Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 8
BIBLÍURAÐSTEFNURINNAN STÓR-EVRÓPUDEILDARINNAR Á þessu sumri hafa meira en 500 prestar frá gjörvallri Stór- Evrópudeildinni tekið þátt í Biblíu- ráðstefnu sem haldin var í júní- mánuði. Efni ráðstefnunnar var: „Að prédika og lifa á hinum síðustu dögum“. Til þess að gera það mögulegt fyrir hina 600 presta Deildarinnar að taka þátt var ráðstefnan skipu- lögð á þremur mismunandi stöð- um. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Ungverjalandi 8. - 13. júní og þar komu saman prestar Ungverja- lands, Króatíu, Júgóslavíu og Pól- lands. Önnur ráðstefnan var haldin á Newbold College frá 15. - 20. júní og þar komu saman prestar frá Bretlandi, Irlandi, Hollandi og einnig héðan frá íslandi. Þátttak- endur héðan voru allir þeir sem þjóna prestshlutverki fyrir Samtök- in: Davíð, Þröstur, Steinþór, Einar Valgeir og undirritaður. Síðasta ráðstefnan var skipulögð á Vejlefjordskólanum í Danmörku 22. - 27. júní fyrir presta Norðurland- anna. „Þessar biblíuráðstefnur þjón- uðu tilgangi á þremur sviðum. Þær gáfu starfsmönnum tækifæri til samveru, hvöttu menn til Biblíu- legra rannsókna á nýjum sviðum og styrktu áhuga og starfsþrek starfs- mannanna", sagði David Currie, deildarstjóri prestadeildar Stór- Evrópudeildarinnar og skipuleggj- andi ráðstefnanna. Fyrirlesarar ráðstefnanna voru þeir bestu sem völ er á innan safn- aðarins og komu frá Biblíurann- sóknarnefnd Aðalsamtakanna, frá Andrewsháskólanum og Newbold- skólanum. EG FRÉTTIR FRÁ SÖFNUÐUM 0KKAR Á STYRJALDAR- SVÆÐUNUM í FYRRUM JÚGÓSLAVÍU Samband Sjöunda dags aðventista í Júgóslavíu hefur nýlega breytt um nafn og er nú kallað Suðaustur- Evrópska Sambandið. Frá þessu Sambandi hafa Króatía og Slóvenía verið aðskilin og Samtök að- ventista í þessum tveim löndum eru nú tengd Stór-Evrópudeildinni beint. Þetta er gert af pólitískum á- stæðum. Nýlega bárust eftirfarandi fréttir frá safnaðarmeðlimum í Bosníu- Hersegóvínu og Króatíu: Bosnía-Hersegovína: 11 safnaðarmeðlimir lifðu af meiri háttar áras á Sarajevo nýlega er þeir leituðu skjóls í kirkjukjallara. Hernaðaraðgerðir sködduðu kirkju safnaðarins í miðborginni svo og höfuðstöðvar Samtakanna þar. Mú- hameðskir herflokkar tóku sendi- bifreið Þróunarsamvinnustofnunar safnaðarins (ADRA) með loforði um að skila henni að styrjöldinni lok- inni. Þrjár af kirkjum safnaðarins hafa orðið fyrir áras en ekki hefur frést um slys eða lát safnaðarmeð- lima. Króatía: Héðan berast fregnir um 15 kirkjur sem hafa orðið fyrir áras og 50 heimili aðventista sömuleiðis. Þessar byggingar eru gjöreyðilagð- ar eða mjög mikið skemmdar. 13 safnaðarmeðlimir hafa týnt lífi og enn fleiri er saknað. Biðjum fyrir þessu fólki sem dag- lega stendur andspænis ógnum stríðsins. BG. Margar kirkjur í Króatíu og Bosníu-Hersegóvínu eru illa leiknar eftir loftárásir og skotbardaga. Myndir: R. Dabrowski. 8 Aðventfréttir 3.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.