Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 10
Petrún Magnúsdóttir f. 16. júlí, 1906 - d. 2. mars, 1992 Petrún Magnúsdóttir, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 2. mars 1992. Hún fæddist 16. júlí 1906 að Heinabergi, Austur-Skaftafells- sýslu. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Eyjólfsdóttir og Magnús Jónsson. Petrún ólst upp að Heina- bergi með móður sinni og Eyjólfi föður hennar, sem var bóndi þar. Petrún ólst upp við hefðbundin sveitastörf og mótuðu þau líf hennar allt. Hún hafði mikið dálæti á skepnum. Sérílagi voru hestar hennar yndi og uppáhaldsskepnur alla ævi. Eftir fermingu var Petrún í ýms- um vistum í sinni sveit en leitaði síðan til Reykjavíkur eftir atvinnu. Það var fyrir áhuga á bókum og bókalestri að Petrún kynntist að- ventsöfnuðinum fyrst og á meðan á Reykjavíkurdvölinni stóð, þ. 2. október 1932, tók hún skírn. Náin vinátta hennar í garð Guðbjargar Hákonardóttur hafði mikil áhrif á Petrúnu á þessum tíma, en Guð- björg hafði sameinast söfnuðinum 2 árum áður. Vináttan hélst eins lengi og báðar lifðu. Fjórum árum síðar, vorið 1936, réðst Petrún sem ráðskona að Þingnesi í Bæjarsveit til Hjálms Einarssonar en Hjálmur var þá ráðsmaður í Þingnesi en síðar bóndi. Petrún kynntist aðstöðunni hjá Hjálmi er hún hafði komið við á Þingnesi sem bóksali á vegum safn- aðarins, en Hjálmur var einnig safnaðarmaður aðventsafnaðarins. Þau Petrún og Hjálmur giftust 12. október 1938. Ári síðar eignuðust þau son, Eyjólf, sem var einkabarn þeirra. Hjálmur lést árið 1967 en þau Petrún og Eyjólfur bjuggu á- fram að Þingenesi til ársins 1986 er þau brugðu búi og fluttu að Ásbrún, Bæjarsveit. Síðustu 4 árin dvaldist Petrún að Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Söfnuðurinn kveðjur og vottar ástvinum sambúð. Útförðin fór fram frá Bæjarkirkju 7. mars s.l. Sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir sóknarprestur jarðsöng. Undirritaður flutti minningarorð. Blessuð sé minning hinnar látnu. Eric Guðmundsson Hanna Guðrún Halldórsdóttir f. 28. september, 1931 - d. 24. mars, 1992 Hanna Guðrún Halldórsdóttir lést 24. mars s.l. á Landakotsspít- ala. Hún fæddist 28. september 1931 í Pétursey í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jónína Gísladóttir og Halldór Magnússon. Hanna var þriðja barnið í röðinni í hópi 4 systkina en eldri systkinin eru þau Ingibjörg og Engilbert sem eru búsett í Vestmannaeyjum. Yngst systkinanna er Elín, búsett í Keflavík. Hanna ólst upp í Pétursey. Þótt Halldór hafi verið virkur safnaðar- meðlimur Hvítasunnusafnaðarins og Jóna, sem hún ætíð var kölluð, virkur meðlimur Aðventsafnaðar- ins var heimilið rómað fyrir sam- hug og hlýju og sótti fjölskyldan iðulega samkomur hjá báðum þessum söfnuðum og börnin voru fastir þátttakendur bæði í hvíldar- dagsskóla Aðventsafnaðarins og sunnudagsskóla Hvítasunnusafn- aðarins. Hanna tók skírn og sameinaðist Aðventsöfnuðinum árið 1948 og tók virkan þátt í starfi safnaðarins til æviloka. Hanna sótti barnaskóla aðventista í Vestmannaeyjum og síðar Hlíðardalsskóla en þar kynnt- ist hún Kristjáni Friðbergssyni en þau giftust í Vestmannaeyjum 31. desember 1953. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík en fluttu fljót- lega til Vestmannaeyja. Á þessum árum fæddust þeim dregirnir tveir Guðni Geir og Halldór Jón. Árin 1959-1961 áttu þau Hanna og Kristján og drengirnir heimili að Hlíðardalsskóla en árin 1961-1963 dvöldust þau í Danmörku. Haustið 1964 festir Kristján kaup á íbúðarhúsnæði að Kumbaravogi, Stokkseyri og næsta vor hófst rekstur barnaheimilis þar. Fljótt urðu þau 19 börnin sem Hanna og Kristján tóku að sér í fóstur og enn óx heimilið. Árið 1975 stofnsettu þau Hanna og Kristján Dvalarheim- ili aldraðra að Kumbaravogi. Um- fang stofnunarinnar óx hratt og hjúrkurnardeild var sett á laggirnar 1985. Síðan bættist við rekstur dvalarheimilisins Fells í Reykjavík árið 1987. Einnig hafa þau hjónin rekið innflutnings- og framleiðslu- fyrirtæki um árabil. Hanna var fljótlega hrifin inn í ó- hemju mikið starf í sambandi við barnaheimilið. Hún gekk börnum í móðurstað við óviðunandi aðstæð- ur til að byrja með. Þetta er hið mikla ævistarf Hönnu. Hið mikla afrek hennar og þeirra hjónanna sem fáir gætu leik- ið eftir jaeim. Það álag sem hvílir á móður á svo stóru heimili er mikið. En starf móðurinnar er oft það sem lítið ber á, það vekur oft ekki mikla athygli. En þannig vildi Hanna einnig hafa það - fá að vinna bak við tjöldin þar sem lítið bar á enn af þeim mun meiri fórnfýsi og atorku. Nú hefur hún verið hrifin úr hópi ástvina sinna langt fyrir aldur fram eftir mikla sjúkdómsbaráttu. Söfn- uðurinn minnist þessara góðu og trúuðu konu með þakklæti fyrir hlýju hennar og stórhug í garð safnaðarins. Útförin fór fram við fjölmenni frá Stokkseyrarkirkju 3. apríl s.l. Sr. Úlfar Guðmundsson jarðsöng. Undirritaður flutti minn- ingarorð. Blessuð sé minning hinn- ar látnu. Eric Guðmundsson 10 Aðventfréttir 3.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.