Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR Að meta gildi hins smáa Dœmisagan um mustarðskornið Eftir John M. Fowler Ritningarvers: Mt 13.31,32 Jesús kom og boðaði komu Guðs ríkis á þeim tíma, er Gyðingar yf- irleitt væntu þess, að rómverska okinu yrði af þeim létt og Messí- asar ríkið kæmi. A þessum tíma yfir- gáfu lærisveinar Krists atvinnu sína og fylgdu Jesú, í þeirri von að hann myndi stofna ríkið. Þetta var tímabil er al- menningur í Palestínu varð vitni að kraftaverkum mannsins frá Nasaret, og velti því fyrir sér hvort hann myndi stofna ríkið. Eftirvæntingin var rík með- al fólks í Júdeu og Galíleu um breyting- ar á högum þeirra, um lausn undan á- nauð, um stofnun ríkisins. í þetta andlega andrúmsloft eftir- væntingar kom Jesús og boðaði Guðs ríkið - eðli þess og tilgang, fólk þess, dýrð þess og uppfyllingu. í mótsetningu við eftirvæntingar um völd, glæsileika og metorð líkti Jesús ríki Guðs við mustarðskom. Dæmisagan er skráð hjá Matteusi, Markúsi og Lúkasi. Lítum á frásögnina hjá Matteusi: „Líkt er himnaríki must- arðskorni, sem maður tók og sáði í akur sinn. Smæst er það allra sáðkorna, en nær það vex, er það öllum jurtum meira, það verður tré, og fuglar himins koma og hreiðra um sig í greinum þess“ (Mt 13. 31,32). Hvað reyndi Jesús að kenna með dæmisögu þessari? Höfum engar á- hyggjur af smávægilegri gagnrýni sem efahyggjumenn stundum beina að þess- ari dæmisögu. Mustarðskorn er ekki smæsta fræið. Mustarðsjurtin er heldur ekki tré og fuglar himins hreiðra ekki um sig í greinum hennar. Jesús er hér ekki að kenna grasafræði, náttúrufræði eða umhverfisfræði. Drottinn okkar er hér með einfaldri samlíkingu að gera okkur kleift að skilja mikilvægt sann- leiksatriði varðandi konungsríki sitt. Dæmisagan fjallar um tvær andstæð- ur, en andstæður notaði Jesús oft í fræðslu sinni: Hinir fátæku erfa Guðs ríkið (Mt5.3), hlutskipti þjónsins er leiðin til frama (Mk 10.42-44), sjálfsneitun er leiðin til sannrar upp- hefðar (Lk 9.23,24), og sá minnsti er hinn mesti (Jh 12.24). í hinu smáa mustarðskomi er merkilegt líf sem er máttugt og gagnlegt. Þessi dæmisaga bendir á þrjá mikil- væga eiginleika Guðs ríkis: Öryggi þess, vöxt þess og útbreiðslu. ÓHAGGANLEIKI RÍKIS GUÐS Jesús fullvissar okkur um óhaggan- leik Guðs rfkisins. Margir hafa stofnað ríki. Ríki Alexanders mikla náði frá Jóníu til Indusfljótsins og eftir þessa landvinninga grét hann, því að ekki voru til fleiri landsvæði til undirokunar. Cesar fór um víða veröld, byggði borgir og vegi í nafni þess heims, sem taldi sig vera siðmenntaðan. Háleit kerfi trúar- bragða og heimspeki byggðu glæsi- byggingar í austri og vestri og töldu sig hafa lausn allra mannlegra vandamála. Tækniundur okkar tíma hefur skapað ofurmenni sem bæði afneitar tilveru Guðs og telur að mannlegir möguleikar jafnist á við hið guðdómlega. En and- spænis öllu slíku stendur Guðs ríkið ör- uggt og traust eins og mustarðskomið. I fyrsta lagi byggist öryggi Guðs rík- is á því, að í lrkingu við mustarðskorn- ið hefur það lífið í sjálfu sér. Guðs ríkið er lífsmeginregla. Hjá Mt 12.28 fáum við hugmynd um þetta atriði: „Ef ég rek illu andana út með Guðs anda, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið” Innrás Jesú í þessa heimssögu hefur kveðið upp dauðadóm yfir hinum illa. Þaðan sem Jesús er verður Satan að flýja og dauðinn með honum. Lífið rfk- ir og er endurleyst af náð Guðs. Það var sú náð, sem skóp heiminn og sem náði til hins fallna Adams og gaf loforð um endursköpun. Það var náðin, sem fyrir mátt krossins lofaði mannkyninu nýj- um himni og nýrri jörð - og gaf okkur fyrirheit um að við „yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs“ (Tt 3.7). KRAFTUR HIÐ INNRA I öðru lagi, eins og öryggi frækorns- ins byggist á meginreglu lífsins, hefur Guðs ríkið sinn innri kynngikraft - „Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir“ (Róm 1.16 ). Þannig er Guðs ríkið ekki háð ytri mætti. „Menntun, siðfágun, viljastyrkur, mannleg viðleitni eru góðir eiginleikar svo langt sem þeir ná, en hér megnar slíkt ekkert. Það getur komið til leiðar ytri háttvísi, en það megnar ekki að breyta innrætinu og fær ekki hreinsað uppsprettur lífsins. Til þarf að koma kraftur að innan, nýtt líf að ofan, áður en maðurinn getur horfið frá synd til heilagleika. Þessi kraftur er Kristur. Náð hans ein fær lífgað hina dauðu eig- inleika sálarinnar og laðar hana að Guði og heilagleikanum" (Vegurinn til Krists, bls. 23 24). Lítum aftur á mustarðskornið. Það var minnst allra þeirra frækorna sem lögð voru á akurinn. En í því er full- vissa um líf, og það vex og verður að plöntu, sem er ótrúlega miklu stærri en frækomið sjálft. Þessi boðskapur uppörvar og hug- hreystir okkur. I huga lærisveinanna - þessa ómenntaða, óstyrka, hrösunar- gjama, sundurleita og efagjama hóps - hlýtur sú hugsun oft að hafa komið upp hvort það borgaði sig að fylgja Kristi. Þeir höfðu horfið frá fiskveiðunum, frá tollbúðinni, gefið upp á bátinn leið 6 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.