Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 9
FJÁRHAGUR STARFSINS Guð hefur falið mönnum fram- kvæmd og fjármögnun verks síns hér á jörðu. Stundum efumst við um visku hans varðandi þetta en þrátt fyrir galla okkar og mistök er það áform Guðs að þú og ég, söfnuður Guðs á jörðu, taki þátt í að ljúka verki hans og búa mannkynið undir komu Krists. HLUTVERK OKKARALLRA Við höfum mismunandi náðargjafir, þess vegna verða hlutverkin mismunandi. Það er þó eitt hlutverk sem við trúum að Guð ætlist til að við öll tökum þátt í, en það er að sýna trúfesti í að skilatíund og fómargjöfum í forðabúrið, samkvæmt þeim efnum sem Guð veitir hverjum og einum. Og Guð hefur lofað að trúfesti og örlæti í þessum efnum muni ekki knésetja neinn fjárhagslega, heldur gefa Guði tækifæri til að “úthella yfirgnæfanlegri blessun.” HALli Á FJÁRHAGSÁÆTLUN SAMTAKANNA Starfið hér á íslandi á því láni að fagna að margir safnaðarmeðlimir sýna mikla trúfesti í tíundargreiðslum og gjöfum samt gerðist það að þrátt fyrir töluverðan niðurskurð á fjárhagsáætlun síðasta árs var hún afgreidd með halla. Ástæðan fyrir þessu var fyrst og fremst aukin útgjöld vegna starfsmannahalds. Þegar horf t er til f ramtíðarinnar bl asir við enn frekari niðurskurður nema til komi auknar tekjur Samtakanna. LÁN ÚR REKSTRARSJÓÐI TIL B Y GGIN GARFRAMKVÆMD A Lausafjárstaða Samtakanna þyngdist mjög árið 1990 og enn frekar 1991. Árið 1990 var allt kaþp lagt á að gera Suðurhlíðarbygginguna svo úr garði að hægt væri að hefja skólarekstur það haust. Til þess að þetta mætti verða gripu Samtökin til þess ráðs að fá lánað fé úr rekstrarsjóði sínum til byggingarinnar. Eins og fram kom á aðalfundi Samtakanna vorið 1991 höfðu Samtökin greitt úr rekstrarsjóði sínum sem fjármagnast af tíund safn- aðarmeðlima við árslok 1990 um 8,8 milljónir króna. Þessi upphæð var 8,1 milljónirvið lok ársins 1991. Þetta lán úr rekstrarsjóði leiddi til samsvarandi uppsöfnunar skulda annars staðar aðallega við Stór- Evrópudeildina. REGLUGERÐIR VARÐANDI LÁN ÚR TÍUNDARSJÓÐNUM Sumum hefur orðið tíðrætt um þá ákvörðun Samtakanna að veita fé til byggingarSuðurhlíðarbyggingarinnar úr tíundarsjóði og talið þetta brot á reglugerðum starfsins. Tvennt vil ég nefna í þessu sambandi. í fyrsta lagi er það rétt að það er gegn reglugerðum starfsins að fjármagnabyggingarframkvæmdir með tíundarfé, en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekki var um fiárveitingu að ræða heldur lán. enda mun stjórn Samtakanna, stjórnendur Deildarinnar og end- urskoðendur hennar ekki una sér hvfld- ar fyrr en þessi skuld er endurgreidd. í öðru lagi: Þess konar lánveiting úr tíundarsjóðum til byggingarfram- kvæmda til skamms tíma er ekki óheimil, heldur fellur undir ákvæði reglugerða starfsins, og var ráðist í þessa aðgerð með fullu samþykki Deildarinnar. ENDURGREIÐSLA ÁLÁNUM Áform stjórnarinnar voru þau að freista þess að endurgreiða þetta lán með enn frekari fjárveitingu frá starfi okkar og einkaaðilum erlendis í byggingarsjóðinn og/eða selja enn fleiri fasteignir starfsins hérlendis. Þannig skyldi umrætt lán endurgreitt og þar að auki þess freistað að ljúka byggingaráforminu. Sem kunnugt er hefur fjárhagsstaða starfs okkar um allan heim versnað til muna undanfarin 2-3 ár. Þar að auki hafa miklir möguleikar til starfs opnast í Sovétríkjunum fyrrverandi og Austur- Evrópu og hefur athygli manna og fjármagn starfsins beinst þangað eins og skiljanlegt er. Því hefur ekki tekist að fá fjárveitingu til byggingar- framkvæmda hér á umræddum tíma. Einnig hefur efnahagsástandið í okkar landi haft áhrif á framgang mála þar eð fasteignamarkaðurinn hefur verið þannig undanfarna mánuði að mjög erfitt er að selja eignir, hvað þá fyrir gott verð. HÖFÐIN GLEGAR GJAFIR Það dásamlega hefur þó gerst á undanförnum mánuðum að Sam- tökunum hafa borist höfðinglegar gjafir í reiðufé frá einstaklingum innanlands og einnig erlendis frá að upphæð alls milli 7-8 milljónir króna - gjafir af slíkri stærðargráðu að vart finnast orð til að tjá þakklætisvið- Á ÍSLANDI brögð við þeim. En þeir einstaklingar sem að baki standa óska ekki eftir því að nafns þeirra sé getið hér. Megi Guð ríkulega launa þeim fómfýsi þeirra og stórhug í garð starfs hans. Þannig vinnur Guð samkvæmt aðferðum sem em ofar okkar skilningi og koma okkur á óvart. Þetta sannar svo ekki verður um villst að við getum treyst Guði í hvívetna. Ef við leggjum okkar ráð í hans hendur mun hann vel fyrir sjá. Þessar auknu tekjur Samtakanna á þessu ári hafa bætt stöðu rekstr- arsjóðsins til muna og er hin umrædda skuld við rekstrarsjóðinn nú komin niður í u.þ.b. 2.7 milljónir. Þessar gjafir hafa einnig gert það mögulegt að greiða niður upþsafnaða skuld við Stór-Evrópudeildina. En betur má ef duga skal og munu eftirstöðvar skuldarinnar verða greiddar eins fljótt og auðið er. ÁFRAMHALDANDI REKSTUR En þó endanleg lausn finnist á skuld við rekstrarsjóð Samtakanna þannig að lausafjárstaða komist í samt lag á ný, leysir það ekki vanda fjárhags- áætlunarinnar fyrir næsta ár. Húnbyggir ekki á stórum gjöfum sem berast starfinu í eitt skipti fyrir öll þó þannig gjafir séu stórkostlegar og komi sér afar vel fyrir starfið. Tíundin er okkar aðaltekjulind til daglegs rekstrar, og er þannig forsenda þess að við getum haldið starfinu áfram. Hinn daglegi rekstur, hið raunverulega bolmagn starfsins, ákvarðast af hinum stöðugu tekjum frá hinum mörgu sem reglubundið taka þátt með tíundargreiðslum sínum. Megi Guð ríkulega blessa alla þá sem gegnum árin hafa stöðuglega sýnt trúfesti sína í því að skila fé til starfsins, þrátt fyrir erfiðar aðstæður á stundum, jafnvel skilningsleysi aðstandenda. Guð einn þekkir aðstæður hvers og eins og hann einn launar sérhverjum réttlátlega. Að lokum. Mættum við sýna trúfesti í því sem er hlutverk okkar allra, að fjármagna starf Guðs, og þannig auka möguleika safnaðarins á að sinna verki sínu í þessu þjóðfélagi og einnig opna Guði möguleika til þess að veita margfalda blessun. Eric Guðmundsson Aðventfrétúr 5.1992 9

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.