Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 7
tökin staðið fyrir ýmsum uppá- komum í Hafnarfirði, ýmist í formi námskeiða eins og t.d. bindindis- námskeið, streitunámskeið, mat- reiðslunámskeið eða útbreiðslu- starf af öðru tagi. Og ekki má gleyma að geta þess innsöfnunar- starfs sem aðventistar úr hinum ýmsu söfnuðum okkar hafa unnið af trúmennsku í áratugi. I meira en hálfa öld hefur reglulegt safnaðarstarf í Hafnarfirði legið niðri. Og í dag, um 70 árum eftir að Salem samkomuhúsið var selt, er aftur hafist handa um reglubundið safnaðarstarf með stofnun nýs safnaðar í Hafnarfirði. í janúar á síðasta ári hófst Biblíunámskeið hér í Hafnarfirði, einmitt í þessum sal hér við Strandgötuna. Um 130 manns innrituðust í námskeiðið sem lauk tveimur mánuðum síðar. Þá var haldið áfram með minni hóp áhugasamra einstaklinga um nokkra vikna skeið í Víðistaða- kirkju. Eftir sumarhlé var svo tekið til við reglubundnar samkomur að nýju hér í Hafnarfirði, en frá 7. september s.l. höfum við fengið inni með samkomur okkar að Hjallahrauni 9, í húsnæði björgun- í;a,*¥ 4M ,v '** %^' a**i ¦ %' ?** Margrét Guðmundsdóttir flytur frumsamiö Ijóð. arsveitarinnar Fiskakletts. Frá upp- hafi hefur eldri barnadeildin haft afnot af lítilli kaffistofu netaverk- stæðis Jóns Holbergssonar sem er í næsta húsi. Þessi húsakynni höf- um við til og með 4. apríl n.k. en 11. apríl flytjum við samkomur okkar í Félagsmiðstöðina Vitinn, Strand- götu 1, Hafnarfirði. Krásir á borðum á stofnunarhátíð. Það er innileg bæn okkar allra að aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði eflist og styrkist dag frá degi í vitn- isburði sínum á meðal íbúa þessa bæjarfélags og nágrannabyggða- laganna. Megi þetta litla ljós sem hér er tendrað í dag Iýsa mörgum einstaklingum Ieiðina til hjálpræðis og eilífs lífs. Skírnarsamkomur í Reykjavík Þann 9. maí s.l. fór fram skírn í Aðventkirkjunni í Reykjavík er þeir Halldór Þ. Ólafsson, Guðmundur Bergmann Bergþórsson og Jón Jónsson gerðu sáttmála við frels- ara sinn. Halldór, sem býr í Hvera- gerði, var skírður af Þresti B. Stein- þórssyni og sameinaðist hann Árnessöfnuði. Þeir Guðmundur og Jón voru skírðir af Steinþóri Þórð- arsyni en báðir höfðu þeir fyrst kynnst boðskapnum í Opinberun- arbókarnámskeiði Steinþórs á Holi- day Inn s.l. vetur. Guðmundur sam- einaðist Hafnarfjarðarsöfnuði en Jón Reykjavíkursöfnuði. Þá fór fram skírn í Aðventkirkj- unni í Reykjavík þ. 4 júlí s.l. er Einar Sigurbjartur Jónsson tók skírn og framkvæmdi Steinþór Þórðarson einnig þá athöfn. Einar sameinaðist Haf narfj arðarsöf nuði. Aðventfréttir óska Halldóri, Guð- mundi, Jóni og Einari innilega til hamingju með ákvörðun sína og Guðs blessunar í göngu sinni með frelsara sínum. Skírnarþegar frá vinstri: Jón, Guðmundur og Halldór. Einar og Steinþór. Aðventfréttir 3.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.