Aðventfréttir - 01.05.1992, Side 1

Aðventfréttir - 01.05.1992, Side 1
FÆDDUR í BETLEHEM Án efa fæddust önnur börn þessa nótt í yfirfullri Davíðsborg en framtíðarmöguleikar fárra þeirra gátu verið fátæklegri. Ef eilífðarljós í raim skein yfir götum Betlehemborgar sá það enginn. Ef hljóð frá englum heyrðist í raun og veru samtímis með gráti sveinbarns - þó öll jörðin væri vagga hans og eilífðin kóróna hans - þá tók enginn eftir því. Því eins og þessi litla borg svaf öll jörðin föstum, draumlausum svefni aldanna og hafði misst sjónar á eilífðinni vegna málefna líðandi stundar og áhyggna um daglegt lífsviðurværi. Hin dýrlega fæðing átti sér stað án þess að mektarmenn samtímans hefðu vitneskju um það. Einungis fjárhirðar sem létu fyrirberast innan um kalksteins klettaborgirnar á meðan þeir gættu hjarða sinna heyrðu englasönginn. Einungis vitringar fjarlægra landa, leiddir af stjörnu, hvattir af englum, bornir af úlföldum, snéru andlitinu upþ í hinn kæfandi, skraufþurra eyðimerkurvind og settu stefnuna á fjárhúsið í Betlehem. Jósef og María, sem var að því komin að fæða, höfðu ferðast eitt hundrað kílómetra frá Nasaret, þannig að í fyllingu tímans, þegar spádóms- Hin dýrlega fœðing átti sér stað án pess að mektarmenn samtímans hefðu vitneskju um það. Einungis fjárhirðar sem gœttu hjarða sinna heyrðu englasönginn. Einungis vitringar fjarlœgra landa, leiddir af stjörnu, snéru andlitinu upp í eyðimerkurvindinn og settu stefnuna á fjárhúsið í Betlehem. ýLðventfréttir ósCa Cesendum sínum gCeðiCegra jóCa ogfarsœCs fiomandi árs.

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.