og mönnum. Ég bylgju þakkar í hjarta finn. Senn hörfar vetur og vorið kemur á vængjum björtum, með ilinn sinn. í dag við höfum hér safnast saman með söng í hjörtum um Drottins náð. Hans sem framtíðar veginn varðar, og vernd oss heitir í lengd og bráð. í dag við ætlum að bindast böndum bræðralagsins í von og trú. Mikil þörf er í myrkum heimi martröð sorga í gleði snú. Að helga störf okkar Hafnarfirði er hugsun okkar og vonin sterk. Og biðjum Drottinn, að blessa alla búendur hér og þeirra verk. Björk í heimahúsum, og enn voru einstaklingar skírðir inn í söfnuðinn í Hafnarfirði. Árið 1928 var Helga Sigfúsdóttir skírð, en hún var móðir systranna Sigríðar og Önnu El- ísdætra sem nú búa á Suðurnesjum. Þegar Helga var skírð var einnig Sigríður Guðmundsdóttir skírð, en hún er móðir Tómasar fyrrum bústjóra á Hlíðardalsskóla, svo eitt af mörgum börnum hennar sé nefnt. Á meðal einstakra aðventista sem síðar settu mark sitt á félags- lífið í Hafnarfirði má nefna Salómon Heiðar, en hann var einn þeirra sem stóðu að stofnun Karlakórsins Þrestir í Hafnarfirði, og var hann í stjórn kórsins um árabil. Sigríður Elísdóttir minnist þess hve erfitt það var að vera trúfastur aðventisti á þessum tíma. Þeir urðu iðu- lega fyrir glósum, aðkasti og fordómum, og reyndist oft erfitt fyrir fólk safnaðarins að ráða sig í vinnu vegna hvíldardagsins. Það varð mörgum til hjálpar að bróðir Helgu Sigfúsardóttur var verkstjóri sem gat útvegað fólkinu vinnu hjá sínu fyrirtæki. Löngu eftir að Salem hvarf úr eigu safnaðarins voru samkomur ýmist heima hjá Jóhanni Jónssyni eða Sigríði Guðmundsdóttur. Allan tímann hafa þó aðventistar verið búsettir í Hafnarfirði, og hefur söfnuðurinn í Reykjavík og Sam- 6 Aðventfréttir 3.1992

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.