Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 9
Dæmisagan hvetur okkur til þess að endurskoða mynd okkar af Guði. Treystum við Guði sem gjafmildum föður eða hræðumst við hann? Stundum er það okkur tamara en við gerum okk- ur grein fyrir að eiga með okkur nei- kvæða mynd af Guði - mynd sem við felum fyrir öðrum og jafnvel okkur sjálfum. Mynd þriðja mannsins af yfirboðara sínum kom ekki í ljós fyrr en að honum þrengdi. Mynd okkar af Guði er ef til vill einnig djúpt hulin í fylgsnum með- vitundar okkar, í raun óþekkt, þar til við mætum persónulegu vandamáli. Þá verður það kannski fyrst augljóst, að samband okkar við Guð byggðist frem- ur á ótta en kærleika. LEYNILEGA REIÐUR Dæmisagan hvetur okkur persónu- lega til þess að svara þeirri spurningu hver mynd okkar er af gjöfum Guðs til okkar. Sem kristnir einstaklingar teljum við að til sé Guð sem sé annt um sér- hvert barna sinna og gefi þeim gjafir. En er þetta einnig afstaða okkar þegar við förum yfir það nákvæmlega hvað Guð hefur gefið okkur persónulega - andlega og efnislega? Það er ekki óalgengt að persónur, sem telja sig vera trúaðar, eru óánægðar með hlutskipti sitt. Að mati þeirra hefur Guð blessað aðra með peningum, hús- um og góðri atvinnu en sjálfir fara þeir varhluta af því. Öðrum hefur hann gefið meiri greind, áhrifaríkari persónuleik og meiri orku. Sama má segja um andlega sviðið. Þar eru sumir atorkusamari og áhrifarík- ari. Við freistumst jafnvel til að líta svo á, að Guð elski aðra meira en okkur, og útkoman verður sú, að við förum að líkjast þriðja manninum, og reiðumst ranglátum aðförum Guðs. Eins og hann gröfum við gjafir okkar í jörðu og telj- um ávaxtaleysi okkar byggist á því, að okkur var mismunað þegar gjöfunum var útbýtt. Okkur er áfátt hvað þá orku snertir sem stafar frá þakklætiskennd frá þeirri tilfinningu að Guð sé með okkur, annist um okkur. Ef við sem safnaðar- meðlimir treystum ekki Guði, munum við sameiginlega verða söfnuður fullur óöryggis. En söfnuður sem er haldinn ó- öryggi er hvorki aðlaðandi né árangurs- ríkur í starfi Þegar Lúkas sagði dæmisöguna um pundin, lagði hann áherslu á það, að með afstöðu sinni til Jesú væri Gyð- ingaþjóðin að endurtaka aðfarir þriðja mannsins. í henni var greinileg aðvörun um afleiðingar þess að ávaxta ekki það, sem Guð hefur gefið okkur. Eins og Jesús komst að orði: „Frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur“ (Lúk. 19.26). Eftir athugun þessarar dæmisögu, spyrjum við um það, hvaða gjafir Guð hafi gefið söfnuði Sjöunda dags að- ventista í heild eða sérstaklega á okkar svæði. Hvað gerum við við þá þekkingu á sannleikanum fyrir okkar tíma sem við höfum öðlast? Og hvað er að segja um þær andlegu gjafir, sem Guð hefur gefið okkur sem einstaklingum? Nýtum við gjafir minnihlutahópa okkar á með- al? Erum við svo smeyk við að nýta sumar gjafa okkar að við gröfum þær niður? Dœmisagan hvetur okkur til þess að endurskoða mynd okkar af Guði. Það gæti verið gagnlegt að spyrja: Finnst öllum sem hér eru samankomin gjafir þeirra séu nýttar að fullu? Ef ekki, á hvem hátt? Á hvaða hátt ótt- umst við það að nýta gjafir okkar að fullu og hvernig bregðumst við við þessum ótta? Þetta er grundvallarspum- ingin. Ótti þriðja mannsinns er í okkur öllum. Hann erfum við frá Adam sem heyrði röddu Guðs og varð hræddur. Ótti er mikilvægt aðvörunarmerki, því „sá sem óttast er ekki fullkominn í elsk- unni“ (lJh 4.18). En við þurfum ekki að óttast fram- vegis. Hin góðu tíðindi Biblíunnar eru að kærleikurinn getur fullkomnast hjá okkur og þannig getum við öðlast „djörfung á degi dómsins“ (17.vers). ENDURBÆTT MYND AF GUÐI Líf og dauði Jesú Krists gefur okkur tækifæri til þess að losa okkur við mynd af Guði sem geðþóttafullum dómara og kröfuhörðum konungi. I stað þess fáum við mynd af Guði sem elskandi föður, gjafmildum vini og persónulegum frels- ara. En að læra að sjá og þekkja Guð sem vin okkar er lífsstarf okkar. Þetta kann að útheimta erfiði. Á sama hátt og djúp persónuleg tengsl myndast ekki milli einstaklinga án þess að rækt sé lögð við sambandið þannig einnig er það með samfélag okkar við Guð. Her Satans berst gegn því að þetta megi takast, því hann veit að þegar ótti okkar við Guð dvínar, og við byrj- um að treysta honum í einlægni þá er vald Satans yfir okkur á enda. En þegar við kynnumst Guði persónulega hverfur óttinn, því „fullkomin elska rekur út óttann" (lJh 4.18). Okkur ber að hafa það hugfast, að við erum í hendi hins algóða og almátt- uga föður. „Óþarft verður að flytja boð- skap dæmisögunnar um talentumar sem leikrit. Líf okkar mun flytja boðskapinn um talentumar - boðskapinn um Guð og óviðjafnanlegar gjafir hans. SPURNINGAR TIL UMRÆÐU: 1. Hvað myndum við segja að gjörð- ir þriðja mannsinns táknuðu? 2. Hvað óttumst við varðandi það að nýta gjafir Guðs til okkar? 3. Endurspeglar ótti okkar við að gera aðra þátttakendur í prestastarfínu afstöðu þriðja mannsinns? Mynd: Helen Pearson kennir ensku við Newbold skólann í Berkshire, Englandi. Aðventfréttir 4.1992 9

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.