Aðventfréttir - 01.01.1999, Qupperneq 1

Aðventfréttir - 01.01.1999, Qupperneq 1
Advent FRÉTTIR MÁLGAGN SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA Á ÍSLANDI - 62. ÁRG. - 1. TBL. 1999 Kraftaverk átti sér stað í kirkjunni þinni árið 1998! Hér á árum áður töluðum við mik- ið um þau kraftaverk sem áttu sér stað hjá okkur, bæði sem einstaklingum og einnig sem kirkju. Það virtist sem krafta- verk væru algeng og það hjálpaði fólki til að muna eftir því að Guð væri með í hinu daglega lífi. 1 dag er eins og við höfum útskýring- ar á öllu sem gerist og oftar en ekki gleymist að taka Guð og kraftaverk með í reikninginn. En ég vil halda því fram að kraftaverk hafi átt sér stað síðast lið- ið ár. Aukning varð á tíundargreiðslum síðast liðins árs. Ekki bara aukning held- ur 25% aukning sem var sú aukning sem við þurftum og báðum um. Þessi aukn- ing er geysilega uppörvandi og hvetur okkur til að ætla að Guð muni sjá fyrir fólki sínu árið 1999. Þetta er gífurleg blessun fyrir söfnuðinn í heild en ég veit að þetta er ekki síður blessun fyrir þig. Síðasta ár hef ég fengið að heyra nokkr- ar sögur frá fólki sem hefur komið til að skila inn tíund sinni og þegar ég heyri slíkar sögur þá efast ég ekki um að Guð er enn að vinna að kraftaverkum í þínu lífi og í söfnuðinum. Er þetta tilviljun? Við getum eflaust fundið einhverjar útskýringar á þessu eins og svo mörgu öðru en það breytir því samt ekki að Guð hefur gefið okkur loforð sem hann vill efna við okkur. Þetta snýst ekki allt um peninga, þótt við verðum að gera okkur grein fyr- ir að rekstur krefst fjármagns, það sem þetta gengur út á er að við gerum okkur grein fyrir að Guð er okkar Herra og við Hans ráðsmenn. Það er Hann sem gefur okkur alla hluti og okkur ber að endur- spegla það í öllu okkar lífi. Hann hefur beðið okkur um að reyna sig, með því að færa alla tíundina í forðabúrið og reyna sig á þann hátt hvort hann ljúki ekki upp flóðgáttum himinsins og úthelli yfir okkur yfirgnæfanlegri blessun. Hann leggur heiður sinn að veði: „Og ég mun hasta á átvarginn fyrir yður, til þess að hann spilli ekki fyrir yður gróðri jarðar- innar og víntréð á akrinum verði yður ekki ávaxtalaust, segir Drottinn her- sveitanna." (Mal 3.11) Okkur langar til að tjá þakklæti okk- ar fyrir blessanir Guðs í garð okkar allra og einnig fyrir þá trúmennsku sem þið hafið sýnt í tíundargreiðslum til safnað- arins. Guð gefi ykkur gott og blessunar- ríkt ár. Harpa Theodórsdóttir, fjármálastjóri P.S. Ef einhver vill deila með okkur í Aðventfréttum þersónulegum sögum varð- andi blessanir Guðs og kraftaverk í kringum tíundargreiðslur væri gaman að fá nokkrar línur sem við getum birt okkur til uppörv- unar. Tíl ykkar allra, vina okkar í hinni Islensku safnaðarfjölskyldu Joy og Derek Beardsell óska ykkur öllum ríkulegra blessana Guðs á árinu 1999. Við hefðum svo gjarnan viljað vera með ykkur um sfðustu áramót. Við munum aldrei gleyma byrjun ársins 1998 þegar sú mesta flugeldasýning sem við höfum séð dundi yfir. Vel skreyttir og ljósum prýddir kirkjugarðamir eru líka ógleymanlegir og jólasamkomur safnaðanna einnig. Við munum alltaf hugsa til ykkar allra sem systkina okkar og vina. Sleppið ekki hendinni af Jesú Kristi og gleymum ekki að hann leiðir okkur dag eftir dag, hann huggar okkur þegar okkur líður illa, gefur okkur gleði og frið í staðinn fyrir sársauka og áhyggjur og dag einn, áður en langt um líður færir okkur inn í ríki sitt. Okkar allra bestu kveðjur, Joy og Derek Beardsell.

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.