Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 4
Egyptalands. Hann greiddi för þess yfir Jórdanfljótið og vænti ávaxta. Ellen G. White lýsir þeirri uppskeru sem Guð hafði vonast eftir: „Þetta fólk átti að vitna um lyndiseinkunn Guðs í spilltum heimi með hreinni lyndisein- kunn og kærleiksríkri framkomu“ (Christ’s Object Lessons (Dæmisögur Krists) bls. 286). I hinni miklu baráttu gegn ákæru Satans um ranglæti Guðs, átti þetta fólk að sýna réttlæti hans og kærleika með framkomu sinni. En Biblían sýnir það, að ísrael brást þessari von. ísrael líktist ávaxtalausum garði. í Mt 21.18,19 er saga um hið visnaða fíkjutré: „Arla morguns hélt hann aftur til borgarinnar og kenndi hungurs. Hann sá fíkjutré eitt við veginn, og gekk að því, en fann þar ekkert nema blöðin tóm. Hann segir við það? „Aldrei framar vaxi ávöxtur á þér að eilífu.” En ffkj utréð visnaði þegar í stað.” Israel hafði trúna sem yfirskin, en við nánari kynni kom það í ljós, að sannir á- vextir voru ekki fyrir hendi. Eintóm játning um trú án ávaxta er verra en ekki neitt. Því sem Guð ætlaðist til, að þeir gæfu heiminum, héldu þeir sjálfir. í stað þess að útbreiða ríki Guðs, hindr- uðu þeir vöxt þess með framkomu sinni. Trúarleiðtogarnir skildu það, sem Jesús sagði. Þeim var boðskapur hans það skýr að „Þeir vildu taka hann höndum" (Mt 21.46). Þeir skildu - en skiljum við? Við skiljum að þessi dæmisaga lýsir þeim, sem lifðu fyrir 2000 árum og höfnuðu honum. Á dæmisagan einnig við um okkur, sem nú lifum? BLESSANIR ÖÐRUM TIL HANDA Eins og ísrael forðum, njótum við forréttinda. Guð hefur frelsað okkur og kallað okkur. Hann hefur veitt okkur blessanir sínar en hvað gerum við við þær? Hvað sjá þeir sem koma í kirkju okkar? Sjá þeir eitthvað sem bendir á ávexti - eða sjá þeir visið tré? Sjá þeir kannske tré, sem er alþakið blöðum, en ávaxtalaust? Vera má að svo sé að sjá, sem við séum alsett ávöxtum. Kenningar okkar eru réttar og ræður okkar góðar. En berum við ávexti? Okkur ber að sýna lyndiseinkunn Guðs með lífi okkar. Gerum við það? Sýnum við eðlisþætti Guðs í hreinleika hugans, helguðu líf- emi og góðvild gagnvart öðrum? Ríg- höldum við blessunum Guðs okkur sjálfum til handa, eða erum við þátttak- endur í þeim? Tökum skilning okkar á heilbrigðu lífi sem dæmi. Hann er okkur mikill á- vinningur. En á sama tíma sem margir eru að öðlast skilning á gagnsemi hollr- ar fæðu og hafna því, sem óhollt er, hafa sumir okkar á meðal öðlast skiln- ing á hinu „kristna frjálsræði“ og telja að það leyfi okkur að hafna lögmálum heilbrigðs lífs. Enginn skyldi halda, að ég telji að hægt sé að ávinna sér hjálp- ræði með plöntufæði. En það væri í meiri máta hjákátlegt, ef nokkur skyldi Guð hefur meiri áhuga á að við berum ávöxt en að við rökrœðum ásigkomulag ávaxtatrésins. telja að okkur beri að undirsrika frelsi okkar með því að telja þau sannindi gagnslítil, sem nú eru að verða fjölda fólks augljós. Og hvað er að segja um sérauðkenni okkar? Eitt af þeim er hófsemi í klæða- burði, svo að oft var auðvelt að sjá hver var aðventisti. Nú er yfirleitt lögð mikil áhersla á séreinkenni, svo að það skyti skökku við, ef við misstum þennan arf okkar. Þá er það skilningur okkar á hugtök- unum lögmál og náð. Hinn almenni kristindómur hefur að mestu leyti misst þennan skilning. Margir þeirra, sem teljast vera kristnir, trúa hvorki á gildi lögmálsins né Krists. Slíkt svokallað „frjálsræði" er í raun réttri markleysa. Það leiðir til andlegs stjórnleysis. Þegar hinn trúarlegi heimur hefur glatað skiln- ingi á gildi laga Guðs virðast sumir okkar á meðal hafa þörf fyrir að sanna lausn sína undan lögmálinu. Skoðun mín er sú að við ættum síst af öllu að missa sjónar á traustum grundvelli hreyfingar okkar nú þegar hans er hvað mest þörf. AÐ SIGLA EÐA SÖKKVA Sagt er, að því sem maður nýti sér ekki glati maður. Ef við, sem teljum okkur ráðsmenn sannleiksfjársjóðs fagnaðarerindisins, berum ekki ávexti samboðna kölluninni, þá munum við glata þeim fjársjóði. „Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess“ (Mt 21.43). Eg ætla mér ekki að rökræða það hvort sá sannleikur, sem aðventistar hafa eignast verði frá þeim tekinn eða hvort söfnuðurinn muni standast allt til endalokanna. Jafnvel það eitt að ræða það mál ber vitni um skerta stefnumörk- un. Ef umræða okkar og athygli beinist aðallega að því hve örugg við erum sem fólk Guðs, frekar en að því hvert hlut- verk okkar er, þá höfum við þegar glat- að „Guðs ríkinu”. Hlutverk okkar er ekki að munn- höggvast um það innbyrðis, hve traust skip okkar er. Hlutverk okkar er að sjá til þess að skipið sé á siglingu. Ég ótt- ast það, að við verjum of miklum tíma í ófrjóar rökræður. Guð hefur meiri á- huga á að við berum ávöxt en að við rökræðum ásigkomulag ávaxtatrésins. Jesús fylgist með því hve fagra ávexti fagnaðarerindið ber í lífi okkar. Og Páli var ljóst, hverjir þeir ávextir eru: „En á- vöxtur andans er: Kærleiki, gleði, frið- ur, langlyndi, gæska, góðvild, trú- mennska, hógværð og bindindi. Gegn slíku er lögmálið ekki“ (Gal 5. 22,23). Dæmisaga Jesú um víngarðseigand- ann minnir á boðskap Jesaja: „Ég vil kveða kvæði um ástvin minn, ástar- kvæði um víngarð hans. Ástvinur minn átti víngarð á frjósamri hæð. Hann stakk upp garðinn og tíndi grjótið úr honum, hann gróðursetti gæðavínvið í honum, reisti turn í honum miðjum og hjó þar einnig út vínlagarþró, og hann vonaði að garðurinn mundi bera vínber, en hann bar muðlinga. Dæmið nú, þér Jerúsalembúar og Júdamenn, milli mín og víngarðs míns! Hvað varð meira að gjört við víngarð minn en ég hafði gjört við hann? Hví 4 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.