Aðventfréttir - 01.03.1992, Síða 11

Aðventfréttir - 01.03.1992, Síða 11
Sigríður Rósa Sigurðardóttir f. 25. apríl, 1907 - d. 22. apríl, 1992 Sigríður Rósa Sigurðardóttir lést þann 22. apríl s.l. á Borgarspítalan- um. Hún fæddist 24. maí 1907 að Merkisteini í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sigurður Isleifsson og Guðrún Jónsdóttir. í systkinahópnum voru 4 stúlkur og 1 drengur. Þar að auki eiga þau einn fósturbróður. Elst var Kristín en hún lést 1980, þá Ingi, kvæntur Agnesi Berger. Næst var Áslaug Marta sem nam hjúkrun og sjúkra- þjálfun að Skodsborgarhælinu í Danmörku. Hún lést 1976. Yngst var Jóna, en hún dó á barnsaldri. Fósturbróðir þeirra systkina er Valgeir Guðmundsson. Sigríður átti við veikindi að stríða allt frá bernsku. Skert heyrn háði henni í uppvextinum þannig að hún einangraðist nokkuð. Ung að árum réðst hún sem ráðskona á bát frá Vestmannaeyj- um sem var gerður út af mönnum úr söfnuðinum í Eyjum. Var róðið frá Siglufirði þetta sumar. Árið 1926 sameinaðist hún söfnuðinum í Eyj- um. Síðar flytur hún til Reykjavíkur og stundar þar vinnu og kynnist Ara Guðmundi Bogasyni, pípulagn- ingameistara úr ísafjarðardjúpi. Þau giftust 1938 og stofnuðu heimili í Reykjavík. Tíu árum seinna flutt- ust þau vestur á Seyðistfjörð við Isafjarðardjúp og á meðan þau bjuggu fyrir vestan fæddist þeim sonur, Sigurður Örn, 12. febrúar 1949. Sigurður er kvæntur Þórdísi Guðjónsdóttur og býr í Reykjavík. Hann er skipatæknifræðingur að mennt þg kennir við Tækniskóla Is- lands. Árið 1946 tóku þau Sigríður og Ari að sér fósturson, Helga Lax- dal, sem dvaldist hjá þeim í 4 ár sem ungbarn. Frá árinu 1950 bjuggu þau Sigríður og Ari í Reykjavík en árið 1957 lést Ari. Ég kynntist Sig- ríði persónulega sem kærleiksríkri og umhyggjusamri móður sem var afar annt um velferð sonar síns, enda tókst með þeim mæðginum einstaklega djúpt og náið samband. Sjaldan eða aldrei hef ég séð barn sem hefur verið eins annt um að endurgjalda foreldri sínu umhyggju og kærleika með slíkri nærgætni og virðingu. Sigríður flutti á vistheim- ilið Seljahlíð árið 1986. Nú er hún sofnuð þessi góða og trúaða kona og líf hennar falið frelsaranum. Trúsystkini hennar og söfnuðurinn kveður með virðingu og votta ástvinum samúð. Útförin fór fram frá Fossvog- skapellu 30. apríl s.l. Undirritaði jarðsetti. Blessuð sé minning hinnar látnu. Eric Guðmundsson Jóhann Þorleifur Sigurjónsson f. 30. október, 1921 - d. 21. júní, 1992 Jóhann Þorleifur Sigurjónsson lést á Landspítalanum í Reykjavík 21. júní s.l. Jóhann fæddist í Háa- koti í Stíflu í Skapafirði 30. október 1921. Foreldrar hans voru Sesselja Helga Jónsdóttir og Sigurjón Jóns- son. Jóhann átti þrjú eldri systkini. 5 ára gamall flutti Jóhann að Ytri-Á í Ólafsfirði ásamt foreldrum sínum. Ólst hann þar upp og varð fjörðurinn honum afar kær alla ævi. Þegar Jóhann var enn innan við tvítuugt urðu mikil straumhvörf í lífi hans er hann veiktist alvarlega og lamaðist í fótum. Fullan mátt hafði hann hins vegar í höndum og var strax ákveðinn í að bjarga sér eins mikið upp á eigin spítur og hann gat. Hann fékk síðar nokkurn bata, gat þá gengið lítið eitt og hjólað og stundaði hann þá vinnu um nokkura ára skeið í Ólafsfirði. Árið 1969 flutti Jóhann frá Ytri-Á og var einn af fyrstu íbúum sem fluttu inn í hús Öryrkjabandalags Islands við Hátún 10 í Reykjavík. Átti hann þar heimili til dauða- dags. Eftir að Jóhann fluttist suður vann hann fyrst í tvö ár hjá Neta- gerð Reykdals Jónssonar en hóf síðan störf á Múlalundi og vann þar eítir því sem kraftar leyfðu allt þar til hann fór á sjúkrahús mánuði fyrir andlát sitt. Jóhann skírðist í söfnuð Sjöunda dags aðventista þ. 4. maí 1968 af Júlíusi Guðmundssyni. Trúin á Drottin Guð var honum lífsankerið sem alltaf hélt þó að sviptivindar og stjórsjóir engu yfir lífsfleið hans. Leið vart dagur án þess að hann læsi í Orði Guðs eða sálmabók sér til uppbyggingar og leiðsagnar. Hann var Guði trúr, trúr þeim er honum voru samferða. Jóhann lést sem fyrr segir 21. júní s.l. Útförin fór fram í Ólafsfirði þ. 27. júní. Sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur í Dalvík jarðsöng og er hér stuðst við úrdrátt úr minn- ingarorði hans. Söfnuðurinn kveður og vottar ástvinum samúð. Blessuð sé minning hins látna. Eric Guðmundsson Aðventfréttir 3.1992 11

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.