Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR Þriðji maðurinn Dœmisagan um pundin Eftir Helen Pearson Ritningarvers: Lúk 19.11-27 s tsjónarsemi í viðskiptum, ótti, óupplýst gáta og marg- þætt mannleg samskipti. Dæmisagan um pundin væri gott efni í leikrit. Þrír þátttakendur þess væru efnilegir menn á framabraut. Þeir bera gott skynbragð á það hvemig farið er að í viðskiptum. Þeir kunna að umgangast yfirmenn sína. Þeir virðast tilbúnir til embættisframa. Forstjórinn býður þeim nú ábyrgðarstöðu, sem gef- ur þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og sanna hæfni þeirra í heimi viðskiptanna. í leikritinu væri hægt að beina at- hyglinni að fjölda atriða úr verslunar- heiminum. 1. atriði: Hinn upprunalegi samningur við forstjórann. 2. atriði: Tveir fyrstu mennimir sem af sjálfsör- yggi eiga í viðskiptum við banka og kauphallir. 3. atriði: Hápunktur leikrits- ins, heimkoma forstjórans. Hér verður leikritið, eins og hin upprunalega saga, að færast frá því að lýsa opinberum við- skiptaháttum yfir í að kanna persónu- lega afstöðu og tilgang. Sagan byrjar á því að kanna grunn mannlegrar hegðun- ar. Þegar forstjórinn kemst að því hvernig þessir þrír hafa farið með fé hans beinir sagan athyglinni að eðlis- lægri hegðun mannshugans, sérstaklega hvað snertir huga þriðja mannsins. Hvers vegna hafði hann ekki notað hið gullvæga tækifæri, sem honum hafði gefist? Hvers vegna faldi hann verð- mæti sitt í stað þess að ávaxta það? Leikritið verður að koma því til leið- ar sem sagan sjálf fæst við og það sem við verðum öll að gera ef um andlegan vöxt á að vera að ræða - það verður að beina athyglinni að tengingunni milli hugsana og framkvæmdar. Það verður að veita innsæi í virkni mannsandans. Þótt dæmisagan, sem Jesús sagði, sé ekki margorð um hugarheim þriðja mannsinns, segir hún nóg. Þegar hann stendur andspænis yfir- boðara sínum, lýsa orð hans ekki ein- ungis aðförum hans, meðan yfirboðar- inn var fjarverandi, heldur einnig til- finningu hans gagnvart hinu uppruna- lega samstarfi þeirra yfirleitt. Hér byij- ar afstaðan sem liggur að baki verkum hans að koma í ljós. Samfara því að hann grefur upp peningana afhjúpar hann gremju og andúð í garð yfirboðar- ans. Það fyrsta, sem hann sagði, var í raun réttri persónuleg árás: „Ég var hræddur við þig, en þú ert maður strangur og tekur það út, sem þú lagðir ekki inn, og uppsker það, sem þú sáðir ekki“ (Lúk 19.21). Sumt sem hann framkvæmdi var gert í einlægni, en þar kemur brátt í ljós að það að grafa hluti hafði orðið að ein- kennandi lífsmynstri hjá þriðja mannin- um. Undir yfirborðinu var hann í raun ósáttur við samstarfíð við yfirmanninn. Hann grefur upp öll einkenni bilaðra mannlegra samskipta: reiði, andúð, á- kærur. Hann ákærir yfirmann sinn um ranglæti gagnvart öðrum. Hann opin- berar hatur sitt í garð hans. Hann álítur hann geðþóttafullan harðstjóra. Hann lætur í það skína að aðferðir forstjórans nálgist það að vera óheiðarlegar. En lokaorð hans gefa okkur skilning á kjama málsins: „Ég var hræddur“, segir hann. Undir reiðinni, sektarkenndinni og gremjunni, viðurkenndi þriðji mað- urinn að lokum ótta sinn og mótþróa gegn því að sameinast meistara sínum og aðferðum hans. í þessari sögu bendir Jesús á per- sónulega afstöðu sem liggur að baki verka slíkra, sem hafa virst aðhyllast konung alheimsins. Hann yfirvegar freistingar þeirra. Jesús varpar fram þeirri spumingu hvað það sé sem hindr- ar þá, er virðast vera nálægir Guði, að meðtaka gjafir hans og nota þær. Saga þessi fjallar ekki um taumlausa syndara eins og glataða soninn, sem yf- irgaf föður sinn og heimili hans og sóaði eigum hans í svallsamri tilveru. Það er heldur ekki átt við hugsunarlausa fylgjendur Drottins eins og fávísu meyj- arnar, sem vanrækja andlegan forða sinn. Sagan á við þú, sem átt hafa að- gang að drottnara alheimsins og með- tekið gjafir hans. Þriðja manninum er vel ljóst, hvílíkum verðmætum honum var trúað fyrir, en veikleiki hans byggist á tilhneigingu hans til að túlka ótta sinn og áhyggjur fremur en skapandi traust sitt AÐ BAKIYTRI ÁSÝNDAR Jesús varar við því, að undir því sem virðist vera fagurt yfirborð, svo sem hyggindi, viska og auðmýkt leynist oft ótti, efi, andleg fáviska og hugleysi. Hann undirbýr okkur undir að vera á varðbergi gegn þeirri ógæfu sem verður hlutskipti þeirra sem virðast hafa orðið mikið ágengt í húsi Guðs, en hafa aldrei lært að nota þær gjafir, sem Guð gaf þeim, né heldur að endurgjalda það traust, sem hann sýndi þeim með gjöf- um sínum. En hvers vegna óttast þeir? Það kem- ur í ljós í orðum þriðja mannsins. Þeir nýta sér ekki gjafir Guðs vegna þess að þeir fyrirlíta gjafirnar og vantreysta þeim sem gaf þær. Og þegar þeir nýta ekki né þróa þær gjafir sem þeim hafa verið gefnar rýrna þær og samfélagið við hinn himneska gefanda dvínar. Guð verður í augum þeirra óáreiðanlegur í samskiptum. Þeir halda ef til vill áfram sarfi sínu fyrir Guð en án þess kærleika og öryggis sem stafar af persónulegu samfélagi. í vaxandi mæli verður mynd þeirra af Guði brengluð og blandin ótta. 8 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.