Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 5
Spenna r 1 loftinu Búist til brottfarar í góðu veðrt. Æskunni er boðið upp á margt spennandi þessa daga. Því miður er það oft síður en svo þess eðlis að hægt sé að mæla með þátttöku. Ungmennin freistast til að líta svo á að ekkert spennandi gerist á okkar vegum. Við þurfum að sýna fram á að trúin er til gagns og gamans hér og nú en ekki bara einhvern tíma í ókominniframtíðáhimni. Hvaðátti Kristur við þegar hann bauð okkur „líf í fullri gnægð“ Jóh. 10:10? Svifflugskynning var sannarlega spennandi, lærdómsrík og þrosk-andi reynsla sem 13 karlar, 5 konur og 2 börn fengu að reyna 13..september s.l. á Sandskeiði. Veðrið var einstaklega gott og fóru þeir Sigurbjarni (giftur Lindu Jónsd.) og vinur hans Stefán upp með okkur á tveimur svifflugum til að svífa um í loftinu yfir Bláfjöllunum í friði og ró eins og fuglinn fljúgandi. Allir voru mjög ánægðir og eru margir búnir að biðja um að þetta verði endurtekið næsta sumar. Það er algjörlega þeim Sigurbjarna og Stefáni að þakka að við fengum þetta einstaka tækifæri á svo góðum kjörum og munum við athuga hjá þeim um möguleika fyrir næsta sumar. Takið eftir: Af gefnu tilefni þarf að taka fram að svifflug er flugvél án vélar, sem tekur tvo menn í sæti, en ekki flugdreki þar sem menn hanga í loftinu! David West. SKÁTAMÓT í FAGRADAL VIÐ BREIÐABÓLSSTAÐ Skátamót eru bara fyrir hrausta stráka og stelpur. Gamlir menn eins og undirritaður sem fengu þann heiður að vera með fundu þetta fljótt. Á föstudagskvöldinu 10. júlí yfirgáfum við bíla, vatnssalerni og rennandi vatn og lögðum upp á heiði í góðu veðri. Þung byrði var á baki allra. Við bárum með okkur allt sem við þurftum á að halda - og það var ekkert smávegis! Gangan var upp í móti og var farið að dimma þegar við loksins komum á slétt graslendið í botni Fagradals. Þá þurftu hraustir strákar að fara aftur af stað til að ná í vatn frá læk hinum megin við hæðarhrygg á meðan örn og Pétur bjuggu til salernisaðstöðu handa okkur. Veðrið á hvíldardeginum var skin og skúr - en ekki var minna um að vera á mótinu fyrir þær sakir. Eftir hádegi var farið í gönguferð upp á Geitafell á meðan örn og María bjuggu til sporleik. Úthaldið hjá skátunum virtist vera ótakmarkað. Það var örugglega gengið meira á einum sólarhring en ég hefi gengið á mörgum mánuðum. Við vorum þakklát fyrir að fá þurrt veður á sunnudagsmorgni til þess að takaniðurtjöldinoggangafrá. Menn voru fegnir að komast niður í byggð aftur. En enn einn skemmtilegan viðburð áttum við í vændum. Pétur og Ólöf á Breiðabólsstað eru mikið hestafólk og fengu skátarnir að fara á hestabak og fara smáleið. Þetta var rúsínan í pylsuendanum fyrir marga. Þreytt en ánægð fórum við aftur heim. Við þökkum foringjunum Erni, Pétri, Jónu Björk, Maríu og Ingibergi, fyrir gott samstarf og öllum Aðventskátum fyrir góða þátttöku. David West. Aðventfréttir 5.1992 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.