Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 11
boða, og enn eru boðberar sendir út en í þetta sinn út fyrir mörk borgarinnar (sem var brennd). Þeim er boðið að fara út á vegamót og bjóða hverjum þeim sem þeir fyndu. Hér er átt við heiðingja sem einnig voru þegnar ríkisins (P 14. 15-17), sem lítil eða engin kynni höfðu haft af boðskap Jesú. í þetta sinn er för- in árangursnk. Margir taka á móti boð- inu á jákvæðan hátt (Mt 22.10). Boð konungsins er það sem kristnir menn þekkja sem hina miklu trúboðsskipun Krists: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður- ins, sonarins og heilags anda“ (Mt 28. 19). Á frummálinu má skilja þetta boð þannig, að boðberunum beri að fara aft- ur og aftur, þar til húsið er fullt (9. vers). I þessum fáu orðum fæst Jesús við allt tímabil kristinnar kirkju. Veislu- salurinn, fullur gesta, táknar hinn kristna söfnuð, samfélag trúaðra. Boð konungsins er að boða kristna trú þar til náðartímabilið er á enda. HINN ENDANLEGI DÓMUR En óheillavænlegur tónn hljómar samfara árangursríku boðunarstarfi þjónanna: Þeir „söfnuðu öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo að brúðkaupssalurinn varð alskipaður gest- um“ (Mt 22.10). Þetta er þriðja dæmisagan (sam- kvæmt Matteusi) þar sem Jesús tekur fram að hinn stríðandi söfnuður Krists er blandaður góðum jafnt sem vondum, einlægum fylgjendum og fölskum. Sú staða kallar á greiningu að lokum: 111- gresið verður að skilja frá hveitinu (Mt 13. 41,42), hina ónýtu fiska úr aflanum sem fékkst í netið (vers 47-50) og þá sem eru klæddir óviðeigandi klæðum í veislunni verður að útiloka (Mt 22.10 - 13). Söfnuðurinn laðar að sér og innifel- ur bæði vonda sem góða. Nú gerist eitthvað óvænt í táknsög- unni. Svo er að sjá, sem hinir mörgu gestir hafi komið sér fyrir og bíði eftir því, að konungurinn komi inn og borð- haldið hefjist. „Konungurinn gekk þá inn að sjá gestina”, lesum við, og hér er átt við nána athugun á þeim sem þáðu boð hans. Jesús er hér á táknrænan hátt að fjalla um lokadóminn, sönnun þess liggur í aðferðinni sem notuð er til að vísa þeim út sem er óviðeigandi klædd- ur (bundinn á höndum og fótum). Þetta sannast einnig í orðunum „ysta myrkur“ og „grátur og gnístran tanna“ (13.vers). Bæði orðasambönd finnast annars stað- ar í Biblíunni í sambandi við hinn end- anlega dóm yfir óguðlegum (sbr. Mt 8.11,12; 13.39-42, 47-50; 24. 50,51; 25. 29,30). VIÐEIGANDI KLÆÐI Athyglin færist nú frá viðbrögðunum við boðunum til undirbúningsins fyrir veisluna. Jesús skýrir ekki hugtakið „brúðkaupsklæði". Skýringuna er án efa að finna í orði sem notað er þegar því er lýst að konungurinn uppgötvaði mann klæddan á óviðeigandi hátt. Orðrétt stendur í Mt 22.11: „leit þar mann, sem ekki hafði klœðst brúðkaupsklæðum“. „ Farið því og gjörið allar þjóðir að lœrisveinum, skírið þá í nafni föðurins, sonarins og heilags anda “ Sú hugmynd á rætur sínar að rekja til Gamla testamentisins að lýsa lyndisein- kunn með því að vitna í klæðnað, við- eigandi eða óviðeigandi: „Þá tók engill- inn til máls og mælti: „Færið hann (Jósúa æðstaprest, fulltrúa Gyðinga eftir herleiðinguna) úr hinum óhreinu klæð- um!“ Síðan sagði hann við hann: „Sjá, ég hefi burt numið misgjörð þína frá þér og læt nú færa þig í skrúðklæði““ (Sk 3.4). Á sama hátt lýsir Jesaja fögnuði Síonar: „Hann hefir klætt mig klæðum hjálpræðisins, hann hefur sveipað mig skikkju réttlætisins" (Jes 61. 10). Páll postuli notar þetta sama hugtak á eftirfarandi hátt: „Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi“ (G1 3.27). Að vera í- klæddur Kristi þýðir það, að samfélag einstaklingsins við Krist sé svo náið, að Kristur stjómar hugsunum hans og tali. Sá sem ber þessi klæði hefur meðtekið réttlæti Krists sem gjöf sem er tilreikn- uð honum (lKor 1. 30). Samkvæmt orð- um engilsins sem skipti búningi Jósúa útheimtir þátttakan í brúðkaupsveislu konungsins tvenns konar undirbúning: Að afklæðast hinum gamla manni (eðli hans og gjörðum), og íklæðast hinum nýja manni (Ef 4.22-24, Rm 13.13,14, Kól 3.5-11). Þegar syndarinn kemur til Guðs, játar syndir sínar og veitir Kristi viðtöku í trú sem frelsara sínum og Drottni hlýtur hann fyrirgefningu og verður klæddur Kristi - réttlæti hans. Og í þessum „klæðum”, þessu einingartákni, heldur hann áfram að umbreytast fyrir náð. Og hvatning Páls er á þessa leið: „í- klæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumk- un, góðvild, auðmýkt, hógværð og lang- lyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. En klæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans“ (Kól 3.12-14, sbr. Opb 19.8). Brúðkaupsveislan stendur enn til boða. Gestirnir eru samankomnir og hlýða á hið eilífa fagnaðarerindi (Op 14. 6). Samkvæmt orði Guðs lifum við á þeim tíma, þegar konungurinn athugar gestina sem skráðir eru í „gestabók" lífsins (Dn 7. 9, Op 14. 6,7). Hefur þú veitt boði hans viðtöku? Hann óskar sérstaklega eftir nærveru þinni. Ert þú í veislusalnum og í viðeigandi búningi? Lokaorð Jesú eru þessi: „Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir“ (Mt 22.14). SPURNINGAR TIL UMRÆÐU: 1. Hvar komum við inn í söguna um brúðkaupsveisluna? 2. Hvernig búum við okkur fyrir veisluna? 3. Hvað finnst þér um það að skoðun konungsins á gestunum sé, borin saman við hinn endanlega dóm? Mynd: Frank B. Hol- brook er nú á eftir- launum en starfaði áður við Biblíurann- ** samtakanna. Aðventfréttir 4.1992 11

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.