Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 16

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 16
FRÁ HLÍÐARDALSSKÓLA Hlíðardalsskóli varsetturí43. sinn þann 13. september s.L Skólasetningin var með hefð- bundnu sniðLSkólastjórinnbauð nemendur, foreldra og gesti velkomna, skólanefndarfor- maðurfluttiávarpþarsem hann lagði áherslu á sérstöðu Hlíðardalsskóla sem kristins skóla. Kvartettu ngra manna úr Suðurnesjasöfnuðinum,Acap- pella kvartettinn, su ngu nokkra negrasábnavið góðaru ndirtektir áheyrenda, sjálfboðaliðarnir okkarerlendis frávoru kynntir, og síðan lauk skólasetningu nni með því að allir sungu skóla- sálminnsem Sr.HelgiSveinsson orti og tileinkaðiHlíðardalsskóla. Eins og mörg undanfarin ár, eða allt frá 1976, eru hér sjálfboðaliðar erlendis frá. Þetta er ungt fólk, oftast um tvítugt. Að þessu sinni eru þau fimm eins og í fyrra. Þau eru: William (Billy) Murdoch, frá Kanada, (hann var líka í fyrra), af íslenskum ættum í móðurætt, sonur Unnar Hall- dórsdóttur Murdoch. Jon Gohnny) Halversen frá Kaliforníu, Kyle Fiess frá Kalifomíu, af í slensku bergi brotinn, en foreldrar móður hans voru: Inga og Magnús Melsted og foreldrar Ingu voru: Jón Metúsalemson Ólason (Metúsalems Ólasonar ) og Arndís Jónsdóttir, enforeldrarMagnúsarvoru Sigurður Magnússon frá Akureyri (flutti út 1876) og Rósa Torfadóttir frá Langanesi (flutti út 1883). Að lokum Tamara Hannah frá Kaliforníu, og Margaret Vontzalidis frá Grikklandi, en hún er nú búsett í Englandi. Starfslið er að öðru leyti: Skólastjóri: Erling B. Snorrason, fjármálastjóri: Elías Theodórsson, kennarar: Erhng B.Snorrason, Jeanette A. Snorrason og Sverrir Ingibjartsson. Sverrir er einnig vistarstjóri þilta. Húsmóðir skólans, vistarstjóri stúlkna og matráðskona er Ólöf Haraldsdóttir.einnigerhúnmynd- og handmenntakennari skólans. Þá er Davíð Ólafsson stundakennari við skólann, kennir íslensku. Undanfarin 3 ár hefur skólinn verið fullsetinn og jafnvel verið smá biðlisti á stundum. Nú í ár er góður hóþur en samt enn hægt að bæta nokkrum við. Það er erfitt árferði hjá mörgum, samdráttur og fólk heldur að sér höndum. Aðsóknin að skólanum er því vonum framar. Auk venjulegs skólahalds 8. 9. og 10. bekkjar er hér mikið um að vera, bæði í vinnu, íþróttum og félagslífi ásamt dýrmætum andlegum stundum. Þar er helst að nefna morgunbænir, kvöldbænir, föstudagskvöld og helgistund á hvíldardögum. Þá er einnig Biblíuklúbbur á föstudögum eftir samkomuna. Þá koma þeir nemendur sem vilja heim til Erlings og ræða Biblíuna, trúmál og andleg mál. Það er gaman að sjá hve margir hafa áhuga á að ræða, sþyrja og fræðast um þessi mikilvægustu mál í lífi hvers og eins. Þá er ánægjulegt til þess að vita að á systurskóla okkar í Noregi, mennta- skólanum Tyrifjord Videregaaende Skole, eru nú 8 nemendur frá íslandi, þar af 7 frá Hlíðardalsskóla, Brynja og Rhonda Erlingsdætur, Helgi Þór Helgason, Herwig Syen, örvar Þór Guðmundsson, Brimar Magnússon, Brynja Sif Brynjarsdóttir og Ósk Ármannsdóttir. Það er ánægjulegt að verða vitni að því ár eftir ár að nemendur finna athvarf hér og verða fyrir kristilegum áhrifum. Þeir ná árangri í námi sem þau oft hafa ekki haft aðstæður til áður, sum losna úr vafasömum félagsskap, aðrir koma vegna þess að foreldrar þeirra voru hér og vilja að börnin þeirra njóti þess líka. Enn aðrir koma hingað vegna þess að þeir eða, foreldrar þeirra, hafa heyrt svo margt gott um skólann. Langflestir sem hér hafa verið hafa góðar minningar héðan og búa að því æ síðan að hafa fengið hér gott veganesti út í lífið. Áhrif skólans ná langt út fyrir veggi og næsta nágrenni skólans. Áhrifanna gætir á heim- ilunum, hjá vinum og ættingjum, á vinnustöðum og sjálfsagt víðar. Þó nýtum við ekki nema brot af þeim möguleikum sem gefast með Hlíðardalsskóla. Þakklátir nemendur og foreldrar heyra því miðurlítið sem ekjcert frá okkur eftir síðasta skolaslitadaginn. Hér er stór óplægður akur. Vonandi stendur þetta til bóta þegar NSH (Nemenda og Styrktarfélag Hlíðardalsskóla) ýtir úr vör, en það hefur verið mikil vinna í því að ná öllum heimilisföngunum réttum. Þá verður hægt að senda fréttabréf reglulega, góðar greinar um skólann, kristilegt uppeldi, andlegar greinar, tilboð um frekari fræðslu, námskeið, Biblíubréfaskólann, mót o.s.frv. Möguleikarnir eru óendanlegir og alltof dýrmætir til þess að láta þá ónýtta. Þá viljum við enn á ný þakka hlýhug í garð skólans, stuðning og fyrirbænir. Megi skólinn eflast og styrkjast og halda áfram að vera sterkur þáttur í lífi og starfi Aðventsafnaðarins um ókomin ár. Guð hefur blessað og ef við reynumst trú mun hann blessa áfram. 16 Aðventfiéttir 5.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.