Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 12

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 12
FRETTAMOLAR TIRANA, ALBANIU Hvorki slæmt veður né sjón- varpsútsending frá fyrsta fundi ný- kosins þings hamlaði 2500 Albön- um að vera viðstaddir fyrsta kvöld opinberra samkoma 6. apríl s.l. í ráðstefnuhöllinni í Tírana. David Currie, útbreiðsluprédikari Stór- Evrópudeildarinnar var aðalræðu- maður en einnig var myndasýning um náttúruna, vísindi og fornleifa- fræði í tengslum við Biblíuna. Áratugum saman hafa trúar- brögð verið bönnuð í Albaníu sem hefur þannig verið eina land heims sem lýst hefur algeru trúleysi. Kirkjur og samkomuhús voru lok- uð, prestar fangelsaðir og að hafa Biblíu í fórum sínum gat kostað fangelsisdóm. Við lok ársins 1990 sameinaðist Albanía öðrum Aust- ur-Evrópulöndum í því að leyfa lýðræði, fjölflokkakerfi og trúfreísi. Er undirbúningur fyrir sam- komuherferðina hófst í janúar s.l. komu í ljós mjög jákvæð viðbrögð framámanna í Tírana sem haft var samband við. „Margir þeirra sem við höfðum samband við ráðlögðu okkur að halda samkomurnar í bestu ráðstefnuhöll landsins. Hún tekur 2500 manns í sæti. Eftir viku tíma munu samkomurnar verða fluttar í Alþjóða menningamiðstöð- ina sem er nálægt hinu áður fræga Ehver Hoxha safni. Þetta er mikil- fenglegt í okkar huga", sagði David Currie við byrjum herferðarinnar. Báðir salir voru þar til nýlega tengdir kommúnistaflokknum. í dag er orð Guðs boðað trúuðum jafnt sem vatrúuðum í húsakynn- um sem áður voru háborg trúleys- isins. Sex manna starfshópur stóð að samkomuhaldinu. Þeir eru m.a.: Rolf Kvinge, áður formaður Vestur- Norræna Sambandsins, Mark Fox, prestur frá Florida í Bandaríkjunum og Kerri Stout, söngkona, einnig frá Florída. Þau síðastnefndu stóðu að sérstöku samkomuhaldi fyrir ungt fólk. Eftir samkomuhaldið í Tírana hóf hópurinn samkomuhald í Durres borg. Eftir komu sína til Tírana sagði David Currie: „Við erum snortnir af hinum mörgu beiðnum sem við fáum hér um að deila hinum kristna boðskap vonarinnar með albönsku þjóðinni. Fólk stöðvar okkur á göt- um úti og biður um Biblíur. Við tókum 1000 Nýja testamenti á Al- bönsku með okkur þegar við kom- um hingað." Starf Aðventista í Albaníu hófst um miðbik þriðja áratugar þessar aldar er Daniel Lewis, sem var lyfjafræðingur hóf boðunarstarf. Hann var fæddur í Albaníu en hafði flust til Bandaríkjanna 1901 þá sjö ára að aldri. Hann fluttist frá Boston í Bandaríkjunum kom sér fyrir í Korce borg í Suðaustur Al- baníu skömmu fyrir aðra heims- styrjöld. Þá greindi Review and Herald blaðið frá því að lítill hópur aðventista kæmi saman til til- beiðslu í Albaníu. Annað starf er einnig unnið á vegum aðventista í Albaníu. Nú er verið að leggja síðustu hönd á teikningar af menningarmiðstöð á vegum aðventista í Tírana. Þar er áformað að bjóða upp á almenna fræðslu og fræðslu varðandi heilsu og félagsleg og andleg mál. Þróun- arsamvinnustofnum Aðventista (ADRA) heldur áfram skipulagn- ingu hjálparstarfs í Albaníu sem er fátækasta þjóð Evrópu. (ANR) TIUND OG KRISTNIBOÐSGJAFIR Stórkostlegar fréttir! Árangur heimsboðunarátaks og útbreiðslu- starfs um heim allan kemur glögg- lega í ljós í aukningu á tíund og gjöfum auk skírna. Umreiknað í US$ var heildaraukning tíundar á milli áranna 1990 og 1991 24,4%. Á sama tíma jukust gjafir til kristniboðs 12.3%. Þökkum Guði fyrir fórnar- lund og hugsjón safnaðarmeðlima um allan heim. ÞBS SAFNAÐARSTARF í MIÐ- AUSTURLÖNDUM Það er einn S. D. aðventisti fyrir hverja 772 einstaklinga í heiminum. í Mið-Austurlöndum er þetta hlut- fall einn á móti 50.500. En nú er einhver breyting að varða þar á. örasti vöxtur safnaðarins síðastlið- in tíu ár, miðað við hlutfall einstak- linga í þjóðfélaginu, er í einu landi Mið-Austurlanda. 814% vöxtur safnaðarins er stórkostlegur sér- staklega þegar haft er í huga að landið er yfir 90% múlímar. Leið- togar okkar settu sér sem markmið að stofna 6 nýja söfnuði fyrir árið 1995. Þetta verkefni var stutt af safnaðarmeðlimum í landinu ásamt trúsystkynum í öðrum löndum. Nú hafa áform verið lögð fram um stofnun 6 safnaða í viðbót, í sex borgum þar sem við höfum ekkert starf núna. Þegar hefur fjármagn safnast fyrir starf í tveimur þessara borga. Fljótlega munu 24 einstak- lingar vera komnir á sinn stað og ég trúi því að árið 1995 munu 12 nýjir hópar trúsystkyna vitna um freís- ara sinn í þessu landi tækifæranna. ÞBS BIBLIULESTRARBOK FYRIR ÞA SEM GETA NYTT SER ENSKU. Til er afar handhæg biblíulestrarhandbók á ensku hjá bókaforlaginu: "Studying Together, A Ready-Reference Bible Handbook" eftir Mark Finley. Bókin inniheldur eftirfarandi: * Biblíulestra yfir 42 efni. * Kafla um hagnýtan kristindóm. * Upplýsingar um önnur trúfélög. Bókin, sem er í handhægu broti, gefur stutt, greinargóð og hagnýt svör sem koma að góðu gagni í daglegu lífi og samræðum við aðra. Þetta er bók sem erfitt er að vera án. Bókin, sem er 196 bls. fæst í tvenns konar bandi: Pappírskilja - kr. 750,00 - Leðurlíki kr. 1.200,00 Aðventfréttir 3.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.