Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 13

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 13
engillinn sameinaðist þeim fyrsta og síðan tók hinn þriðji undir þannig að nú endurómar öll veröldin. Um 1970 höfðu aðventistar náð til 184 af 215 löndum heims sem opinberlega voru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Glans þessarar myndar dofnaði, þeg- ar það kom nýlega í ljós, að 12,000 þjóðarbrot eða flokkar fólks höfðu enn ekkert samband við kristindóm, og að Biblían var ekki til á tungumáli þeirra. Sannleikurinn er sá að einungis 30% af íbúum jarðarinnar telja sig vera kristna. (Aðventistar eru taldir vera 6,7 milljónir en íbúar heimsins eru 5,4 milljarðar og eru því um það bil 800 manns fyrir hvem aðventista í heiminum.) MANNLEG VIÐBRÖGÐ Á ársfundi Aðalsamtakanna í Rio de Janeiro haustið 1986 fundu leiðtogar safnaðarins aðferð til þess að meta hve mikið vantar enn í útbreiðslu hins himneska súrdeigs. Heiminum var skipt í 5,500 landfræðilegar einingar með u.þ.b. 1 milljón íbúa í hverri. Þessar einnar milljónar einingar voru því næst rannsakaðar til að meta útbreiðslu að- vent - súrdeigsins og þá kom í ljós að áhrif starfsins voru til staðar í 3,200 þessara eininga. 2,300 voru alfarið án á- hrifa aðvent - súrdeigsins. Hvar eru þessar einingar? 5 stærstu svæðin sem eru enn óunnin eru eftirfar- andi: í Kína er að finna 900 þessara einnar milljónar eininga. I Norður-Ind- landi eru 350 þeirra, í Mið-Austurlönd- um 223, í báðum Evrópudeildunum (þar innifalin boðunarsvæði þeirra í Norður- Afríku, Pakistan og Afghanistan) 202, og í Mið-Asíu (áður Sovétríkjunum) 83.3. Tölumar tala sínu máli. Einfalt reikn- ingsdæmi mátar okkur. Áætlað er að fólksfjöldi í heiminum aukist um 330,000 á dag. Fjöldi aðventista eykst um tæplega 2,000 á dag. Hvað getum við gert? Ef við segjum, að við viljum útvega það fé, sem það kostar að ljúka verki Guðs, er það álíka óframkvæmanlegt og eftirfarandi loforð ísraels: „Vér viljum gjöra allt það, sem Drottinn býður“ (2.MÓS 19.8). Fyrsta skrefið til að ljúka verkinu, er að viður- kenna, að það sé okkur óframkvæman- legt. Það krefst þess, að við sem höfum þetta súrdeig hið innra með okkur, sem lyftist og eykst í umfangi, gefumst Heilögum anda á vald með bæn á vör- um um kraft haustregnsins. Ellen G. White ráðlagði okkur í smáatriðum hvemig við skyldum biðja um hlutdeild í haustregninu. Segjum við Guð? 1. „Send mér ljós engilsins, sem á að sameinast þriðja englinum, 2. gef mér hlutverk að vinna í starf- inu, 3. lát mig enduróma boðskap þinn, 4. ger mig að samstarfsmanni Jesú Krists.” 4. Öll fjögur atriði þessarar bænar snú- ast um að ná sem best til heimsins. Ellen G. White segir, að Andi Guðs verði gefinn okkur í hlutfalli við hæfi- leika okkar til að meðtaka hann og til að gera aðra hluttakandi í honum.5. Til þess að við öðlumst þessar gjafir Andans, höfum við fengið það ráð að leita þeirra, biðja um þœr og trúa á þœr. HVAÐ ÞÁ? Ef Guð hefur aftur og aftur sent heiminum súrdeig sitt, eins og hér hefur verið bent á, hvers vegna hafa áhrif þess þá ekki verið gagngerari en raun ber vitni? Persónuleg skoðun mín er sú, að súr- deigið, þó það sé til staðar innan safnað- ar Guðs, þarf að verða virkt af krafti Heilags anda til að ná árangri. Til þess að þetta megi verða innan safnaðar okk- ar þurfum við endurvakningar sannrar guðrækni við. Þetta er það sem Ellen G. White telur að eigi að vera „hið fyrsta verk okkar“.6. Ef börn Guðs öðlast ekki hina nauð- synlegu vakningu hvað þá? Það eru tak- mörk fyrir því hve lengi Guð bíður. Það verk, sem við hefðum átt að fram- kvæma, verður þá falið englum Guðs og það mun koma í ljós, að Guð tekur framkvæmdir verks síns í eigin hendur. Með tilliti til þess, sem gerst hefur í Austur-Evrópu og Mið-Asíu spyrjum við, hvort slfkt sé ekki að gerast á okkar tíma. Það afl, sem ruddi kommúnisman- um burt, getur einnig rutt sér braut gegnum vantrúna, Búddismann og Hindúismann. Minnumst eftirfarandi orða Páls í Rm 9.28: „Drottinn mun gera upp reikning sinn á jörðinni, binda enda á hann og ljúka við hann í skyndi." Við vitum einnig, að Guð mun jafnvel láta stein- ana hrópa (Hab 2.11). En þá förum við á mis við þau laun, sem okkur voru ætl- uð. Svarið er að biðja um kraft Andans í fyrsta lagi til að uppfylla skilyrði fyrra regnsins (játning, auðmýkt, iðrun og einlæg bæn). í öðru lagi til að undirbúa undir að taka við haustregninu. Til þess að við öðlumst þessar gjafir Andans, höfum við fengið það ráð að leita þeirra, biðja um þær og trúa á þær. Er þetta ekki einmitt tilgangur bænavikunnar? SPURNINGAR TIL UMRÆÐU: 1. I Gamla testamentinu er súrdeig tákn syndar. Hvers vegna notar Jesús það til þess að lýsa vexti rílds síns? 2. Höfundurinn nefnir fjóra viðburði þar sem hún telur að hinu andlega súr- deigi hafi sérstaklega verið komið fyrir á heiminum. Hverjir eru þessir viðburð- ir? Hver eru viðbrögð þín við umfjöllun hennar um þetta efni? 3. Hvernig hjálpar dæmisagan um súrdeigið okkur að skilja uppfyllingu hinnar miklu trúboðsskipunar? 1. Christ’s Object Lessons (Dæmisögur Krists) bls. 96 2. Sama rit bls. 101 3. Upplýsingar frá Charles Taylor hjá tölfræðilegri upplýsingaþjónustu Aðalsamtakanna. 4. The Upward Look (Horft til hæða) bls. 283 5. Ellen G. White, bréf 54, 1894 6. Selected Messages (Valdir vitnisburðir) 1. bók, bls. 121 fKristniboðslestranna. Aðventfréttir 4.1992 13

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.