Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 16

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 16
FÖSTUDAGUR Sönn einlægni á biðtímanum Dœmisagan um meyjarnar tíu Eftir Mike Ryan Ritningarvers: Mt 25.1-13 arna ganga þeir, hver á eftir öðrum. Þeir líta glæsilega út í bláum og rauðum einkennis- búningunum. Há leðurstígvél þeirra og legghlífar falla vel inn í mynd- ina og einnig fjaðurskreyttir hattarnir. Rifflunum halda þeir í nákvæmlega réttri stöðu. Trommurnar hljóma. Myndin er fullgerð. Draumurinn getur nú hafist. Hetjudáðir eru drýgðar, reykj- armökkur og vopnagnýr fyllir orrustu- völlinn. Hugur litla drengsins fyllist af myndum frá hinum mikla bardaga sem lifnar eins og fyrir töframátt tindátanna. Dátarnir eru miðdepill ímyndunar drengsins. Þeir eru aðalleikaramir, stór- stjömumar sem hann hefur valið til þess að setja sjónleikinn á svið. En endur- sköpun drengsins kemur engum í upp- nám, því að hin mikla orrusta sem svo grimmilega aðskildi sigurvegara og þá sem biðu ósigur er nú ekki nema óljós minning, og töframáttur tindátanna er ekkert nema hrein ímyndun. HIN RAUNVERULEGA ORRUSTA Fólk Guðs eru þátttakendur í raun- verulegu stríði - stríði sem innan skamms mun sundurskilja sigurvegara og sigraða. Starf Krists hér á jörðu var undirbúningur að komu Guðs ríkisins. I einni hinna grípandi sagna sem Kristur sagði um Guðs ríkið valdi hann tíu meyjar sem aðalleikendur. Þær voru miðdepill sögunnar, því Jesús óskaði að áheyrendurnir skildu að umfjöllunar- efnið væri áríðandi. Hann vildi breyta því sem virtist fjarlægt og langsótt í brýnan raunveruleika. Kristur ætlaðist aldrei til þess að þær yrðu að tin meyjum, færðar til ótal sinn- um í tímans rás, þar til þær yrðu tákn- ræn leikföng ímyndaðrar sögu. Hann vildi að þær væru raunverulegar og lif- andi, meyjamar tíu, stríðsmenn í mestu styrjöld sögunnar, bíðandi raunverulegs komandi Guðs ríkis. í dæmisögunni um meyjamar tíu (Mt 25. 1-13) lýsir Jesús hinu komandi ríki sem brúðguma á leið til brúðkaups síns. Kjarni sögunnar er sá, að Jesús kemur aftur, og að ríki hans er í nánd. Frá upphafi sögunnar eru meyjarnar mið- depill hennar. Fimm þeirra eru hyggnar og fimm fávísar. Þær bíða í myrkrinu eftir brúðgumanum. Áheyrendur Krists þurfa ekki að geta sér til þess hvað það er sem sundurgreinir hinar vísu frá þeim fávísu. Það kemur snemma í ljós í dæmisögunni, að aðalmunur hópanna tveggja var sá, að annar þeirra mundi eftir olíunni, en hinn gleymdi henni. Sumar höfðu keypt olíu fyrir lampa sína, aðrar ekki. Sagan heldur áfram. Allar meyjamar sofnuðu. Um miðnóttina kom brúðgum- inn, þá kveiktu fimm meyjanna á lömp- um sínum og fóru með honum, en hinar fimm fávísu hlupu burt og reyndu að kaupa olíu því ekki var mögulegt að fá neitt að láni. Brúðguminn fór með þeim, sem létu ljós sitt skína í myrkrinu. Brúðkaupið fór fram, og fávísu meyjun- um varð það ljóst, að miðnóttin var ekki heppilegur tími til innkaupa. Búðirnar voru lokaðar, og lampar þeirra ljóslaus- ir. Þær vildu mjög gjaman vera með í brúðkaupinu, þessum stórkostlegasta viðburði ævi þeirra, svo að þær hlupu að dyrunum og báðu um aðgang. En brúðguminn svaraði: „Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki”. Hinar hyggnu höfðu gagnstæða reynslu. „Þær tóku olíu í kerum sínum ásamt lömpum sínum. Síðari hópurinn hafði meðtekið náð Guðs og hið endur- lífgandi, fræðandi vald Heilags anda“ (Deilan mikla bls. 406). Ein spurning vaknar í þessu sam- hengi: Hvernig er hægt að kaupa Heilagan anda? Hvemig get ég vitað að ég sé fylltur Andanum, og að vilji minn, áhugamál mín og gjörðir séu í samræmi við vilja hans? Allar aðrar spurningar verða að engu. Málið snýst ekki um það, hvort einstaklingurinn sé hvfldar- dagsskólakennari, safnaðarþjónn, safn- aðarformaður eða gegni öðrum emb- ættum. Heldur ekki um hve mikla tíund við greiðum, eða hve oft við sækjum kirkju eða hvort við tökum þátt í inn- söfnun safnaðarins. Ekkert af þessu get- ur komið í stað þess að vera undir áhrif- um Guðs anda og að fylgja fordæmi Krists. Því einungis þeir sem fylltir em Heilögum anda munu fylgja Jesú til himins. Þeir sem ekki hafa undirbúið sig nægilega eða „keypt“ Heilagan anda, munu verða skildir eftir - gleymdir, glataðir í hinu eilífa myrkri. AÐ FESTA KAUP Á HEILÖGUM ANDA Hvernig get ég þá keypt Anda Guðs? Þótt engin nákvæm uppskrift sé gefin á þessu í Orði Guðs, byggist það ekki á því, að þetta sé leyndardómur, sem einungis verði skilinn af hinum lærðustu guðfræðingum. Af orðum Biblíunnar skiljum við, að Andinn er bæði keyptur fyrir verð, en einnig fijáls gjöf Guðs. Hvort tveggja er rétt. Heilag- ur andi er gjöf föðurins, sem Jesús kem- ur til skila. Sú gjöf er algjörlega ókeyp- is. Samt er farið fram á allt til þess að geta tekið við þessari gjöf. Athugum þrjú nauðsynleg skref til að geta með- tekið Anda Guðs: 1. Við verðum að gefa okkur sjálf Tvennt er innifalið í þeirri hugsun að ol- ían sé til sölu: Að hún sé verðmæt og að hún sé einungis fáanleg í skipti fyrir 16 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.