Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 20

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 20
Bara fyrir krakka SÖGURUMRÍKIJESÚ LESTRAR BARNANNA í BÆNAVIKU 1992 ALLT ÖÐRUVÍSIRÍKI egar Jesús var hér á jörðinni, voru Gyðingar mjög reiðir yfir því, að þjóðin þeirra var ekki sjálfstæð. Það voru Rómverjar, sem stjómuðu landinu, þótt þeir skildu ekki tungumál þeirra. Þegar þeir mættu lögreglumönnum á götunni, töluðu þeir latínu, en það var mál, sem Gyðingar skildu ekki. Og ef einhver gekk skakkt yfir götu eða gerði eitthvað annað, sem talið var rangt, hrópuðu þessir lögreglumenn eitthvað sem enginn skildi. Skipunum þeirra var ekki hlýtt, vegna þess, að enginn skildi þær, og þá gat lögreglan átt það til að taka menn fasta og setja þá í fangelsi. Og ekki nóg með það, heldur voru fangamir oft og einatt barðir með gaddasvipum. Heitasta ósk Gyðinga yfirleitt var sú að reka alla Rómverja burt úr landinu. Þegar Jesús fór að gera kraftaverk, vom margir Gyðingar, sem vildu gera hann að konungi sínum. Hann gæti komið upp her, sem sigraði Rómverja. Þá gætu Gyðingar sest að í glæsilegum húsum þeirra og klæðst fínum fötum þeirra. Fullt af fólki safnað- ist í kringum Jesú, hvar sem hann fór í þeirri von, að hann myndi stofna ríki sitt þegar í stað. Jesús vildi gjaman verða konungur þeirra, en hann vissi vel, að ríki hans yrði ekki það ríki, sem fólkið gjarnan vildi fá. Þeir, sem kæmu í ríki hans, ættu að elska óvini sína og fyrirgefa þeim, sem gerðu þeim illt. Þeir áttu að gefa mat og drykk þeim, sem þurfandi væm. Hvemig gat hann hjálpað fólkinu til að skilja þetta? Hann ákvað að segja því sögur um ríkið, sem hann ætlaði að stofna. Við ætlum að lesa þessar sögur í þess- ari viku, svo að við lærum að þekkja Guðs ríki og getum búið okkur undir að lifa í því. Eftir Lawrence Maxwell, áður ritstjóra Guide, Primary Treasure, Our Little Friend og Signs of the times. FYRRI HVÍLDARDAGUR FYRIR- GEFNING Ritningarvers: Mt 18. 23-35 Ein af fyrstu sögunum, sem Jesús sagði um ríki sitt, gerði marga undr- andi. Sérstaklega þá, sem hötuðu Róm- verjana, því að þessi saga sýnir fram á það, að í ríki hans eru allir vingjamlegir og fyrirgefa hver öðrum. Sagan byrjar þannig: „Líkt er um himnaríki og konungi, sem vildi láta þjóna sína gjöra skil“. Hann vildi kom- ast að raun um það, hvort þeir hefðu greitt skatta sína. Hann hafði líka lánað þeim peninga, og nú vildi hann sjá, hvort þeir hefðu skilað þeim. Maður var færður til hans, hann skuldaði honum tíu þúsund talentur. Hann hafði ekkert borgað, og konungur- inn spurði hvers vegna. Maðurinn var mjög niðurlútur og sagði, að hann hefði notað alla peningana. Konunginum líkaði þetta illa. Hann bauð þjónum sínum að taka þennan mann og einnig konuna hans og bömin þeirra og selja þau öll til þess að fá pening til að greiða skuldina hans. Maðurinn lagðist á hnén og sárbað konunginn að gefa sér tækifæri til að greiða skuldina. Konung- urinn vorkenndi honum og sagði, að hann mætti fara heim til sín og gleyma þessari skuld, og maðurinn fór ó- skaplega glaður heim til sín. En á leiðinni hitti hann mann, sem skuldaði hundrað denara. Það var lítil upphæð - næstum því ekki neitt, samanborið við þá stóm upphæð, sem konungurinn hafði gefið honum. Þessa peninga vildi hann fá, og 20 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.