Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 28

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 28
Boðskapur formannsins Robert S. Folkenberg formann Aðalsamtakanna. Kæru trúsystkini! Dæmisögur! Við elskum dæmisög- ur. Orðið sjálft kallar bros fram á andlit- um okkar. Það kemur okkur í þægilegt hugarástand eftirvæntingar, þegar við hugsum um uppáhalds dæmisögur Bibl- íunnar. Um hvaða dæmisögu hugsar þú einmitt núna? Er það týnda drakman? Visna fíkjutréð? Miskunnsami Samverj- inn? Týndi sauðurinn? Mustarðskornið? Dýrmæta perlan? Glataði sonurinn? Rangláti ráðsmaðurinn? Sáðmaðurinn? Ríki maðurinn og Lasarus? Brúðkaups- veislan? Stundum syngjum við dæmisögum- ar. Hvaða barn, foreldrar og hvíldar- dagsskólakennarar ljóma ekki af gleði þegar þau syngja um hyggna manninn, sem byggði hús sitt á bjargi? Hvað er það, sem gerir dæmisögum- ar svo vinsælar? Ég held að við elskum dæmisögur Biblíunnar vegna þess að þær voru uppáhaldsaðferð Jesú til að kenna fólki sannleikann (Sjá Education, (Menntun og uppeldi) bls. 102). Hvers vegna notaði hann þær? Vegna þess að dæmisögur vom besta aðferðin til að kynna hin eilífu sannindi fólkinu, sem þyrptist umhverfis hann. Ellen G. White gefur þessa skýringu: „Hann fann það, að dæmisögur og samlíkingar voru bestu aðferðimar til að flytja guð- dómleg sannindi. Hann talaði auðskilið alþýðumál og notaði dæmi og myndir úr daglegu lífi. Þannig lauk hann upp sannindum fyrir áheyrendum sínum og lagði áherslu á dýrmætar meginreglur, sem hefðu farið framhjá þeim, ef orð hans hefðu ekki tengst áhrifaríkum við- burðum lífsins og náttúrunnar" (Funda- mentals of Christian Education (Megin- reglur kristilegs uppeldis) bls. 236 ). En dæmisögumar eru meira en sögur, sem Jesús sagði fyrir 2000 árum. Þær eru sögur, er flytja einföld sannindi, sem „eru eins mikilvæg og nauðsynleg á okkar tíma eins og þau voru, þegar Jesús var hér sem maður“ (Evangelism (Boðunarstarf) bls. 393). Og þetta er sennilega önnur ástæða þess, að böm og fullorðnir í öllum lönd- um elska dæmisögur. Þær kenna gmnd- vallarsannindi á máli, sem allir skilja og muna. Þú heldur á bænavikulestmm þessa árs. Ég vona, að þú verðir eins hrifinn af efni þeirra eins og ég er. Þú verður það sennilega því að þeir fjalla um dæmisögur. Ég treysti því, að þið njótið þessara einföldu en eilífu sanninda í þessu riti og einnig þess, sem fram fer á bæna- samkomum vikunnar. Lát þennan boð- skap tala til þín persónulega. Nálæg þig frelsara þínum í bæn. Ger fjölskyldu þína og þá, sem þú umgengst, þátttak- andi í andlegri blessun þinni Ellen G. White hafði svo mikið dá- læti á dæmisögum Krists, að hún skrif- aði bók um þær (Christ’s Object Les- sons - Dæmisögur Krists). Ég vil hvetja ykkur til að lesa í þessari bók í bæna- vikunni og að henni lokinni. Þið munið meta mikils þá innsýn, sem þið öðlist. „Dæmisögur Jesú eru hlekkir í þeirri sannleikskeðju sem tengir manninn Guði og jörðina himninurrí* (Christ’s Object Lessons (Dæmisögur Krists) bls. 17,18). Hættu ekki að lesa dæmisögurnar, þegar bænavikan endar. Taktu þér tíma framvegis til að lesa dæmisögur guð- spjallanna og skýringar á þeim munt þú finna í ofangreindri bók. Ég er stórhrifinn af andlegum boð- skap bænavikulestranna fyrir börn og fullorðna. Ég vona að það hafi sömu á- hrif á ykkur. Ég hef trú á því að þessi bænavika og áframhaldandi kynning ykkar á dæmisögunum færi okkur nær himninum. Ykkar einlægur bróðir Robert S. Folkenberg 28 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.