Alþýðublaðið - 13.03.1924, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.03.1924, Blaðsíða 1
tilfe Bf jftJf»ýau£U>kkiiiim 1924 Fimtudaginn 13. matz. 62. tðlublað. Erleaí símskejtL Khöfn, 11 marz. Venizelos úr sðgunnl. Frá Aþenu er símað: Lýðveldia- flokkurinn gríski telur stjórnar- skiftin siðustu vera ótvírætt merki þesB, að stjórnarstefaa Venizelos só með öllu dottin úr sögunni. Khöfn, 12. marz. Franska stjórnln. - Frá París er símað: Ráðuneyti Poincarés hefir samþykt að gera það að fráfarai atriði, ef öldunga- deild þingsins samþykkir ekki fjárhagsfrumvörp stjórnarinnar ó- breytt. Kalífadæmíð. Frá Jerúsalem er símað: Mú- hameðstrúarmenn í Palestínu hafi einum rómi ákveðið að bjóða konunginum í Hedjaz kalífatign, . Frá Konstantínópel er símað: Mustafa Kemal hefir tilkynt Mú- hameðstrúarmönnum í Indlandi, að vöid kalífans væru nú komin í hendur þjóðþingsins tyrkneska og stjórnarinnar. Brezk stjornmál. Frá Lundúnum er simað: í gær gerði Stanley Baldwin, fyrrv. for- sætisrábherra, fyrirspum um það í þinginu, hvaða úrræðum stjórnin ætlaði að beita til þess að ráða bót á atvinnuleysinu. Atvinnu- málaráðherrann bonti að eina á nokkrar leiðir, sem fyrrverandi stjórn hafði áður iagt til að farn- ar yrðu, og varö þetta til þesB, að ýmsir hentu gaman að, kváðu auðsætt, hvaða erindi stjórnin ætti í valdasessinn. (Þetta er sýni- lega blábert andróðursskeyti frá afturhaldsflokknum brezka til að spilla áliti verkamannastjórnarinn- ar erlendis.) Hér með tllkynnist winum og vandamönnum, að Pétur Heiga- son andaðist að heimill sínu, Nlinni-Vatnsleysu, hinn 5. marz. Jarðarf Srin er ákveðiii mánlidaglnn 17. marz og hefst með hús- kveðju fcl. I e. h. A ð s t a n d e n d u r. Innlend tíöindi. (Frá fréttastofunnl.) Frönsk skúta, >Augusta« að nafni — beimilisfang ekki kunn- ugt, — strandaði aðfaranótt 10. þ. m. í Öræfunum. Af skipshöfn- inni, sem samtals var 15 manns, dó einn maður af meiðslum, sem hann hlaut við strandið, en hinir komust klaklaust til bygða. . Sfðan um áramót heflr lög- skráning á skipaflotanum verið, sem hér segir, og skai til fróð- leiks tekiðfram, hve margir aí skipverjöm eru innanbæjarmenn (þar eru Seltirningar einnig taldir með) og hve margir utan bæjar. Á 25 togurum hóðan eru lög- skráðir alls 776, þar af 560 Reyk- víkingar og 216 utanbæjarmenn. Einn togarinn, Walpole, heflr ekki látið skrá hór & þessu ári, en af þeim mönnum, sem á honum voru um áramót, voru 13 Reyk- víkingar og 6 utanbæjarmenn. Þeir menn, sem hafa bæzt við síðan, eru skráðir í Hafnarflrði. Á jriíipunum Gtullfosii, Lagarfossi, Villemoes, Esju, Þór og Suður- landi eru 126, þar af 91 úr Reykjavík ; og 85 utanbæjar. Á þilskipum, sem stunda handfæra- veiðar, 7 samtals, eru alls 213 manns, 63 úr Reykjavík og 148 utan bæjar. Samtals eru því á flotanum 1132 menn, 727 úr Reykjavík og 405 annars staðar af iandinu. Skipshöfnin á Goða- fossi er ekki talin hér m«ð, þvi Hallur Hallsson tannlæknir heflr opnað tannlækningastofu í KirkjustrætklO niðri. Sími 1503. Vlðtalstíml k'l. 10—4. Simi heima 866,Thorvaldsensstr, 4. að skipið hefir ekki komið hér siðan um áramót og því skráð annars staðar. Borðeyri, 11. marz. >Esjan« kom hingafj í kvöld. Var svo mikill lagnarís á legunni, að akipið varð að brjóta sig áfram á að gizka 150 metra og lagðisf loks að svo sterkri Bkör, að far- þegar gátu gengið á ís, frá borði. Á sumum höfnnm hafa aamgöng ¦ ur verið bannaðar við skipið af ótta við, að farþegar bæru með sér inflvíenzu, t. d> á Kópaskerí, Húsavik og Skagaströnd. Á sfð- ast nefndri höfn var farþegum, sem þangað ætluðu, bönnuð land- ganga, og fóru þeir af skipinu á BJonduósi. Á Vopnaflrði var sóttin svo útbreidd, þegar Esja var þar, að erfitt var að fá skipið afgreitt, en mjög var veikin væg. ,' Kútter >Sigríður« strandaði í drífu við Stafnestanga. Eigi er fullkunnugt enn þá, hve mikið skipið er skemt, eða hvort hægt er að ná því út aftur. Skipið var að fara béðan. Manntjón varð ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.