Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 26

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 26
Bara fyrir krakka LOKAORÐ DASAMLEGUR DAGUR ÍVÆNTUM Þegar fólkið hafði heyrt allar sögum- ar, sem Jesús hafði sagt því um ríki hans, tók það eftir því, að hann hafði ekkert sagt um það, að það ætti að berj- ast við Rómverja. Hann hafði ekkert sagt um það hvers konar vopn það ætti að útvega sér, eða hvers konar her það ætti að mynda. Hann hafði talað um fyr- irgefningu og að það ætti að láta ljós sitt skína og vera gott hvert við annað. Flest af fólkinu sagði: „Þennan mann getum við ekki haft sem konung“ og margir hættu að hlusta á hann. En fáeinir héldu áfram að fylgja hon- um. Þeir sáu hvað hann var dásamleg persóna. Hann skildi alla og vildi hjálpa öllum. Þá langaði að líkjast hon- um. Þeir voru ekki svo margir, en Jesús treysti þeim samt til að mynda söfnuð hans. Og vegna þess að þeir trúðu á hann og fylgdu honum, er kristið fólk til um allan heim, og það keppir að því að segja öllum um Jesú og um ríki hans, sem er í vændum. Ef þú vilt verða í ríki hans, vill hann hjálpa þér. Hann getur breytt illgresi í hveiti. Hann vill gefa okkur öllum brúðkaupsföt sem er hugarfar hans. Passaðu þig að nota ekki afsakanir eins og þeir gerðu, sem vildu ekki þiggja boð hans. Láttu kærleika hans og hugar- far hans fylla þig eins og súrdeigið eða gerið sem er í öllu brauðinu og gerir það gott. Gerðu ávallt þitt besta með hjálp hans, hann biður ekki um meira, og ekkert minna dugar. Segðu við hann: „Góði Jesús, ég vil að þú sért foringi minn.” Og þegar hann kemur í skýjum himinsins, mun hann segja við þig: „Vel gert, bamið mitt. Komdu með mér í ríki mitt, og njóttu hamingju minnar að ei- lífu”. Þessi dásamlegi dagur kemur brátt. 26 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.