Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 23

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 23
hann: „Sæll er sá, sem neytir brauðs í Guðs ríki.“ Jesús skildi að þetta var gott tækifæri til að tala við gestina um það, hvemig þeir, sem ekki vildu fylgja Jesú, fyndu upp á afsökunum fyrir því. Hann sagði þessa sögu: Það var mað- ur, sem hélt mikla veislu og bauð mörg- um gestum. Þegar allt var tilbúið, mat- urinn og blómin á borðunum og tíminn kominn til að veislan byrjaði, hlakkaði hann til, að sjá gestina, en þeir komu ekki. Þá sendi hann þjón sinn út og bað hann um að minna þá á, sem hann hafði boðið, að nú ætti veislan að byrja. En þeir fóru allir að afsaka, að þeir gætu því miður ekki komið. Einn sagð- ist vera nýbúinn að kaupa akur, og hann yrði að fara að skoða hann. Annar sagð- ist hafa verið að kaupa fimm pör uxa til að plægja með, og hann yrði að fara að prófa, hvemig þeir væru. Sá þriðji sagð- ist vera nýgiftur, og hann gæti þess vegna ekki komið. Allt voru þetta gervi afsakanir. Sá, sem hafði keypt akurinn, hefði getað farið að skoða hann daginn eftir, og hið sama var að segja með þann, sem hafði keypt uxana. Og ekki var afsökun hans, sem var nýgiftur, betri, því að auðvitað hefði honum verið velkomið að taka konuna með sér í veisluna. Sannleikur- inn var sá, að þeir höfðu engan áhuga á að koma. Þeir tóku ekki tillit til þess, að sá, sem hafðið boðið þeim, hafði eytt tíma og peningum í að undirbúa veisl- una. Þeir hugsuðu bara um sjálfa sig og sín eigin áhugamál. Þegar þjónninn kom og sagði hús- bónda sínum frá þessu, varð hann mjög leiður yfir því, en var ákveðinn í því, að láta aðra njóta þess, sem hinir kærðu sig ekki um. „Farðu fljótt út á götur borg- arinnar og bjóddu hingað fátækum, blindum og höltum.“ Þá fylltist húsið af slíku fólki, sem var ekki mjög vel búið, en það tók á móti boðinu með ánægju. Þannig var sagan, sem Jesús sagði. Okkur finnst auðvitað, að þeir, sem fyrst voru boðnir, hafi farið illa að ráði sínu að nota þessar lélegu afsakanir. En áður en við gagnrýnum þú, skulum við athuga, hvort við höfum stundum gert eitthvað svipað. Hefur þú nokkurntíma sagt, að þú getir ekki farið í hvíldar- dagsskóla í dag, því að þú hafir ekki tíma til að lesa lexíuna þína, þú hafir eitthvað annað, sem þú þurfir að ljúka við. Það er hættulegt að venja sig á að nota lélegar afsakanir. Það getur haft þær afleiðingar, að við förum á mis við hið besta og mikilvægasta, sem Guð vill gefa okkur. lélegt, hitt vel lyft og velheppnað. Best væri, ef þú gætir lofað börnunum að baka tvö brauð eins og þau, sem hér hafa verið nefnd). „Líkt er himnaríki súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt“. Þessa dæmisögu sagði Jesús fólkinu. Þetta er einkennileg saga. Hvernig getur súrdeig verið líkt heilu ríki? Súr- deig (eða ger) er notað, þegar brauð eru bökuð. Ég veit ekki, hvort þið hafið bakað brauð, en þið vitið, að 1 brauðinu eru þessi efni: Mjöl, vatn, salt, sykur, smjör ( eða matarolía) og ger (súrdeig). Öllu þessu er blandað saman í skál eða fat. Það er hrært og hnoðað og svo látið standa nokkra stund. Þá gerist nokkuð sem er einkennilegt. Deigið vex og verður helmingi stærra. Svo er það aftur hnoðað og úr því myndað brauð, sem er látið bíða lítið eitt, áður en það er látið í ofninn. Ef þú hefur látið tvö brauð 1 ofninn, brauð af sömu stærð og úr sömu efnum að öðru leyti en því, að í annað brauðið lést þú ekkert ger, þá tekur þú eftir því þegar brauðin eru bökuð, að brauðið með gerinu er mun stærra en hitt. Ef þú skerð sneiðar af þeim, sérð þú, að brauðið með gerinu er létt og fallegt, en hitt klesst og misheppnað, og þú getur ekki breytt því með því að smyrja geri utan á það. Þannig er það með kærleika Guðs. Hann verður að koma inn 1 líf okkar til þess að það verði vel heppnað. Jesús segir í dæmisögunni, að súrdeiginu (gerinu) var blandað í deigið og það sýrðist allt. Þannig þarf hugarfar Jesú að blandast í líf okkar, annars verður það misheppnað eins og brauðið, sem fékk ekkert súrdeig. Ritningarvers: Mt 13.33 (TIL KENNAR ANS. Það myndi auka mjög áhrif þessa lesturs, ef þú hefðir mjöl, vatn, sykur, smjör, salt, ger og skál. Enn fremur tvö sýn- ishorn af brauði, annað gerlaust, klesst og MIÐVIKUDAGUR ENGAR KLESSUR í BRAUÐINU Aðventlréttir 4.1992 23 Bara fyrir krakka

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.