Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 7
SAMKOMUR I UNGVERJALANDI Eins og flestum erkunnugt um hélt Steinpór Þórðarson opinberar samkomur í Ungverjalandi íboðiStórevrópudeildarinnará liðnu hausti íeftirfarandi grein segir hann frá reynslu sinni. (Ritstj.) Við upplausn Sovétríkjanna opnuðust möguleikar á opinberu boðunarstarfi í fyrrum sovét- lýðveldum ogAusturEvrópuríkjum, og hafa aðventistarnotað tcekifœrið og sent marga prédikara inn íþessi lönd tilboðunar. Aðalsamtökin hafa fjármagnað margar af þessum samkomuherferðum, og var t.d. undirrituðum boðið að flytja fyrirlestra í borginni Veszprém í Ungverjalandi frá 18. septembertil 16. októbers.l. í Veszprém eru um 60 þúsund íbúar sem langflestir eru kaþólskrar trúar, en einnig eru þar strangtrúaðir kalvínistar. Söfnuður aðventista í borginni telur um 50 manns, og í nærliggjandi bæjum eru tveir aðrir litlir söfnuðir sem einnig stóðu að þessu boðunarátaki. Samkomurnar voru haldnar í fyrrum höfuðstöðvum kommúnistaflokksins, í sal sem tók um 250 manns í sæti. Þetta var vitanlega í fyrsta skipti sem kristilegur boðskapur hljómaði í þessum salar- kynnum. í fyrstu komu hátt í 500 manns á samkomurnar svo að við urðum að halda tvær samkomur á dag, kl. 5 og 7 fimm daga vikunnar. Það var því prédikað, með aðstoð túlks, í tæplega 4 klst á dag í 20 samkomudaga. Þetta var auk annarra samkoma á vegum safnaðarins. Eins og venjulega gerist þegar líður á samkomur af þessu tagi, fækkaði samkomugestum, en þó þótti ekki ráðlegt að sameina samkomurnar í eina hvern dag af ótta við að missa af samkomugestum sem sumir hverjir gátu aðeins komið kl. 5, og aðrir gátu aðeins komið kl. 7. Það var því haldið áfram með tvær samkomur hvern samkomudag allan tímann. Það var mjög ánægjulegt að sjá áhuga og samviskusemi safnaðar- fólksins sem lýsti sér m.a. í því, að 3 5 manna kór söng á hverri samkomu og heyrði því sama boðskapinn tvisvar hvern dag! Annað safnaðarfólk lét sig líka hafa það að sitja í gegnum endurteknar samkomur. Fólkið var þyrst í boðskapinn. Aðrir samkomugestir, sem flestir voru kaþólskrar trúar sýndu mikinn áhuga á aðventboðskapnum, og Steinþór Þórðarson höfðu nokkrir þegar tekið ákvörðun um að sameinast söfnuðinum þegar ég sneri aftur heim til íslands. Prestarnir héldu síðan áfram með biblíusamlestra fyrir þá áhuga- sömustu. Á meðal þeirra sem ákvörðun tóku var maður sem hafði verið at- vinnulaus í 2 ár, og eiginkona hans sem hafði heldur ekki getað unnið s.l. 5 ár vegna veikinda. Þá sjaldan að maðurinn gat fengið ígripavinnu við að mála íbúðir, gerðist það ávallt um helgar þegar fólk átti frí og gat staðið í því að færa til húsgögnin á heimilum sínum svo að málarinn gæti athafnað sig. Hjónin sem voru kaþólskrar trúar, höfðu misst alla tiltrú á sinni eigin kirkjudeild og leitað sannleikans árangurslaust hjá ýmsum trúfélögum. Þegar þau komu á samkomurnar hjá aðventistum fundu þau í fyrsta sinni tilgang með lífinu og tóku gleði sína á ný. Þegar ég heimsótti þau spurði maðurinn mig hvað hann ætti að gera varðandi hvíldardaginn, þar sem stopul tækifæri hans til tekjuöflunar bæru ávallt upp á hvíldardagana. Eftir nokkra upprifjun í Biblíunni á fyrirmælum Guðs og fyrirheitum hans varðandi hvíldardaginn, sagði maðurinn: „Þetta erútrætt mál. Okkur beraðtreystaGuði. Ég mun alls enga vinnu þiggja sem kallar á að ég brjóti boðorð Guðs.“Og við það stóð hann. Síðasta samkomudaginn komu þau hjónin til mín geislandi af gleði og hrópuðu: „Geturðu ímyndað þér hvað hefur gerst! Sannarlega er Guð góður. ” Svo sögðu þau mér frá því að manninum hafði boðist föst atvinna. Þegar svo hann hafði sagt vinnuveitandanum frá því að hann gæti ekki unnið á hvíldardögum, var honum fúslega heitið fríi alla hvíldardaga. Þessi hjón urðu fyrst til að óska eftir biblíulegri skírn. önnur hjón sem sóttu sam- komurnar og voru kaþólskrar trúar höfðu aldrei lesið í Biblíunni og sögðust aldrei hafa haft tækifæri til að iðka trú sína þau 45 ár sem kommúnistar voru við völd í Ung- verjalandi. Þegar boðsmiðinn um samkomurnar barst þeim, gripu þau tækifærið fegins hendi að kynnast Orði Guðs. Hann er leigubílstjóri og konan vann heima og ræktaði feiknastóran matjurta- og ávaxtagarð sem var allt í kringum húsið þeirra. Þau létu sig aldrei vanta á samkomurnar og drukku í sig sann- leiks atriðin jafnóðum og kynntust þeim. Hinsvegar, þegar þau komust að raun um þátt páfavaldsins í kirkjusögunni og því hvernig þeirra eigin kirkja hafði brenglað boðorðum Guðs grétu þau á samkomunni. Ég hélt um tíma að þar með væri áhugi þeirra á enda, en ekki aldeilis. Þau voru á meðal hinna fyrstu til að taka ákvörðun um að hlýða Guði í einu og öllu. Þessi hjón sögðust geyma uppbúið herbergi fyrir mig þegar ég kæmi aftur til Veszprém, en þá yrði ég að hafa konuna mína með, sögðu þau! Kona ein sem alltaf kom með 14 ára dóttur sinni og sat ávallt í fremstu sætaröð, varð fyrir miklu áfalli þegar hún komst að raun um hvað Babýlon og merki dýrsins standa fyrir. Húnvar mjög trúrækin og samviskusöm að sækja messur í kaþólsku kirkjunni sinni þar sem dýrlingarnir áttu ríkan þátt í trúarlífi hennar. Þegar hún þáði boð mitt um að koma á hvíldardagssamkomurnar í okkar kirkju, varð hún fyrir enn meira áfalli, þar sem alla dýrlingana vantaði og allt „messuformið“ var svo frábrugðið því sem hún átti að venjast. Þegar hún hélt heim eftir guðsþjónustu okkar grét hún og sagðist ekki vita hvað hún ætti að gera. Hún var sannfærð um að aðventistar hefðu sannleikann, en allt hjá þeim var svo frábrugðið hennar eigin trúarsiðum. Áður en ég hélt heim hafði hún einnig Aðventfréttir 5.1992 7

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.