Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 17

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 17
HLÍÐARDALSSKÓLI - GÓÐUR SKÓLI Að gefni tilefi vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Á aðalfundi Samtakanna 1988 var samþykkt grundvallarbreyting á rekstri Hlíðar- dalsskóla. Skólinn átti að verða sjálfstæð rekstrareining innan starfs- ins og standa á eigin fótum fjár- hagslega. Ekki mátti reikna með neinum fjárhagslegum stuðningi frá Samtökunum. Það var ljóst að skólinn var skuldum vafinn því reksturinn hafði oft verið erfiður fram að þessu þótt árangur af starfi skólans væri góður. Hafist var handa við að ná settum skilyrðum. Samhent og áhugasamt starfsfólk lagði hart að sér til að takmarkinu yrði náð. Gjörbylting varð ákjörum starfsfólks og starfsháttum skólans. Reynt var eftir fremsta megni að umbuna fólki fyrir unnin störf. Eftirfarandi tafla sýnir nemendafjölda við skólann. Ástæðan fyrir þessum nemendabreytingum er sú að þeir nemendur sem ekki virða reglur og staðal skólans voru einfaldlega sendir heim, en stöðug ásókn í skólavist leiddi til þess að nýir nemendur bættust við. í byrjun þessa tímabils sem um er rætt var augljóst að taka þurfti til hendinni við endurbætur og viðhald til þess að koma skólanum í viðunandi horf. Það var strax hafist handa og nú 5 árum síðar hefur m.a. eftirfarandi áunnist. 1. Rafmagnsleiðslurog tengingar endurnýjaðar samkvæmt staðli Rafmagnsveitna ríkisins. 2. Pípulagnir yfirfarðar og endurnýjaðar að verulegu leyti. 3. Linoleum gólfdúkur lagður á tvær kennslustofur og kapellu. 4. 8 herbergi á drengjavist endurnýjuð þ.e. nýjar kojur, borð skápar, dúkur á gólf ofl. 5. Nýtt teppi lagt á gang drengja- vistar. 6. Stór hluti skólans málaður að innan. 7. Ný eldhúsinnrétting í íbúð Miðheima (Stúlknavist). 8. Ný eldhúsinnrétting í íbúð Sveinheima (Drengjavist). 9. Salerni í kjallara Miðheima uppgert. Gefið af Árnessöfnuði. 10. Skipt hefur verið um hurðir í fáeinum herbergjum. 11. Nýir gluggarammar og gler í kapellu og 3 kvistherbergi stúlkna- vistar. 12. Setustofa stúlkna flísalögð, nýtt áklæði á sætisbekkina og ný gluggatjöld. 13. Nýtt áklæði á sætisbekki í setustofu pilta. 14. Borðstofan endurnýjuð, nýr gólfdúkur, stólar, skápur og gluggatjöld. 15. Uppþvottaherbergið lagað, lagt í gólfið, borð og uppþvottavél endumýjuð. 16. íbúðarhús Breiðabólsstaðar klætt utan og nýir gluggarammar og gler. 17. Prentsmiðjuhús og íbúðarhús keypt af Smára Sveinssyni. 18 Nýir ofnar í skólastjórabú- staðinn. 19. Nýkælivélíkæliherbergið. 20. 38dýnuryfirdekktar. 21 Útidyrahurð stúlknavistar gerð upp. 22. Sjónvörp og myndbandstæki sett upp í 3 kennslustofur ásamt geymsluskápum. 23. 9. bekkjarstofan stækkuð. 24. Nýtæki:Ljósritunarvél,vönduð Victor PC tölva og þvottavél. 25. Steyptur þakkantur stúlknavistar klæddur til varnar vatnsskemmdum. 26. Ýmis önnur minniháttar verkefni hafa verið unnin. í dag er skólinn í mjög viðunandi ástandi þótt enn sé ýmislegt sem þarfnast lagfæringar við. Eðlilegt viðhald á staðnum er óumflýjanlegt. Kostnaður við þessar umbætur síðan 1988 eru u.þ.b.10 milljónir. Þetta fé er fengið úr rekstrarfé skólans, einnig hafa velunnarar skólans sýnt verulegan stuðning sem er þakkarverður. Ríkið hefur styrkt skólann um nokkurt skeið og styrkurinn nú er nálægt tvöfalt hærri en hann var 1988. Staðurinn nýtist vel fyrir Samtökin sem mótstaður og stendur opinn fyrir hinar ýmsu deildir safnaðarins. Skólinn hefur gott orð á sér innan mennta- og félagsmálageirans, það sjáum við í umsögnum sem fylgja nemendum og viðtölum við fólk. 4-5 erlendir sjálfboðaliðar hafa dvalið á skólanum ár hvert. Þeir hafa gengið inn í hin fjölbreytilegustu störf og eru mikill styrkur fyrir skólann. Góður fjárhagslegur grunnur, samhent og áhugasamt starfsfólk, góð aðsókn nemenda og jákvætt orðspor í þjóðfélaginu er til staðar. Hlíðardalsskóli er í sókn og framtíðin er björt, við megum vera stolt að því að eiga og reka slíkan skóla. Bías Theodórsson Fjármálastjóri Hlíðardalsskóla FJÖLDINEMENDA SEM SETTUST Á SKÓLABEKK. að hausti að vori á skólabekk 1988 38 42 51 1989 48 56 61 1990 45 44 62 1991 48 48 62 Aðventfréttir 5.1992 17

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.