Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 24

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 24
Bara fyrir krakka FIMMTUDAGUR ILLGRESIÐ í AKRINUM Ritnigarvers: Mt 13.24-30 Eitt sinn sagði Jesú sögu um hveiti og illgresi. Hann sagði, að himnaríki líktist manni, sem sáði hveiti í akur sinn. En um nóttina, þegar hann svaf, kom óvinur hans og dreifði illgresisfræi yfir allan akurinn, og að því búnu hvarf hann burt. Margar vikur liðu án þess að nokkur vissi um það, sem hann hafði gert. Bæði hveitið og illgresið kom upp, og allar litlu plönturnar litu eins út. En þegar tíminn leið, fóru hveitiplönturnar að mynda höfuð með mörgum hveitikornum, en illgresisplönturnar voru öðruvísi, og smámsaman kom það í ljós, að það var illgresi í hveitiakrin- um. Þjónarnir fóru til húsbónda síns og spurðu hann, hvort hann hefði ekki sáð góðu sæði í akurinn. „Já”, svaraði hann, „en þetta hefur einhver gert sem er ó- vinur okkar“. Og þjónamir spurðu hann, hvort þeir ættu ekki að fara og tína illgresið. „Nei“ sagði hann. „Með því að tína illgresið, gætuð þið slitið upp hveitið um leið. Látið hvort tveggja vaxa saman þangað til við sker- um upp. Þá mun ég segja við vinnu- mennina: Safnið fyrst illgresinu og bindið í bundin til að brenna því, en hirðið hveitið í hlöðu mína.“ Bóndinn táknar auðvitað Guð. Hveit- ið táknar allt góða fólkið og illgresið táknar vonda fólkið, sem lítur út eins og það væri gott. Þegar tíminn líður, mun það koma í ljós, hvemig það er í raun og vem. Við vildum auðvitað öll vera þeir, sem hveitið táknar, en ef við finnum, að við líkjumst ekki Jesú, óttumst við kannski að við séum meðal þeirra, sem illgresið táknaði, og við vitum að ill- gresi getur ekki breyst og orðið hveiti. En Jesús getur breytt okkur, svo að við verðum eins og þeir, sem hveitikornið táknar. Það er kraftaverk Guðs, sem er kallað endurfæðing. Það var maður, sem spurði Jesú, hvernig þessi breyting gæti orðið, og Jesús reyndi ekki að útskýra það. En hann sagði: „Vindurinn blæs og þú heyrir þytinn í honum, en þú veist ekki hvaðan hann kemur eða hvert hann fer.“ Og þannig er það. Við sjáum ekki vindinn en við finnum hann, þegar hann blæs á okkur, og þegar hann er sterkur, sjáum við áhrif hans. Svona er það, sem Andi Guðs gerir í lífi okkar - við sjáum hann ekki, en við sjáum það, sem hann gerir, þegar hann vekur löngun manna til að gera það, sem er gott og gefur þeim kraft til að gera það. Breytingin kemur í ljós í smáu og í stóru og óvænt. Einhver hafði gert eitthvað á hluta Nonna, og allir væntu þess, að hann myndi ausa úr sér mörgum ljótum orðum, en svar hans var þetta: „Ég veit, að þú ætl- aðir ekki að gera þetta, við skulum gleyma því.“ Þegar mamma kom heim, átti hún von á því, að Anný og Kristín væru að rífast um það, hvor þeirra ætti að sjá um upp- þvottinn. En viti menn - uppþvottinum var lokið, og allt var í röð og reglu. Hvað hafði gerst? Hin mikla breyting, sem Jesús getur komið til leiðar. Slíka breytingu getur þú reynt. Þetta er það kraftaverk, sem Jesús getur gert. Hvers vegna ekki að biðja hann um að fram- kvæma það í lífi okkar og segja við hann: Góði Jesús, ég vil ekki vera ill- gresi. Mig langar að líkjast þér. Vilt þú breyta mér? FÖSTUDAGUR VONSVIKNAR STÚLKUR Ritningarvers.Mt 25.1-13 Það er eitthvað sérstakt í sambandi við brúðkaup. Það er sennilega þess vegna, að Jesús nefndi það oft, þegar hann talaði um Guðs ríki. Vinsælust af þessum sögum er sennilega sagan um stúlkurnar, sem sofnuðu, þegar þær voru að bíða eftir því, að brúðguminn kæmi. Þessum tíu stúlkum hafði verið boðið í brúðkaupsveisluna. Þær fóru í falleg- ustu fötin sín og greiddu hárið sem best þær gátu. Svo söfnuðust þær við hús brúðarinnar og biðu eftir því að brúð- guminn kæmi. Hann ætlaði að koma og svo fara með brúðina heim í sitt hús. Allir nánustu vinir hans myndu fylgja þeim og lýsa veginn upp með lömpum sínum. Allar stúlkurnar höfðu lampa með sér. Það kom síðar í ljós, að sumar þeirra voru svo skynsamar, að þær höfðu tekið lítil olíuflát með sér, en aðr- ar þeirra höfðu enga olíu nema þú, sem var í lömpunum. Allar höfðu þær reiknað með því, að brúðguminn kæmi fljótlega, en það gerði hann ekki. Þeim fannst biðtíminn langur, þær urðu syfjaðar og sofnuðu, og það logaði á lömpum þeirra á meðan. Þær vöknuðu við það, að einhver hróp- aði: „Brúðguminn er að koma, farið og mætið honum.“ Stúlkumar vöknuðu og tóku til lampa sína. Ljósið á lömpum þeirra flökti, og það var auðséð, að olían á þeim var að verða búin. Hinar skynsömu höfðu nóga olíu til að fylla lampa sína, en hinar voru í vanda staddar. Hvemig gátu þær verið ljóslausar í brúðargöngunni? „Gefíð okkur af olíunni ykkar, það er að slokkna á lömpunum okkar“, sögðu þær við hinar skynsömu. „Okkur þykir það mjög leitt“, sögðu þær, „en það er ekki nóg handa okkur öllum. Farið heldur til kaupmannanna, 24 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.