Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 11
hefur mótandi áhrif á afstöðu okkar Sjöunda dags aðventista til þeirra verðmæta sem Guð treystir okkur fyrir - við veljum að vera trúfastir, ábyrgir ráðsmenn alls þess sem Guð hefur gefið okkur. TÍMI Það er trú okkar að eftir að Guð skapaði himin og jörð á sex bókstaflegum dögum hafi hann sett til hliðar sjöimda daginn sem vikulegt minnismerki um sköðunarmátt sinn (1M 2.1-3). Hannblessaðiþennandag og helgaði hann og bauð mannverum að eiga samskipti við sig þennan dag. Sex dagar voru gefnir til starfa þannig að menn mættu framfleyta lífinu en hinn sjöunda dag gerði hann að hvíldardegi (2 M 20.8-11). Á þennan hátt fer Guð fram á við fylgjendur sína að þeir skili honum einum sjöunda af tíma þeirra, hvfldardeginum, til að endurlífga sjálfa sig líkamlega og andlega, til þess að eiga samskipti við Guð, við fjöl- skylduna og við vini sína og til þess að hjálpa öðrum. En Guð óskar einnig að við gerum grein fyrir nýtingu okkar á hinum sex dögumvikunnar. Tíminnerdýrmætur. Við getum ekki margf aldað tímann né látið hann safnast fyrir. Við trúum því að við eigum að nota tímann til þess að margfalda þær talentur sem Guð fékk okkur í upphafi og til þess að efla starf Guðs hér á jörðu - að boða öllum frelsi Guðs. „Verðgildi tímans er óútreiknanlegt", sagði Ellen G. White. „Kristur taldi hvert augnabhk dýrmætt og þannig ætti afstaða okkar einnig að vera. Lífið er of stutt til þess að farið sé illa með það. Okkur er úthlutað einungis fáeinum dögum náðartíma til þess að undirbúa okkur fyrir eilífðina. Við megum ekki eyða tímanum til einskis, við megum ekki vera að því að sóa tíma í eigingjarnar skemmtanir.nautnirogsynd. Hérog nú myndum við lyndiseinkunn okkar fyrir eilífa lífið. Það er nú sem við undirbúum okkur fyrir hinn rannsakandi dóm.“6 Þúsund atriði keppast um að uppfylla tíma okkar. En aðventistar trúa því að eitthvað það mikilvægasta í lífinu sé að vinna sem samstarfsmaður Guðs í að uppfylla andlegar þarfir fjölskyldna okkar. Of margir foreldrar leiða þessi forréttindi hjá sér og búast við því að þetta verk verði unnið af söfnuðinum eða skólanum eða einhverjum enn öðrum. Nýlegabirti blaðið Washington Post skýrslu um rannsókn sem gerð var í öllum Bandaríkjunum og gaf hún ógnvænlega mynd af því hvernig foreldrar nota ekki tíma sinn. „Hver móðir eyðir að jafnaði þrjátíu mínútum vikulega í persónulegt samband við barnið sitt og faðirinn notar að jafnaði ellefu mínútur til persónulegs sambands við böm sín.“7 Hvað í ósköpunum gerir þetta fólk það sem eftir er vikunnar sem er svo mikilvægt að þau hafa ekki meiri tíma fyrir börnin sín? Ef til vill þurfa þau að vinna svo mikið til þess að viðhalda stöðu sinni í heimi efnishyggjunnar. Guð talar til þessa lífs ótrúlegs annríkis með því að gefa okkur hinn vikulega hvíldardag sinn og með því að fara fram á það við okkur að við gemm lífsstfl okkar einfaldari, drögum úr efnislegum kröfum okkar til lífsins. Hann óskar þess að við fáum tíma til að nærast andlega sjálf, sjáum því næst fjölskyldum okkar fyrir andlegri næringu og svo enn öðrum -sem trúir ráðsmenn Guðs. „Gullið og silfríð er eign Drottins og hann gœti látið petta falla afhimni ojfan ef hann óskaði pess. En í stað pessa réði hann manninn sem ráðsmann sinn og fól honum eignir, ekki til pess að safna peim heldur til pess að nýta pœr öðrum tilblessunar“ TAUENTUR Sérhverri mannveru gefur Guð sérstakar talentur eða hæfileika -allt frá handverki til hárnákvæmra skurðaðgerða eða snilldar við fiðluleik. Dæmisagan um talenturnar (Mt 25.14--30) segir okkur skýrt að sérhver maður er ábyrgur fyrir þeim hæfileikum sem Guð gefur honum. Og umfram venjulega hæfileika sem Guð gefur hverjum manni gefur hann honum einnig sérstakar gjafir, andlegar gjafir Heilas anda, til þess að byggja upp söfnuð Guðs og efla einingu hans (Rm 12.4-8,1 Kor 12.4-11, 2 7-30). „Þjónið hver öðrum með þeirri náðargáfu, sem yður hefur verið gefin, sem góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs ... til þess að Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesú Krist“(lPt4.10,ll). LÍKAMLEG- OG ANDLEG HEILSA Stuttu eftir stofnun safnaðar Sjöunda dags aðventista sannfærðist söfnuðurinn um að náið samband ríkti milli hins líkamlega og hins andlega lífs persónunnar. „Vitið þér ekki að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Ogekkieruðþéryðareigin. Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkamayðar" (lKor 6.19,20). Samkvæmt þessum skilningi reyndu aðventistar að temja sér góðar heflsuvenjur sem myndu ekki einungis vernda huga þeirra - mlðstöð hugsunarinnar og aðsetur heilags anda en einnig vernda líf þeirra frá sjúkdómum og erfiðleikum. Sjöunda dags aðventistar hafna algjörlega, og það áBiblíulegumgrunni, grískri tvíhyggju sem enn gætir hjá mörgum trúarbrögðum - að líkaminn sé aðskilinn eining frá hinni andlegu sál og að þessar tvær einingar hafi ekki áhrif hvor á aðra. Sagan sýnir okkur það skýrt að þessi and- biblíulega kenning hafi leitt til illrar meðferðar á huga og líkama. Aðventistar eru sannfærðir um það að Guð, skaparinn, þekkir betur en nokkur annar hvað stuðli að góðri heilsu. Þannigleitumstviðviðaðfara eftir meginreglum hans og leggjum mikla áherslu á heilsufarslegar forvarnir með því að nýta okkur hina bestu fáanlegu næringu á hverjum stað, hreint vatn, sólarljós, frískt loft, vímugjafalausar fæðutegundir og hvfld og með því að treysta á umhyggju Guðs. Við erum ráðsmenn líkama okkar og huga og við leitumst við að fylla líkami okkar og huga einungis því sem erí samræmi við líf ogkenningar Krists. „Allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð, og hvað sem er lofsvert, hugfestið það“ Fl. 4.8,9).' EIGNIR Guð er eigandi allra hluta, þetta er augljóst(S124.1). Og hann fer fram á það við alla íbúa jarðarinnar - ekki einungis þá sem eru kristnir - að þeir séu ráðsmenn þeirra eigna sem hann leggurþeimíhendur. Hannóskareftir því að gjafir hans verði margfaldaðar og notaðar verki hans til framdráttar (Lk 12.13-21). í samræmi við þetta skila aðventistar tíund af tekjum sínum samkvæmt fyrirmælum Guðs(Ml 3.10). Þetta er hin heilaga tíund Guðs (3M 27.30-32), og hún er ekki gefin Guði, heldur skilað til hans sem merki um að allt sem við eigum er í raun eign hans. „Gullið og silfrið er eign Drottins Aðventfréttir 5.1992 11

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.